AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2000, Qupperneq 47

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2000, Qupperneq 47
þægindum, heldur ekki síður huglægu frelsi ein- staklingsins. Styrkleiki, jafnt sem léttleiki og gegnsæi, ein- kennir borðið Pegaso (1999) eftir arkitektinn Javier Sanchez Merina. Upprunalega var það hannað og búið til sem vinnuborð, 3 x 2,5 metrar, með tvo fætur og án þess að nokkur skrúfa eða nagli festi fæturna við plötuna, sem er úr viði og málmi. Smærri útfærsla, frumgerð, hefur verið gerð að borðinu, þar sem sömu frumformin mæt- ast - fóturinn og platan - og talast við. Fóturinn er gerður úr málmröri, eða teini, án liðamóta, sem leikið er með þangað til jafnvægi er náð og styrk- leika. Borðplatan, úr tvöföldu gleri, býður eigand- anum upp á möguleika á að gera frágang borðs- ins persónulegan. Eftir ósk hans er hægt að setja rósir, þurrkað lauf, fallega handavinnu, minningar og jafnvel heimspeki á milli glerjanna til að geym- ast þar um ókomna tíð. Nútímatækni og iðnaður tvinnast saman við handverkið, til þess að móta og fullgera þetta borð. Borð, sem leyfir kaupand- anum að taka þátt í lokastigi þess og gefa því hluta af sjálfum sér. Atriði, sem eru sameiginleg þessum húgögnum, vísa bæði í barrokkina og Nútímastefnuna. Ein- földunin á forminu er að miklu leyti undir efninu komin og eiginleikum þess sem iðnaðarframleið- sla getur spunnið úr. Línur verkanna eru þó mjúk- ar og hvöss horn og vinklar eru afrúnnuð og sveigð og gera það að verkum að hönnun þeirra fær á sig sérstæðan lífrænan lit. Sveigðar og bungandi línur geyma innbyrðis afl og spennu, og koma fram í heildarmynd hins þrívíða forms. Einfaldleiki er þó hafður í fyrirrúmi sem felur í sér vissa ögun og jafnvægi. Samsetning efnisþátta Spænskt þjóðfélag, sem og önnur nútíma- þjóðfélög, einkennist af margbreytileika. Margir arkitektar og hönnuðir hafa lagt sig fram við að túlka flóknið mynstur samfélagsins í heimi há- tækni, fjarskipta og fjölmiðlaáhrifa og reynt að tengja mannfólkið aftur við það umhverfi sem í kringum það er. Með öðrum orðum, að finna ein- staklinginn, eða það einstaka, og byggja upp ný tengsl milli hans og umheimsins. Efniviðurinn hefur tekið gjörbreytingum með nýrri tækni og hugviti eins og við gerð stólsins Rothko (1993/1994) eftir arkitektinn Alberto Liévore. Upp- haflega var hann gerður úr formbeygðum viði árið 1993, en ári síðar (1994), vegna nýrrar tækni- getu.var hann framleiddur úr „gervivið” (Maderon) eða mulinni möndluskel, og lækkaði þá fram- leiðslukostnaðurinn um helming. Markaðsmögu- leikar hans urðu þannig miklu sterkari og stóllinn var ekki lengur sýningargripur einn. Ný iðntækni við úrvinnslu efna hefur valdið því að Rothko- stóllinn er nú talinn meðal umhverfisvænustu hönnunar Spánar. í þessum umhverfissinnaða hópi er líka alumini- umstóllinn Toledo (1988) eftir Jorge Pensi. Líkt og á við um Rothko, þá er það efniviðurinn - auðveld- ur til endurvinnslu - sem gegnir helsta hlutverkinu og er ráðandi um form hans. Vegna sérstakra eiginleika efnisins, hefur það gefið formi stólsins nýja möguleika á að segja „eitthvað”. Eitthvað nýtt í skírskotun sinni til forms beinagrindarinnar, forms sem margir stólar hafa útfært og býr náttúr- lega í okkur sjálfum. Langir og grannir fætur stóls- ins, á móti lágu bakinu, ýkja hlutverk hans og svo virðist sem bæði efnið og formið taki þátt í sam- ræðum sitjendanna. Þrátt fyrir framleiðslu á óteljandi stólum og sófum, borðstofu- og kaffiborðum, þá hefur grund- völlurinn að fjölbreytileika þeirra oft legið í útlits- breytingum eða formhönnun (styling). Markaðs- þáttur hönnunar er orðinn svo mikilvægur að oft er talað um að færa vörurnar í aðlaðandi búning sem vegur þá meira en ný túlkun á hugtakinu. Ettore Sottsass, hinn frægi arkitekt og stofnandi Memphis-hópsins, gagnrýndi einmitt þennan þátt hönnunarstarfsins og hélt því fram í formála sín- um að spænska tímaritinu Experimenta tbl. 20, að 80% af þeirri hönnun sem við sjáum í tímaritum í dag séu stólar og sófar.1 Allir sófarnir eru mjög svipaðir og alltaf staðsettir andspænis hvor öðrum og í miðjunni er hið óbrigðula kaffiborð. Þannig er sviðsetningin fyrirfram ákveðin og gefin, eins og gert sé ráð fyrir henni frá upphafi. Fjögurra sæta sófinn, Julianica (1998) mynd 4, hannaður af Javier Sanchez Merina, brýtur upp þetta fyrirfram ákveðna viðhorf. Sófinn er hreyfan- legur á hjólum og er húsgagn sem hvetur til marg- þættra samskipta og sveigjanleika í notkun. Sem slíkur, reynir hann að yfirfæra flókið mynstur sam- skipta sem á sér stað í þjóðfélaginu yfir í rými heimilisins sjálfs. Julianica er umgjörð þar sem tengsl manna á millum eru grunnurinn að tilgangi og virkni sófans. Grindin virkar eins og skæri sem þýðir að menn geta skipt um stöðu eftir því hvernig samræðurnar þróast, skapið breytist eða degi er tekið að halla. Síðar er hægt að stuðla að 45
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.