AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1998, Síða 61

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1998, Síða 61
Undirritaður vill ekki dæma um hvort ráðast eigi í sameiginlega aðstöðu fyrir ráðstefnuhald og tón- listarhús, en vill benda á ný á að ef uppi eru þank- ar um slíka samnýtingu, þá er hún fyllilega mögu- leg í tillögunum um tónlistarhúsið í Laugardalnum. Tónlistarhúsið í Laugardal liggur í 5 mínútna gönguleið frá Hótel Esju sem gæti nýst sem gisti- staður ráðstefnugesta á sama hátt og Loftleiðir og Saga. NB: Það er hins vegar í álitsgerðinni ekki minnsta viðleitni til að kanna möguleika á tengingu ráð- stefnuaðstöðu við tónlistarhúsið í Laugardal (sbr. bls. 3 í álitsgerð nefndar um tónlistarhús). Þess vegna vil ég koma eftirfarandi á framfæri: í tillög- unni í Laugardal er gert ráð fyrir tvöföldum löngum streng (stoðvegg) meðfram Suðurlandsbraut sem gegnir því hlutverki að mynda stoðvegg og móta landslagshvörf (hæðarmun) milli Suðurlandsbraut- ar og Laugardalsins. Stoðveggurinn gegnir jafn- framt hlutverki sem leiðandi veggur með vatnaleið („bæjarlækjarsprænan") er leiðir aðkomu bifreiða og gangandi frá Suðurlandsbraut að anddyri tón- listarhússins. Þessi stoðveggur hefur aldrei nýst fyllilega á starf- rænan hátt. Sjálfsagt væri að nýta þetta rými fyrir starfsemi með því að breikka bil milli veggjanna. Hugmynd mín er því næsta einföld að nýta mætti þennan tvöfalda stoðvegg með því að byggja ráð- stefnuherbergin á milli veggflatanna, sem byggðir yrðu hvort eð er sem hluti af heildinni. Þessi fyrsta skissutillaga gerir ráð fyrir möguleika á 11 fundar- sölum, þeir minnstu fyrir 30 manns og þeir stærstu fyrir 72, til samans 540 fundargestir. Fundarað- stöðuna er hægt að stækka í báðar áttir (breidd og lengd). Breiðari strengur gæfi stærri fundarher- bergi ef það þætti kostur. Þessar stærðir miðast við að rúmlega helmingur strengsins sé nýttur í fyrstu (1. áfangi) og síðar mætti bæta við eftir þörf- um (2. áfangi). Heildarhugmynd mundi halda sér með glæsilegri aðkomuleið með vatns- og gróður- belti meðfram ráðstefnustrengnum sem liggur að anddyri tónlistarhússins. Auðvelt er að bæta við ráðstefnuaðstöðuna síðar meir ef þarfir verða fyrir hendi, án þess að heildar- útlit eða hugmyndafræði raskist, vegna sérstöðu þessarar hugmyndar og hvernig byggingin liggur í landi. Það er mikill kostur að hægt er að byggja í áföngum, og ekki þarf að byggja ráðstefnuaðstöð- una samtímis og tónlistarhúsið ef dreifa þyrfti stofnkostnaði eða önnur áform um ráðstefnuhald kæmu upp á pallborðið í millitíðinni. AÐ LOKUM Það er því fyllilega ástæðulaust að útiloka bygg- inguna í Laugardalnum vegna vöntunar á ráð- stefnuaðstöðu. Þvert á móti býður einmitt bygg- ingin í Laugardalnum upp á mikla sérstöðu hvað varðar aðlaðandi aðstöðu til ráðstefnuhalds í tengslum við fallegan iðgrænann Laugardalinn og fjallasýn á móti Esju. Undirritaður vill eindregið benda ráðamönnum á að allir valkostir hafa ekki verið skoðaðir fyrr en þessi tillaga mín er athuguð og álitsgerðin því nánast marklítil. ■ GAGNABANKI BYGGINGAR- ÞJÓNUSTUNNAR www.bygging.is 59

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.