AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1998, Page 20

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1998, Page 20
FRÁ BANDALGI ÍSLENSKRA LISTAMANNA BANDALAG íslenskra lista- manna og Reykjavík menningarborg Evrópu órió 2000 ndanfarin ár hefur Bandalag ís- lenskra listamanna margsinnis álykt- aö um stefnumótun íslendinga í menningarmálum og um Reykjavík menningarborg Evrópu áriö 2000. í S ræöu sinni á aðalfundi BÍL 27. nóv. 1995 sagöi forseti bandalagsins m.a.: „LISTSKÖPUN Á LANDSBYGGÐINNI Eitt er þaö mái sem mér hefur verið sérstakt áhyggjuefni og þaö varðar listsköpun á lands- byggðinni. í því máli viröist ekki vera til nein stefna, hvorki hjá okkur listamönnum né heldur hjá ríkinu og hjá sveitarfélögunum. Ég hef sjálfur viörað nokkrar hugmyndir í þesu sambandi, en einhvern veginn hafa umræöur um þær aldrei komist á flot. Menntamálaráöuneytiö gerir ekkert í þessum mál- um, nema helst aö styöja eitthvað viö bakiö á því öfluga starfi sem blómstraö hefur á Akureyri á allra síöustu árum. M-hátíöirnar viröast endanlega hafa dottiö upp fyrir og ekki er aö sjá aö neitt nýtt eigi aö koma í þeirra staö. Þaö þarf ekki svo mikla fjármuni til þess aö hleypa auknum krafti í listræna starfsemi í helstu bæjunum úti á landi. Það sem hins vegar skortir er skiln- ingur á því, aö fjármunum er betur variö í þetta sérstaka verkefni en flest önnur. MENNINGARMALIN I REYKJAVIK Menningarmálin í Reykjavík eru kapítuli út af fyrir sig. Margir bundu miklar vonir viö hina nýju ríkjandi valdhafa í borgarstjórninni og er víst aö vonir þeirra um endurbætur og fram- farir í menningarmálum hafa brostiö. — Nú hefur Reykjavík veriö tilnefnd sem ein af þeim borgum sem fá aö bera titilinn Menningarborg Evrópu áriö 2000. Þaö er því brýnna en nokkru sinni fyrr aö yfirstjórnendur borgarinn- ar móti framsækna stefnu í málefnum menn- ingarinnar og fylgi henni eftir meö sama afli og þunga og beitt er í ýmsum öörum málum, svo sem í dagvistarmálum og íþróttamálum." Ári seinna, 16. nóv. 1996, segir í skýrslu forseta BÍL til aðalfundar Bandalags íslenskra listamanna: „REYKJAVÍK, MENNINGARBORG EVRÓPU ÁRIÐ 2000 Þaö var fyrir um þaö bil ári síðan, aö Reykjavíkur- borg meö samþykki ríkisstjórnarinnar þáöi boö framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um aö vera ein af þeim níu borgum sem fær aö bera titil- inn Menningarborg Evrópu áriö 2000. Stjórn Bandalagsins dró strax í efa aö rétt heföi verið aö þiggja þetta boö þar sem forsendurnar fyrir boöi Evrópusambandsins væru allt aðrar en þær, sem lágu að baki þegar upphaflega var sótt um útnefn- inguna. Viö geröum borgaryfirvöldum grein fyrir þessari afstöðu og strax í kjölfarið var okkur öllum og fleirum með boðið aö koma á fund meö því fólki sem þá var að undirbúa þetta mál fyrir hönd borg- arinnar, en fyrir þeim hópi fór Guörún Ágústsdóttir, forseti borgarstjórnar. Eftir langar umræður á þessum fundi féllust listamenn á aö styðja borgina til dáöa í þessu verkefni, en þó meö því skilyrði aö farið yröi út í þetta af fullri alvöru og meö fullum þunga, - ekkert hálfkák né heldur einhver kattarþvott- ur. Ég get ekki sagt að ég sé ánægöur meö þróun þessa verkefnis síðustu mánuðina og dró undir- búningshópurinn þaö von úr viti að skila af sér tillög- um um hvernig meö form- legum hætti væri best aö standa aö undirbúningn- um fyrir menningaráriö. Eftir aö hópurinn þó geröi þaö, hefur hver vikan liöiö af annarri án þess aö borgarráð afgreiði máliö af sinni hálfu og á þessari stundu er málið ekki kom- iö lengra en svo, aö ekki hefur verið óskaö eftir til- nefningum í þá framkvæmdastjórn sem á aö hafa þaö hlutverk að stjórna undirbúningi menn- Eftir langar um- rœður á þessum fundi féllust lista- menn á að styðja borgina til dáða í þessu verkefni, en þó með því skil- yrði að farið yrði út í þetta af fullri alvöru og með fullum þunga, - ekkert hálfkák né heldur einhver kattarþvottur. 8

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.