AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2000, Page 28

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2000, Page 28
EIRÍKUR ÞORLÁKSSON, FORSTÖÐUMAÐUR Listasafn Reykjavíkur Hafnarhús V /l eð opnun Listasafns Reykja- \ / víkur í Hafnarhúsinu við \ / Tryggvagötu í apríl sl. opnuð- \ / ust nýir möguleikar til sýning- \ / arhalds í Reykjavík, og öll V starfsemi safnsins fékk auk- inn byr í seglin. Með opnun Hafnarhússins meira en tvöfaldaðist sýningarrými safnsins, sem verður til þess að mögulegt verður að kynna með skipulegri hætti en áður hina miklu listaverkaeign safnsins. Auk þess öðlaðist safnið sérstakan vettvang til að þjóna mun betur en áður myndlist sem orðið hefur til undanfarna áratugi og byggir á tækni og framsetn- ingu, sem var nær óþekkt fyrir tveimur áratugum; nú verður einnig hægt að hýsa í safninu fjölbreytta menningarviðburði og uppákomur, sem áður var erfitt að setja upp í listasöfnum hér á landi. Loks býður Hafnarhúsið upp á útisýningarsvæði, sem er einstakt fyrir íslenskt listasafn, og getur því orðið mikil lyftistöng fyrir höggmyndlist í landinu. Listasafn Reykjavíkur starfar nú á þremur stöð- um í borginni, því auk Hafnarhússins eru Kjarvals- staðir á Miklatúni og Ásmundarsafn við Sigtún hlutar þess, en jafnframt hefur safnið umsjón með úti listave rku m Reykjavíku rborgar. Segja má að það safn listaverka sem Reykja- víkurborg hafði eignast í gegnum árin hafi fyrst fengið heimilisfestu árið 1973, þegar Kjan/alsstað- ir voru opnaðir. Þar er að finna tvo stóra sýningar- sali, sem strax urðu mjög eftirsóttir, en fyrstu tvo áratugina voru þeir leigðir einkaaðilum til sýninga samhliða því sem settar voru upp sýningar á vegum húsráðenda. 26

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.