AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1998, Side 31

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1998, Side 31
fást við þrívíða útlitsmótun meira eða minna orku- sóandi steinsteypubygginga sem þar að auki ligg- ja undir frostskemmdum, eigendum þeirra til mikils fjárhagstjóns, þar sem fram fer einhvers konar útlits-fegurðarsamkeppni án nokkurrar hug- myndafræði sem tengist reikistjörnunni Jörð og hinum sjálfsköpuðu vandamálum íbúa hennar. - Þetta er ísland í dag... En svarið í þessari stöðu mála er eins og það heit- ir á nútímamáli: Að MARKAÐURINN (við) þarf að vilja kaupa þá nýju framleiðslu sem felst í sjálfbær- um byggingum. M.ö.o. við getum aðeins boðið honum uppá það, sem hann skilur og vill þar af leiðandi fá. Og því er ekki síður þýðingarmikið að MARKAÐURINN (við) fái að kynnast því svart á hvítu hvað honum stendur til boða. Og ekki síst hvað kemur honum - okkur öllum - á endanum vel... - Með öðrum orðum: hvað er annars vegar skammtímauppfylling væntinga okkar og byggist á gömlum hugsunarhætti - og hvað er á hinn bóginn langtímauppfylling þeirra og byggist á sjálfbærni. Getur nokkuð verið þýðingarmeira fyrir samfélag- ið? EINS ÁRS KENNSLUTÆKI FYRIR REYK- VÍKINGA OG FLEIRI - 2000 A.D. Ég hefu í þessu samhengi leyft mér að leggja það til við Borgarstjórn Reykjavíkur að nú verði það tækifæri notað sem felst í verkefn- inu: Reykjavík sem menngarborg árið 2000 - til að byggja raunverulegt íbúðarhús, t.d. ein- býlishús, sem uppfyllir öll þau skilyrði sem margar fremstu Evrópu-þjóðirnar setja nú þegar slíkum byggingum. Sömuleiðis hef ég bent á að vel mætti reisa eina slíka byggingu í Grafarholti, á svæði þar sem tilraunabyggingum er ætlaður stað- ur. Húsið verði síðan haft til sýnis allt árið 2000 þannig að almenningur geti lært af eigin reynslu hvaða fyrirkomulag, útbúnaður, tæki og tól fylgja slíkri byggingu. - Enginn vafi er á að borgarbúar munu taka þessu tilboði ekki síður en ferðamenn. T.d. myndu allir skólar Reykjavíkursvæðisins not- færa sér tækifærið til að uppfræða nemendur sína - m.a. arkitekta framtíðarinnar um þessi mál. Auk þess væri þetta kærkomið tækifæri í sunnudags- bíltúrum borgarbúa og annarra landsmanna. Auk allra erlendu ferðamannanna. Ekki gefst rými hér til þess að fara nánar út í lýs- ingu á þess konar húsi að sinni. En það er víst að sjálfbær íbúðarbygging, sem stendur undir nafni, er verulega frábrugðin hefðbundnum húsum í nokkrum útfærslum. - Töluvert mörg slík hafa nú þegar verið byggð í Evrópu. Og þau eru útlitslega mjög ólík hverju öðru að öðru leyti en því, að þau hafa öll innbyggða mismunandi mikið sjálfbæra þætti. Langflest þessara húsa eru reyndar byggð á vegum einkaaðila og félagasamtaka. Komast mætti hjá miklum kostnaði við þetta verk- efni á menningarári með því að selja húsið síðan á almennum markaði eftir að sýningu þess í eitt ár er lokið. Viðhaldskostnað þess í þetta eina ár - sem gæti vissulega orðið þó nokkur, vegna slits af völd- um sífelldra heimsókna - mætti fá til baka með vægum aðgangaseyri. En búast má við því að milli tíu og tuttuguþúsund manns næðu að heimsækja húsið á 200 dögum - eða 50 til 100 manns á dag. FRAMTÍÐARHÚS = SJÁLFBÆR HÚS Það hefur færst mjög í vöxt á síðari árum að vest- rænar menningarþjóðir byggja svokölluð „framtíð- arhús" svo menn geti áttað sig á möguleikum nýrr- ar tækni í húsbyggingum. Aðgangur er síðan seld- ur að þess konar sýningargripum eins og hverju öðru safni. - Það er þó mun nauðsynlegra nú um stundir að beina sjón- um almennings að sjálfbærni allra ferlanna í daglegu lífi okkar en að kynna eingöngu nýja tækni. Og hér er lagt til að það verði gert innan ramma stærstu fjárfestingar hverrar fjölskyldu: íbúðarhússins. Og þá er ekki síður nauðsynlegt að benda uppvax- andi kynslóðum á nýja möguleika sína til menntun- ar á sviði sjálfbærnis-tækni og annarrar þróunar sem af henni leiðir. Það er raunar menntun, sem felur í sér skiling á öllum ferlum mannlegra fram- kvæmda og gerninga innan lífshjúps Jarðarinnar. Og sá skilningur hlýtur að verða settur ofar úthverf- unni einni saman: „Heimspekistefnu-Yfirborðsins" sem byggist eingöngu á útliti allra hluta nútímans. En hún er Ijóslega án skilnings á því hver er bak- grunnur hlutanna. - Við sjáum jú öll hvert sú stefna hefur leitt okkur... Og um leið og við getum sagt að sjálfbærni er framtíðin, þá ber okkur að hvetja þá með öllum ráðum sem við þessu landi taka af okkur - og af fullri einurð og öryggi - til þess að beina leit sinni í þessa átt. Því á þessari stefnu byggist björt fram- tíð eigin tilveru. Og þaö þess heldur að ekki gerir núver- andi kynslóð arki- tekta neitt annað en það sem þeir lœrðu d sínum tíma: 29

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.