AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2000, Side 52
RAGNAR
víða á landinu er að finna jafn-
miklar andstæður í náttúru
landsins og á Reykjanesi. Hér
mætast kraftar úr iðrum jarðar,
eldstöðvar, hraunbreiður, gróð-
ur og vatn. Andstæður náttúr-
unnar eru áberandi og áhugaverðar, frá útlínum í
landslagi til smæstu smáatriða.
Mannvirki og önnur mannanna verk verða því oft
viðkvæm í slíku umhverfi.
Á hverju ári koma þúsundir gesta í Svartsengi til
að kynna sér starfsemi Hitaveitu Suðurnesja,
ferðamenn, skólanemar, fjölskyldufólk, sérfræð-
ingar á ýmsum sviðum jarðfræði og jarðhita o.fl.
Stjórnendum Hitaveitunnar þótti tímabært að
skapa aðstöðu til að taka á móti gestum sínum og
veita þeim jafnframt nokkra innsýn í undur ís-
lenskrar náttúru og þær aðferðir sem beitt er til að
breyta orkukröftum jarðhitans í birtu og yl til hags-
bóta fyrir byggðina. Eldborg, kynningar- og mötu-
neytishús Hitaveitu Suðurnesja í Svartsengi, er
kjörinn vettvangur fyrir þessa kynningu auk kynn-
ingar á sögu Hitaveitunnar, Bláa lóninu og sam-
félaginu á Suðurnesjum.”
Aðdragandi
í lok ársins 1995 var haldin í samráði við Arki-
tektafélag íslands opin samkeppni á meðal arki-
tekta um mótun kynningar- og mötuneytishúss í
Svartsengi. í samkeppnina bárust 43 tillögur, sem
er ein fjölmennasta samkeppnin á vegum arki-
tekta hérlendis. Áður en endanleg niðurstaða
50