AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2000, Page 57

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2000, Page 57
Ljósmyndir í greininni teknar af Gísla Sigurðssyni. pússaðir að utan sem innan, gólf eru úr slípaðri steinsteypu með innfelldri gönguleið úr grágrýti og viðir í burðarvirki eru gagnheilir. Safnaðarheimilið er allt minna og lægra en kirkj- an og að hluta til „falið” með grasi grónum mönum sem skilja sig síðan frá húsinu og mynda útirými umhverfis húsin. Það er áfast suðurvegg kirkjunn- ar og er skilið á milli húsanna með fellivegg á brautum. Húsið er tvískipt; annars vegar er safn- aðarsalur, sem tekur 60 eða fleiri í sæti við mess- ur, en er auk þess nýtanlegur fyrir samsæti og annan mannfagnað, hins vegar eru þjónusturými (anddyri, snyrtingar, skrifstofa prests, eldhús o.fl.). Safnaðarsalurinn er hærri, með um 3m lofthæð og gluggaband umhverfis, en þjónustuhlutinn lægri, með u.þ.b. 2.3 m lofthæð. Kirkjan er staðsett framarlega á hraunkambi sem er um 900 m sunnan við þjóðveginn, vestan við heimreiðina að Ljósavatnsbænum. Stór kross stendur í slakkanum framan við kirkjuna og kemur í stað kirkjuturns. Aðkoma að kirkjunni er sunnan að, liggur í sveig austur og norður fyrir kirkjuna og endar í bílastæðum. Göngustígur liggur þaðan innfyrir áður nefnda grasmön, framhjá klukkna- porti að kirkjunni sjálfri og safnaðarheimilinu. Markmið þau sem við settum okkur við hönnun kirkjunnar komu fram í ávarpi sem við fluttum við vígslu kirkjunnar: „Þegar rætt er um húsbyggingar á íslandi er oftast talað mest um fermetra og frágang. Því er- um við oftast spurðir fyrst um það hversu Þor- geirskirkja sé stór að flatarmáli. Við svörum því þá til að hún sé um það bil 60 km2 að stærð, þar af 155 m2 undir þaki. Byggingarlist snýst nefnilega ekki í aðalatriðum um veggi og gólf, þök og glugga, dyr og dyngjur, heldur um rýmið sem þes- sir hlutir, þessi verkfæri okkar arkitekta, mynda saman sem heild. Hugmynd okkar við hönnun kirkjunnar var að 55

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.