AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2000, Side 59

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2000, Side 59
Framlíðarmöguleikar byggðar á „suðvesturhorninu" útdráttur úr verkefnrinu Reykjavik llc+ ^erkefnið Reykjavík 21C+ er rann- sóknarverkefni á skipulagsaðferð- arfræði sem unnið var á vegum Ur- ban research Office (Urban Office) innan Architectural Association á árunum 1998-1999. Stefna verk- efnisins var að finna aðferðir og úrlausnir við nú- tíma kröfum og hugmyndafræði í þróunarstýringu borga. Verkefnið var viðamikið, og mun ég einbeita mér í þessari grein að þeim þáttum verkefnisins sem snúa að víðara samhengi borgarskipulags. Bakgrunnur Frá lokum iðnbyltingarinnar hefur hugmynda- fræði hins nýja netkerfisþjóðfélags verið að fjarlægja bæði huglæg og veraldleg landamæri. Valdakerfi eru að hliðrast: stjórnunarþættir hafa færst saman með sameiningu ríkja í pólitískar og efnahagslegar einingar. Áhrifamáttur almennings og grasrótarhreyfinga á ákvarðanatöku fer sífellt vaxandi. Efnahags-pólitískt (eco-political) umhverfi heimsins er nú alþjóðlegt, með alþjóðlegu flæði markaða, hugmynda og mannafla. Þessi alþjóða- væðing hefur valdið því að borgir eru orðnar ein aðalefnahagsundirstaða þjóða. í sumum tilfellum hafa borgir í raun færst mikið til út fyrir áhrifasvið ríkisins. Einskonar borg-”ríki” í alþjóðlegu neti póli- tískra og efnahagslegra markaða ráða efna- hagskerfi heimsins. Hið nýja fyrirkomulag á meira sameiginlegt með Habsborgarveldinu en þjóð- ríkjahugmyndunum 19. aldar manna. Arkitektúr og skipulag Með iðnbyltingunni varð framleiðsluvaran aðal- efnahagsstoð vestrænna ríkja, vald og fjárhagur færðist frá landeigendum og sveitum til verkmiðju- eigenda, bæja og borga. í kjölfar þessa hófst gíf- urlegur fólksflutningur frá sveitum til bæja vegna nýrra tækifæra sem þar buðust. í lok iðnbyltingar- innar bjó meirihluti íbúa ríkja í bæjum. Hin nýja þjóðfélagsbylting hefur endurspeglað þróun iðnbyltingarinnar. Nú er hugvitið aðalefna- hagsstoð vestrænna ríkja, og mannflutningur er frá bæjum í borgir. Áætlað er að um 70% af heims- búum muni búa í borgum á næstu áratugum. „Fólksflótti” sá sem hér hefur orðið vart á síðustu árum er eðlileg þróun sem í dag á sér stað um allan heim. Munurinn er sá að hér er einungis ein borg til að flytja til, og er því landið viðkvæmara fyrir breytingum. Hið nýja flæðandi þjóðfélag og alþjóðleg borgar- uppbygging þess hefur sett mikinn þrýsting á hefð- bundnar aðferðir í skipulagsmálum og sýnt að hefðbundnar aðferðir ráða á engan hátt við fjöl- breytileika nútímans. Hinar gömlu allsherjarlausn- ir sem oftast hafa verið settar fram sem framtíðar- áform til margra áratuga hafa verið harðlega gagn- rýndar jafnt af stjórnendum sem og íbúum borga. Helstu gagnrýnisefni eru: 1. Framtíðarskipulag (Master Plan) er gert til margra ára í senn og er ófært um að aðlagast hröðum og sífelldum breytingum áhrifaþátta. 2. Skipulagsaðferðirnar taka ekki tillit til víðara samhengis utan borga nema að mjög litlu leyti. Nauðsynlegt er að tengja borgarskipulag við skipulag landsins í heild og tengsl þess við alþjóða- umhverfi. 3. Skipulagðar allsherjarlausnir eru yfirleitt gerðar án samráðs almennings eða tillits til staðhátta og umhverfis. Staðlaðar lausnir sem eru hvorki byggðar á rannsóknum né þátttöku almennings vekja upp spurningar um þörfina á sérfræðikunn- áttu skipulagsfræðinga. 4. Lagskipt stjórnun og ósveigjanleg ákvarðana- taka við sköpun borgarumhverfis eru úrelt vinnu- brögð. Krafist er meiri samvinnu sérfræðinga, al- mennings og ákvörðunarvaldsins. Þessar kröfur hafa á allra síðustu árum stuðlað að auknum rannsóknum á aðferðafræði í borgar- arkitektúr og skipulagi. Gamalreyndar aðferðir arkitektúrs og skipulags hafa verið þróaðar, ásamt 57 GUÐJON ERLENDSSON, ARKITEKT

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.