AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2000, Síða 19

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2000, Síða 19
ritaðan til að úrskurða hvort eitthvað af þessum hlutum hafi hönnunarlegt gildi. Nokkrum sinnum hafa safninu áskotnast munir sem annars hefðu farið forgörðum. Þegar þetta er skrifað hafa Hönnunarsafni íslands borist á þriðja hundrað munir, og er stærst- ur hluti þeirra gjafir eða langtímalán frá einstakl- ingum og stofnunum, til dæmis Alþingi, Norræna húsinu, Búnaðarbanka íslands, Háskóla íslands, Reykjavíkurborg, Listasafni Reykjavíkur, Safni Einars Jónssonar, Minjasafni Landspítalans, Körfugerðinni, GKS-húsgögnum og Form-hús- gögnum (áður Nývirki). Þar eru húsgögnin óneitanlega fyrirferðarmest, til að mynda stólar eftir Guðjón Samúelsson, Þórstein Bjarnason, Einar Jónsson myndhöggv- ara, Svein Kjarval, Gunnar Magnússon, Guðmund og Jón Benediktssyni, Jóhann Ingimarsson (Nóa), Rétur B. Lúthersson, Gunnar H. Guðmundsson, Árna Jónsson, Jón Ólafsson, Hjalta Geir Krist- jánsson og Þorkel G. Guðmundsson, að ógleym- dum húsgögnum eftir nokkra helstu hönnuði okkar í nútíð, t.d. Valdimar Harðarson, Þórdísi Zoéga, Erlu Óskarsdóttur og Sigurð Gústafsson. Innan tíðar gerir Hönnunarsafnið sér einnig vonir um að eignast heildstætt safn íslensks Ijósa- búnaðar frá síðustu fjörutíu árum og er þegar með í sinni vörslu lampa eftir Pétur B. Lúthersson, Stefán Snæbjörnsson, Gunnar Ingibergsson og Jón Ólafsson. í því sambandi vill safnið beina því til arkitekta og hönnuða sem þetta lesa, að það vill gjarnan fá upplýsingar um helstu hönnunar- verkefni sem þeir hafa unnið. Safninu hafa einnig borist mikilsverð textílverk eftir Hólmfríði Árnadóttur, Málfríði Aðalsteinsdóttur og Hildi Bjarnadóttur. Er nú unnið að því að fá inn til safnsins keramík eftir helstu listamenn á því sviði, lífs og liðna. Stjórnarnefnd Hönnunarsafnsins hefur lagt á það áherslu að þótt hlutverk safnsins sé fyrst og fremst að halda til haga íslenskri hönnun, þá sé einnig mikilvægt að hafa aðgang að góðu úrvali erlendra hönnunargripa, svo hægt sé að skoða verk íslenskra hönnuða í alþjóðlegu samhengi. Tengslin við Norðurlöndin eru hér sérstaklega mik- ilvæg, þar sem margir íslensku hönnuðanna voru í námi hjá norrænum starfsbræðrum sínum eða urðu fyrir áhrifum af þeim. Áður hefur verið getið um nýja finnska iðnhönnun í eigu Hönnunarsafns íslands, en safnið hefur einnig eignast stóla eftir Hans J. Wegner, Alvar Aalto, Arne Jacobsen, Börge Mogensen, Mogens Koch og Finn Juhl. Fulltrúar listiðnaðarsafna á Norðurlöndum hafa einnig lýst því yfir að þau séu reiðubúin að leggja íslenska safninu til aukaeintök sín af helstu verkum norrænna hönnuða á ýmsum sviðum. Hönnunarsafn íslands er sem sagt orðið að veruleika. Og það hefur drjúgan meðbyr. En eins og Stefán Snæbjörnsson, formaður stjórnarnefnd- ar safnsins, segir í greininni í AVS sem áður er vís- að til: „Það breytir ekki þeirri staðreynd að fyrstu skrefin í mótun (þess) verða vandasöm og sein- unnin. Ekki skyldi rasa um ráð fram og enn um sinn mun reyna á þolinmæði og þrautseigju þeirra mörgu er vilja veg hönnunarsafns á íslandi sem mestan.” ■ THE ICELANDIC DESIGN MUSEUM - A REALITY AT LAST Here art historian Aðalsteinn Ingólfsson writes about the newly founded Icelandic Design Museum, which in his opinion was a long time coming. Ingólfsson, who is the museum’s director, traces the history of design in Iceland, from 1918 until the present day. He notes various milestones along the way, including the call for a “design centre” in the sixties, and watershed exhibitions in 1959, 1960 and 1968. At the beginning of 1997, a committee appointed by the Ministry of Culture delivered its recommendations for a design museum, and in 1998, the Ministry of Culture and the town of Garðabær, near Reykjavík, signed a contract for the construction of such museum. Ingólfsson dis- cusses the stated objectives of the museum and efforts to define its status in relation to other Icelandic muse- ums. He also writes about the various design pieces the museum has acquired, the present status of the museum, and plans for the future. ■ 17
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.