AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.1997, Page 80

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.1997, Page 80
GUÐMUNDUR JÓNSSON ARKITEKT SENDIRAÐ ISLANDS I WASHINGTON Noröurljósin blikuðu í svölu stjörnutindr- andi næturhúminu og spegluðu dans- andi bjarma sinn í ískristöllum vatnsins. Lóðrétt klakahrönglið myndaði víxlandi spegla sem fjölfölduðu landslagið í blæbrigðarík myndbrot. Eindir norðurljóss, íss og náttúru mótuðu hana smám saman og hún varð skýrari fyrir augum mín- um. „Ég á samastað í stuðlaberginu og er Fjallkonan. Mundu að öll verk þín eru tjáning á okkar íslensku náttúru. Allt á sinn uppruna og endi í henni.“ Hún hallaði höfði og beið eftir vitrun minni. Síðan hvarf hún inn í stuðlabergsvegginn. Eftir þetta heyrði ég einungis óm raddar hennar úr berg- veggnum. Ég þarfnast ráða við mannvirki nútímans, mann- virki stjórnsýslu og starfrækni, mannvirki með ís- lenskum innréttingum, mannvirki sem er verðug í- mynd andlits þjóðar vorrar á erlendri grund,....... hvað er íslenskt - sagði ég? „Ssshhhhhhhhhh" ómaði úr bergveggnum. 78

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.