AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1998, Qupperneq 24
PETUR H. ARMANNSSON, ARKITEKT
MENNINGARBORGIN REYKJAVIK ARIÐ 2000
framlag byggingarlistardeildar á KJARVALSSTÖÐUM
Byggingarlist og hönnun hafa sjaldnast
skipaö áberandi sess á íslenskum
menningarhátíöum. Sé á hinn bóginn
litið til þess hve umfangsmikill þáttur
þessara greina hefur veriö í dagskrá
fyrri menningarborga er Ijóst að
nokkru þarf aö kosta til hér í Reykjavík áriö 2000 ef
framlagið á þessu sviði á aö rísa undir þeim vænt-
ingum sem í yfirskriftinni felast.
Á þessu vori eru liðin fimm ár frá því fyrst voru
kynnt áform um aö koma á fót byggingarlistardeild
viö Listasafn Reykjavíkur. Formleg starfsemi á
vegum deildarinnar hófst haustiö 1993 í tengslum
viö uppsetningu sýningarinnar Fimm norrænir
meistarar. Helsti hvati aö stofnun deildarinnar var
sú skoðun stjórnenda listasafnsins aö leggja bæri
aukna áherslu á umfjöllun um arkitektúr sem und-
irstööugrein sjónlista. Meö því aö velja rannsókn-
um og sýningum um byggingarlist staö í deild inn-
an listasafns fremur en í sjálfstæöri stofnun (safni)
var athygli sérstaklega beint aö tengslum arkitekt-
úrs viö skyldar greinar myndlistar. Hugmyndin var
meö öörum oröum aö sýna arkitektúr meö annarri
list en ekki sem einangraö fyrirbæri. Þannig mætti
í senn auka viö fjölbreytni í sýningarhaldi innan
safnsins og stækka þann hóp er sæi sýningar á
sviöi byggingarlistar. Auk möguleika á sam-
tvinnun ólíkra greina í sýningarhaldi var ótal-
iö þaö hagræöi sem fólst í samnýtingu hús-
næöis, vinnuaðstöðu og búnaöar, auk fag-
legrar tengingar milli sérfræöinga í mismun-
andi greinum.
Frá því að Byggingarlistardeild tók til starfa
hefur verksviö hennar í grófum dráttum verið
tvíþætt. Annars vegar söfnun heimilda um
íslenska byggingarlist, meö áherslu á 20. aldar
byggingar og verk íslenskra arkitekta. Hins vegar
miölun þekkingar um byggingarlist meö sýningum,
útgáfu og fyrirlestrum. Auk fyrirlestra, gönguferða
og ýmissa smærri viöburöa hafa verið haldnar fjór-
ar sýningar á vegum deildarinnar á Kjarvalsstöð-
um. Nefna ber sérstaklega yfirlitssýningar á verk-
um tveggja frumherja í hópi íslenskra arkitekta,
þeirra Einars Sveinssonar og Siguröar Guö-
mundssonar, er voru afrakstur umfangsmikillar
skráningar- og rannsóknarvinnu á vegum deildar-
innar. Slík grunnvinna er tímafrek en engu aö síð-
ur nauðsynleg forsenda þess aö unnt sé aö gera
sögu 20. aldar húsagerðarlistar skil á viðunandi
hátt. Meö samtengingu sýningarhalds og rann-
sóknarverkefna hefur verið leitast viö aö miöla
nýrri þekkingu jafnharöan til breiöari hóps.
Á vegum Byggingarlistardeildar hefur einnig veriö
unnið aö uppbyggingu safns meö frumritum bygg-
ingaruppdrátta eftir íslenska arkitekta og húsa-
meistara, aö hluta til í samstarfi viö Rannsóknar-
sjóö íslenskra arkitekta. Sú vinna hefur þegar bor-
ið ágætan árangur, enda þótt hljótt hafi farið. Meö-
al þeirra gagna sem nú eru í vörslu safnsins eru
teikningasöfn arkitektanna Ágústs Pálssonar (aö
hluta), Báröar ísleifssonar, Einars Sveinssonar (aö
hluta), Geirharðs Þorsteinssonar, Gunnars H.
Ólafssonar, Gunnlaugs Halldórssonar, Hannesar
Kr. Davíðssonar, Kjartans Sigurössonar og Þor-
valds Kristmundssonar og Magnúsar Guðmunds-
sonar. Ennfremur eru þar söfn húsameistaranna
Einars Erlendssonar, Guömundar H. Þorláksson-
ar, Sigmundar Halldórssonar, Péturs Ingimundar-
sonar, Siguröar Péturssonar og Þorleifs Eyjólfs-
sonar, aukeldri frumrita úrteikningasafni Bygging-
arfulltrúans í Reykjavík. Einnig hefur deildin dag-
lega umsjón meö
bókasafni Arkitekta-
félags íslands sem
varöveitt er á Kjar-
valsstöðum.
Áriö 2000 mun aðset-
ur Listasafns Reykja-
víkur flytjast frá Kjar-
valsstöðum í miö-
hluta Hafnarhússins viö Tryggvagötu. Samkvæmt
þeim teikningum og áætlunum sem samþykktar
hafa veriö mun Byggingarlistardeild fá nýtt og
hentugra húsnæöi fyrir starfsemi sína á 3. hæö
hússins, til hliðar viö skrifstofur Listasafnsins. Auk
vinnuaðstöðu safnvaröar er gert ráö fyrir um 50 fm.
eldtraustu rými fyrir teikningasöfn og önnur gögn
þar sem jafnframt er vinnuaðstaða, auk bóka- og
tímaritasafns. Eftir sem áöur er gert ráö fyrir aö
stærri sýningar um byggingarlist myndi hluta af
Hugmyndín var með
öðrum orðum að
sýna arkitektúr með
annarri list en ekki
sem einangrað fyrir-
bœri,
22