AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1998, Qupperneq 72

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1998, Qupperneq 72
| SKRIFSTOFAN Á BREYTINGARTÍMUM H H 3J Z > z I C' co co > 3J m H önnun skrifstofuhúsnæöis mun í framtíö- inni hafa umtalsverð áhrif á hversu mark- visst og skilvirkt skrifstofufólk vinnur störf sín. Stærsta krafan til fyrirtækja og ekki síður til starfsfólks veröur sveigjanleiki. Hans verður einnig krafist af arkitektúr, jafnt innan sem utan. Byggingarlist og buröarþol, að halda kostnaði í lágmarki eða ná fram hámarksnýtingu flatarmáls verða ekki lengur höfuðáherslur við skipulagningu skrifstofuhúsnæðis. Áherslur verða lagðar á sveigjanleika og aðlögunarhæfni rýmisins að störfum fólksins, breytt samskipti við við- skiptavini, auknar kröfur til vinnusvæða og breytt sam- skiptamynstur skrifstofufólks. Skrifstofustörf hafa tekiö miklum breytingum meö tilkomu fjarskipta- og tölvutækni og munu breytast 1* M 1 t ■Jl '■ *U: -‘‘"'Elí ' |r r.l • 11 • V ■; ^Jr X _ jj Opið skrifstofurými hjá Siemens AG í Munchen. Lokuð rými sýnast opin með þvi aö nota gler í veggi. enn meira í framtíöinni. Þrátt fyrir þaö eru flestar skrifstofubyggingar hannaöar með heföbundna nýtingu í huga. Ríkjandi hefð felst í því aö hólfa niður rými og úthluta hverjum einstaklingi sinn bás. Stærö bássins miðast viö stööu starfsmannsins en þaö helst ekki í hendur viö þær áherslubreytingar sem oröið hafa í stofnunum og fyrirtækjum. í staö stöðlunar áöur er áhersla nú lögð á sveigjanleika. Ekki er lengur litiö á manneskjuna sem vélræna einingu,heldursem uppsprettu skapandi og sveigj- anlegrar framleiöslu og þjónustu. Hingaö til hefur sveigjanleiki ekki verið einkenni skrifstofubygginga. Hann takmarkast oft viö aö færa milliveggi um einn eöa annan gluggaásinn og - eöa möguleikann á aö tengja saman tvær skrif- stofur meö hurö. Ófáum verðmætum fermetrum er variö í langa upplýsta ganga og heildin virðist eins- leit. Mismunun í herbergjastærð sendir okkur hljóölát skilaboö um stööu og völd, gangar og af- mörkuö skrifstofurými hindra mikilvæga sam- skiptaþætti. Þróunin er hins vegar sú aö skrifstofuvinna fer í sí- auknum mæli fram annars staðar en á skrifstof- unni. Unniö er t.d. á fundum, í verkefnahópum, á ferðinni eöa í heimahúsum. Sími og tölvur hafa gert óstaðbundna vinnu mögulega og skilin milli vinnustaðar og heimilis óljósari. Sama gildir um vinnutíma og frítíma. Nú þegar er vinnan hluti af frítíma margra. Af því leiðir aö umhverfiö veröur mikilvægara fyrir einstaklingana. Krafan er sam- bærileg gæöi umhverfis á vinnustaö og heimili. Nýjar skrifstofur eru tækifæri til þess að skapa framtíð fyrirtækis. Til þess aö halda kostnaöi viö fasteignir í lágmarki, eöa til aö hraöa og ýta undir skipulagsbreytingar, hallast sífellt fleiri fyrirtækja- stjórnendur í átt aö nýjungum við hönnun skrif- stofuhúsnæðis. í fyrstu var aðalatriði aö fækka fer- metrum. Fljótlega breyttust áherslur í þá átt aö auka sveigjanleika og afköst innan fyrirtækja með þaö að markmiði aö auka framleiöni og ánægju í starfi og nýta rýmið á sem skilvirkastan hátt. Viö nýjum kröfum hefur verið brugðist meö mismun- andi lausnum. Allar beinast þær að því aö undir- strika breytt vinnuferli. Manneskjan er í fyrirrúmi og hönnunin snýst um aö skapa rými sem hjálpa manneskjunni aö hegöa sér í samræmi viö þær kröfur sem vinnan og nútíminn gera til hennar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.