AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.1997, Síða 89

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.1997, Síða 89
IIIREYKJAVIK ^ AðalsSipulag-Tillaga 1996-2016 Landnotkun-Land Use Aöalskipulag Reykjavlkur 1996-2016: landnotkunarkort. meirihluti á framtíðarbyggðarsvæðum. Mikið of- framboð var af atvinnuhúsnæði á höfuðborgar- svæðinu á árunum 1985 til 1990. Nú er komið á meira jafnvægi á markaðnum og reiknað er með að byggðir verði að meðaltali um 40-50 þús m2af atvinnuhúsnæði á skipulagstímanum. Bifreiðaeign hefur sveiflast nokkuð til á síðustu misserum, náði hámarki miðað við fjölda íbúa 1988, fór síðan lækkandi næstu árin, en er nú vaxandi aftur. Um- ferðarspá til ársins 2008 byggist á óbreyttum for- sendum um ferðavenjur og þróun umferðar. Þar sem markmið aðalskipulagsins er að draga úr væntanlegri aukningu umferðar má líta á umferð- arspána sem hámarksspá. BREYTINGAR A LANDNOTKUN OG GAT- NAKERFI Ekki er um að ræða verulegar breytingar á land- notkun innan núverandi byggðar. Helstu breyting- ar eru á nýbyggða- og framtíðarbyggðasvæðum, s.s. afmörkun Staðarhverfis og byggðasvæða austan Vesturlandsvegar, en aðalbreytingin er á Geldinganesi þar sem nú er sýnt íbúðahverfi aust- ast á nesinu og Sundabraut færð til vesturs. Áætlaðar breytingar á aðalgatnakerfinu eru minni en í núgildandi aðalskipulagi í samræmi við stefnu- mörkun í samgöngu- og umhverfismálum. Engar verulegar breytingar eru áætlaðar á aðalgatna- kerfinu vestan Sæbrautar - Reykjanesbrautar, nema að Hlíðarfótur og Fossvogsbraut eru felld niður. A Sæbraut og Reykjanesbraut og þar fyrir austan er gert ráð fyrir töluverðum breytingum á aðalgatnakerfinu frá núverandi ástandi, m.a. nokkrum mislægum gatnamótum., enda verður uppbygging á nýjum athafna- og iðnaðarhverfum nær öll á þessu svæði (sjá kort). Stærsta fram- kvæmd á aðalgatnakerfinu næstu árin verður þverun Kleppsvíkur með brú eða undirgöngum. SKIPULAGSÁÆTLUNIN -ÚTDRÁTTUR Allt land Reykjavíkur í Grafarvogi og Borgarholti er nú skipulagt og verður það fullbyggt á næstu 4-5 árum. Skipulagsáætlunin gerir ráð fyrir að nýjar í- búðir verði aðallega byggðar á framtíðarbyggða- svæðum austan Vesturlandsvegar og í Geldinga- nesi. í þessari endurskoðun eru engin sérstök á- form um uppbyggingu nýrra íbúðahverfa innan nú- verandi byggðar, en nokkur endurnýjun á sér þó alltaf stað. í því samhengi er nú unnið að ítar- legrináttúrufarskönnun á opnum svæðum í borg- inni, með framtíðarnýtingu í huga. Óbyggðar eru ennþá rúmlega 100 íbúðir á Skúlagötusvæðinu, um 50 íbúðir við Kirkjusand og 300 íbúða hverfi er að rísa í Kirkjutúni. Þá er áætluð nokkur aukning í- búða í stúdentagörðum. Um 100 íbúðir eru áætl- aðar í s.k. Bryggjuhverfi sunnan Grafarvogs. Lögð er áhersla á að eiga landrými innan núverandi byggðar fyrir nýjar þjónustustofnanir. Samkvæmt áætlunum aðalskipulagsins verða flest möguleg byggingarsvæði innan borgarmarka nýtt við lok skipulagstímabilsins. í desember 1996 lágu fyrir úrslit í hugmyndasam- keppni um íbúðabyggð í Grafarholti, sem verður fyrsta íbúðahverfið austan Vesturlandsvegar. Út- hlutun á lóðum í því hverfi mun hefjast 1998, en þar er áætluð 4 til 5 þúsund manna byggð. Skipulagsáætlunin heldur opnum möguleika á hvorutveggja, íbúðabyggð og iðnaðar- og þjón- ustustarfsemi í Geldinganesi. í Eiðsvík verður lögð áhersla á að gerð verði flutninga- og iðnaðarhöfn í tengslum við athafnahverfi á Geldinganesi, næst höfninni. í aðalskipulaginu er gerður fyrirvari um legu Sundabrautar frá Sæbraut að Gunnunesi og þar með afmörkun og stærð íbúðahverfis austast í Geldinganesi. Á næstu árum mun hverfismiðstöð rísa á Spöng- inni í Borgarholti. Henni er ætlað að þjóna íbúum Grafarvogs- og Borgarholtshverfa. í aðalskipulag- inu er lögð þung áhersla á að Sundabraut yfir Kleppsvík komi sem fyrst til að greiða fyrir sam- göngum að þessum hverfum og til að sporna við því að umferð á Miklubraut aukist. Athafnahverfi innan núverandi byggðar, sérstaklega í austur- hluta borgarinnar, eru ennþá vannýtt. Stefnt er að því að þau verði fullbyggð sem fyrst. Ný athafnahverfi á Gylfaflöt, á Spöng, Fossa- leynismýri, suður-Mjódd og Hádegismóum munu anna eftirspurn eftir nýjum atvinnulóðum á næstu árum, en til lengri framtíðar litið eru möguleikar til atvinnuuppbyggingar mestir í Geldinganesi. aust- urjaðri framtíðarbyggðasvæða við Suðurlandsveg er gert ráð fyrir að rísi athafna- og iðnaðarhverfi. Á- ætlað er að vinna sérstaka skipulagsáætlun fyrir miðborgina í framhaldi af útgáfu þessa aðalskipu- lags. 86 87
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.