AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1998, Page 55

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1998, Page 55
MANNVIRKJA- ÞING 1997 Mannvirkjaþing var aö þessu sinni haldið aö Grand Hótel Reykjavík, 23. okt. s.l. Tema þingsins var VISTVÆNAR BYGGINGAR, en mikil áhersla er nú lögö á þaö víöa um heim að hanna vistvæn- ar byggingar, þar sem notuö eru, eins og kostur er, mengunarlaus, endurnýjanleg byggingarefni sem lítiö þarf aö flytja, - byggingar sem eru ódýrar í rekstri og þar sem fólki líður vel. Að venju var flutt- ur fjöldi erinda á þinginu um stööu og framtíðar- horfur mannvirkjagerðar hér á landi, auk þess sem fjallað var sérstaklega um vistvænar byggingar. Gestafyrirlesari var prófessor Brian Edwards, frá háskólanum í Huddersfield í Englandi, en hann er einn af þekktustu sérfræðingum á þessu sviöi. í þinglok voru vistvænar byggingar á höfuðborgar- svæöinu skoöaöar - framkvæmdir Ármannsfells viö Sætún, einbýlishús Ólafs Sigurðssonar arki- tekts í Mosfellsbæ, Tilraunastofa buröarforma í Mosfellsbæ og bygging Vatnsveitu Reykjavíkur í Heiömörk. Mannvirkjaþing 1997 - prófessor Brian Edwards fjallar um vistvænar byggingar. Að venju voru fyrirlestrar sem haldnir voru á þing- inu gefnir út í bókarformi og er hún til sölu í húsa- kynnum Byggingarþjónustunnar aö Garöastræti 17, Rvk. ■ B 1 á a 1 ó n i ð v e r m i r o g n æ r i r I Bláa Lóninu getur öllfjölskjldan átt góSar stundir í stórkostlegu umhverfi Eftir heilnœmt hað undir berum himni er upplagt að njóta léttra veitinga í vistlegri móttöku okkar eða í veitingatjaldinu par sem einstaklingar jafnt sem hópar eru boðnir velkomnir. Komið og endurnýjið kraftana í œvintýralegri heilsulind! Opið er daglega allt árið og á sumrin Jrá kl. 10.00 - 22.00. Ókejpis Jyrir börn 11 ára ogyngri í Jylgd með Joreldrum. Slmi 426 8800 Fax 426 8888 www.bluelagoon.is lagoon@bluelagoon.is - œvintýri líkast

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.