AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1998, Blaðsíða 28

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1998, Blaðsíða 28
Þú virðist halda mikið upp á orðið grautur. En ferð þú ekki sjálfur í kringum efnið eins og kött- ur í kringum heitan graut? Svo ég spyrji nú beint út: Hvernig leggst „átakið" Reykjavík menningarborg í þig? Jú, jú, kannski eru þetta vissir kattataktar, en bren- na þeir sig ekki líka stundum á tungunni á grautun- um? - í dag er í tísku að þykjast skipulegur í hugs- un og setja dæmið upp „í með og á móti", þ. e. gera annars vegar grein fyrir styrk og möguleik- um og hins vegar veikleikum og hindr- unum. Menningarborgardæmið leggst í mig eins og flesta með afar þoku- kenndum hætti, þó eins og vana- lega hugsi listamenn sér undir niðri óskhyggjukennt gott til glóðarinnar. Reyndar hefur löngum hálfgerð gerningaþoka umlukið alla menning- arstarfsemi hérlendis, þetta birtist stundum sem dularfullt leynimakk. í reynd er samt ekkert svona spenn- andi á ferðinni. Fólkið í nefndunum og forráðamenn þeirra stofnana sem í hlut eiga fara undan í flæmingi, oftast vegna þess að engin stef- na hefur verið mörkuð til að vinna eftir og/eða vegna þess að staðsetningin á hinu raunverulega umboði til framkvæmda er óljós. Oft virðast allir að- ilar eins og í tómarúmi; þar sem hver bendir á ann- an án ábyrgðar og áhuga. Út úr þessu kemur ein- hvers konar lýðræðisleg flatneskja þar sem bæði hugtök og markmið flæða nánast óhindrað í allar áttir. Til þess að hylma yfir hinn raunverulega skort á stefnumörkun og starfshæfri hugmyndafræði draga ráðamenn í menningargeiranum sig ýmist í hlé, sem stundum lítur út sem leyndardómsfullt baktjaldamakk, eða þá að þeir birtast sem ein- hvers konar frjáls- lyndir umboðs- menn sem vilja hafa alla góða. Hér hefur aldrei verið gerð krafa um stefnumörk- ^ un í rekstri menningarstofn- ana.Menningar- stofnanir hérlendis hafa frá upphafi verið reknar með stirðu embætis- mannakerfi og þeir sem settir hafa verið yfir þess- ar stofnanir, sem reyndar eru allar mjög ungar, eru í raun og veru umboðsmenn sem stjórnast af utan- aðkomandi þrýstingi. „Stefnan" á hverjum tíma kemur því ávalt út eins og utan frá, frá „okkur hin- um". Af þessum ástæðum er afar erfitt að ræða menningarmál á íslandi opinberlega, hvað þá gagnrýna, því ríkjandi stef- na byggist jafnan á eins konar kjarasamningi við úrtak hagsmuna- aðila á hverjum tíma; - sem að vísu fara oftar en ekki fram með mjög óformleg- um hætti. Allir virðast móta þessa stefnu en enginn þó. Við svona skil- yrði er sjálfgefið að öll umræða um listrænt gildi og inntak verði annarleg og óviðeig- andi. Á nýlegri sýningu myndlistar- manna var talað um það grínlaust að þar gæfi að líta úrval verka íslenskra myndlistarmanna, þeirra 100 bestu! Ekki að furða að æ fleiri, safnarar, áhuga- menn og listamenn fórni höndum. Óbein afleiðing af þessu er að menn keppast við að sýna fram á gildi listarinnar út frá öðrum viðmiðum en þeim sem sér- tæk eru fyrir listina sjálfa. í síauknum mæli er nú lit- ið á listina sem viðhengi annarra sviða, s. s. uppeld- is, lækninga, trúar, heimspeki og tilfallandi samfé- lagssýnar. Embættis- eða umboðsmannafyrirkomu- lagið á uppbyggingu og stjórnun menningarmála hér býður að mínu mati heim hættunni á því að list- sköpunin sjálf verði í auknum mæli notuð sem merkingarlaust viðhengi. Þú kemur víöa viö í almennum athugunum á ástandinu, hefur þetta....ekki allt veriö sagt áöur?! Einn kunningi minn sem komið hefur víða við í listalífinu hefur sagt um allflest sem ég hef sagt og skrifað um ástandið síðustu árin: „Vertu ekki að rífa kjaft, ég var löngu búinn að segja þér þetta!" Þetta hefur mér alltaf þótt jákvæð vísbending. Hvað svo sem veldur, kannski virkni þessa laumulega um- boðsmannakerfis sem við búum við í menning- unni, þá eru íslenskir listamenn afar bældir gagn- vart mörgum málum og alveg lokaðir gagnvart sumum. Þessi áskapaði þumbaraskapur sem menn nota í viðskiptum við embætismannakerfið 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.