AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1998, Page 41

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1998, Page 41
HUGMYNDAKEPPNI UM ÚTILISTAVERK í SAMVINNU VIÐ SÍM áttur myndlistar í daglegu lífi almenn- ings fer vaxandi. Þetta sér hver maöur sem hefur auga fyrir því sem er gott og fagurt á almannafæri. Myndlist er menningarauki og myndlist í umhverf- inu er vissulega annaö og meira en ein- staka höggmynd af gengnum þjóöhetjum. Myndlist í umhverfinu hlýtur aö fela í sér endurnýj- un, - ný verk eftir listamenn samtímans, sprottin úr þeim jarövegi sem líöandi stund er og þar af leið- andi verk sem höföa beint til þess fólks sem nú gengur um götur borgarinnar, - þaö er sú myndlist sem viö þurfum á aö halda. Þetta er skiln- ingur þeirra sem nú fara meö stjórn menn- ingarmála af hálfu Reykjavíkurborgar og þetta er forsenda þess aö nú er efnt til lok- aðrar hugmyndakeppni um gerö útilista- verks í borginni. Ætlunin er aö koma verk- inu upp á árinu 2000, í tilefni af því aö Reykjavík verður ein af menningarborgum Evrópu á því ári. Menningarmálanefnd Reykjavíkur, sem ég er formaður í, efnir til þessarar hugmynda- keppni í samvinnu viö Samband ísienskra myndlistarmanna (SÍM). í samræmi viö samkeppnisreglur SÍM eiga allir listamenn innan sambandsins rétt til þátttöku, en dóm- nefnd verður skipuö tveimur fulltrúum þaö- an og þremur frá Reykjavíkurborg. Keppnin fer þannig fram að auglýst veröur eftir þátttakendum og veröa margar frum- hugmyndir valdar úr öllum þeim er berast kunna. Vænst er mikillar þátttöku og stendur til aö gefa út á bók þær frumhugmyndir sem valdar verða. Úr þeim velur dómnefndin síðan fimm hug- myndir til þátttöku í lokaðri verksamkeppni þar sem listamennirnir velja fyrirhuguöum verkum sín- um staöi í borginni. Fyrir þessar fimm hugmyndir veröa veitt verölaun og úr þeim valið eitt verk til frekari útfærslu og uppsetningar, ef um semst við listamanninn. Ætla má aö þær hugmyndir sem birtast í bókinni muni skipta tugum, enda er henni ætlað að veröa heimildarrit sem veitir nokkra yfirsýn um íslenska umhverfislist um árþúsundamót. Útgáfan er ætluö öllum þeim sem óska eftir fræösluefni um myndlist og þá ekki síst skólum. Af hálfu menningarmála- nefndar er útgáfunni ætlaö aö vera eins konar framhald af því framtaki Kjarvalsstaöa aö dreifa því fræðsluefni sem stofnunin hefur gefið út á und- anförnum árum í skóla í borginni. Þetta hefur mælst vel fyrir og má líta á það sem lið í því mikil- væga starfi aö flytja myndlistina og fræöslu um hana út til fólksins, og auka þannig vægi þess starfs sem unnið er á þessum vettvangi. Áformaö er aö bjóöa keppnina út mjög fljót- lega, enda ekki seinna vænna ef þaö verk sem valið veröur á aö vera komið upp áriö 2000. Myndlistarmenn eiga um þessar mundir merkilegt frumkvæöi aö því aö koma list sinni á framfæri viö almenning, en Mynd- höggvarafélagiö stendur fyrir því aö útilistaverkum veröi komið upp með- fram allri strandlengju borgarlandsins á listahátíö í vor. Reykjavíkurborg á aöild aö þessu framtaki listamanna, eins og vera ber, og er hér komið for- dæmi aö þeirri stefnu sem fylgt er meö því aö efna til hugmyndakeppni um útilistaverk. ■ Vœnst er mikillar þátttöku og stendur til að gefa út á bók þœr frumhugmynd- irsem valdar verða, Úr þeim velur dóm- nefndin síðan fimm hugmyndir til þátt- töku í lokaðri verk- samkeppni þar sem listamennirnir velja fyrirhuguðum verk- um sínum staði í borginni. 39 GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR, ARKITEKT, form. menningamálanefndar Reykjavíkur

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.