AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1998, Síða 43
Borgarstjóri hefur
ekki enn gert sam-
komulag viö ríkis-
stjórnina um með
hvaða hœtti hún
komi að þessu verk-
efni.
Evrópuþjóða aukist og fleiri heimsæki landið.
Margir bundu líka vonir við að menningarborgarár-
ið yrði til þess að menn hristu af sér slyðruorðið og
létu drauminn um nýtt tónlistarhús rætast. Ekki
þarf að fjölyrða um þýðingu tónlistarhúss fyr-
ir landsmenn alla. Bygging tónlistarhúss er
ekki eitthvert dekur við einhvern óskilgreind-
an menningarhóp. Hún er mikilvægur liður í
menningarlegum þroska þjóðarinnar og
möguleikum til nýrrar sköpunar. Búast hefði
mátt við því að bygging tónlistarhúss yrði sett
á oddinn þegar menningarborgarárið var
ákveðið. Sérstaklega mátti vænta þess með
hliðsjón af þeim fyrirheitum sem gefin voru í
kosningabækl-ingi núverandi borgarstjórnar-
meirihluta að bygging tónlistarhúss væri forgangs-
verkefni í menningarmálum og ,,..mun Reykjavík-
urlistinn sjá til þess að það fari af stað á kjörtíma-
bilinu." Við þessi fyrirheit hefur ekki verið staðið.
Nánast er útilokað að opnunarhátíð M-2000 fari
fram í nýju tónlistarhúsi en hins vegar gæti tekist
með skjótum ákvörðunum og samstilltu átaki að
Ijúka hátíðinni í nýbyggingu tónlistarhúss.
Sú kynslóð, sem lagði grunn að sjálfstæði þjóðar-
innar í upphafi aldarinnar og reisti m.a. bæði Þjóð-
leikhús og Safnahús við Hverfisgötu þegar kreppa
var í landinu og fátækt mikil, gerir kynslóð alls-
nægtanna í lok aldarinnar skömm til.
Fyrirsjáanlegt er að allir stórir tónlistarvið-
burðir ársins muni farafram í Laugardalshöll SÚ kyflSlÓð, SGITI lagði
en auk þess mun væntanlegur tónlistarsalur grunn að SjÓlfstCBðÍ
Kópavogsbúa koma að góðum notum. Þökk þjóÖQrjnnQr f upphafi
sé þeirra framsýni.
FJARHAGSRAMMI M-2000
Þegar borgaryfirvöld sóttu um útnefningu
Reykjavíkur sem menningarborgar Evrópu
var mjög óljóst hvað þau sáu fyrir sér sem
umfang og kostnað vegna verkefnisins. í
bréfi borgarstjóra til menntamálaráðherra í
febrúar 1995 kemur eftirfarandi fram: „Af
hálfu borgaryfirvalda liggja engar áætlanir
eða ákvarðanir fyrir um fjárframlög til þessa
verkefnis ef tilnefning fæst. Það má hins
vegar benda á að ef að líkum lætur verður
mikið um að vera á íslandi árið 2000 þegar minnst
verður þúsund ára afmælis kristnitökunnar, en auk
þess ber 30 ára afmæli Listahátíðar í Reykjavík
upp á þessu ári og hálfrar aldar afmæli Þjóðleik-
hússins og Sinfóníuhljómsveitar íslands. Það er
því alls ekki víst að það þurfi svo miklu við að bæta
til að halda uppi öflugri menningardagskrá sem
stendur undir tilnefningu borgarinnar sem menn-
ingarborgar Evrópu árið 2000."
Fjárveitingar Reykjavíkurborgar fram að þessu
hafa verið í takt við þetta.
Á fjárlögum ársins 1997
þegar þrjú ár voru til
stefnu voru veittar 20
milljónir króna til verkefn-
isins. Megnið af þeirri
fjárhæð fór til að setja á
laggirnar skrifstofu,
kaupa búnað og ráða
starfsmenn. Hluti fórtil er-
lendra verkefna en sára-
lítið til verkefna innanlands. í tengslum við þessa
afgreiðslu var rætt um að næst yrði upphæðin
myndarlegri. Við afgreiðslu fjárhagsáætlunar borg-
arinnar fyrir árið 1998 þegar aðeins tvö ár voru til
stefnu var samþykkt sama fjárhæð, 20 milljónir
króna. Jafnframt var tilkynnt að hluti þessa fjár, 3,5
milljónir, væri skilyrtur þannig að hann ætti að fara
til verkefna á vegum menningarstofnana borgar-
innar.
Um fjárhagslega þátttöku ríkisins hefur ekkert ver-
ið ákveðið. Borgarstjóri hefur ekki enn gert sam-
komulag við ríkisstjórnina um með hvaða hætti
hún komi að þessu verkefni. Stjórn verkefnisins
hefur ítrekað óskað eftir
því við borgarstjóra að
settur yrði fjárhagslegur
rammi fyir M-2000 þan-
nig að Ijóst væri að hver-
ju væri stefnt varðandi
umfang þess. í umræð-
um um fjárhagsáætlun
fyrir þetta ár kom fram
að hugsanleg fjárveiting
ársins 1999 gæti orðið
40 milljónir króna og fjár-
veiting ársins 2000 gæti
orðið 80 milljónir króna.
Jafnframt var tekið fram
að þessar fjárveitingar
gætu verið bundnar
ákveðnum verkefnum.
Allt frá undirbúningsstigi M-2000 hefur verið lögð
áhersla á að borgaryfirvöld mörkuðu verkefninu
fjárhagslegan ramma sem unnt væri að taka mið
af þegar dagskrá er skipulögð og ákvarðanir um
einstök verkefni teknar. Það liggur í hlutarins eðli
aldarinnar og reisti
m.a. bœði Þjóðleik-
hús og Safnahús við
Hverfisgötu þegar
kreppa var í landinu
og fdtœkt mikiL gerir
kynslóð allsnœgt-
anna ílokaldarinnar
skömm til.
41