AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.1997, Side 93

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.1997, Side 93
skipulagsfræðinga að formlegri aðild að Samtök- um evrópskra skipulagsfræðinga til að tryggja og efla þau samskipti. Reglur um nám sem leiðir til fullnaðarmennt- unar í skipulagsfræðum: 1. Viðkomandi skal hafa lokið a.m.k. fjögurra ára námi í skipulagsfræðum á háskólastigi, eða jafn- gildi þess, og hafa auk þess tveggja ára starfs- reynslu við skipulagsstörf á viðurkenndum vinnu- stað eða hafa unnið jafnlengi við rannsóknir í skipulagsfræðum. eða 2. Viðkomandi skal hafa lokið a.m.k. tveggja ára framhaldsnámi í skipulagsfræðum á háskólastigi, eða jafngildi þess, og hafa auk þess tveggja ára starfsreynslu við skipulagsstörf á viðurkenndum vinnustað eða hafa unnið jafnlengi við rannsóknir í skipulagsfræðum. 3. Ofangreint nám í skipulagsfræðum skal auk þess vera viðurkennt sem fullgilt embættispróf í skipulagsfræðum af félagi skipulagsfræðinga í því landi sem viðkomandi lauk prófi. Allir sem telja sig hafa tilskilda menntun og reynslu í skipulagsfræðum eru hvattir til að afla sér löggild- ingar frá iðnaðarráðuneytinu. Ennfremur eru þeir hvattir til að ganga til liðs við Félag skipulagsfræð- inga og taka þátt í umræðu um þróun skipulags- mála hér á landi. Heimilisfang Félags skipulagsfræðinga er pósthólf 298, 121 Reykjavík. 91

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.