AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2000, Side 77

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2000, Side 77
BókTrausta Valssonar Borg og náttúra: ekki andstæður heldur samverkandi eining (2000) er mannfræðilegt rit. Bókin skiptist í þrjá meginkafla, þar sem í fyrsta lagi er gerð grein fyrir kenningarlegri afstöðu höfundar og þeirri aðferðarfræði sem hann beitir á viðfangsefnið, Reykjavíkurborg, þróun hennar, staða og möguleikar til vaxtar. í öðru lagi er gerð sögu- leg greining á því hvernig borgin hefur þróast frá land- námi til dagsins í dag og skiptir Trausti tímabilinu í þrjú meginskeið, tímabil samfléttunar (manns og náttúru), tímabil firringar (manns frá náttúru) og loks tímabil nýrra tengsla (manns og náttúru). í þriðja og síðasta hluta bókarinnar ræðir höfundur tengsl borgarinnar út frá helstu megináhrifavöldum í mótun hennar og mögu- leikum til frekari þróunar, s.s. tengsl við hafið, tengsl við ytri mörk borgarlandsins og tengsl við jarðhita. Híbýli mannsins og kerfisbundin hugsun hans við byggingu þess, staðsetningu og útlit endurspegla bæði takmörkun umhverfisins sem og hugmyndir mannsins BORG OG NÁTTÚRA .... ekfcí andstæður heldur samverkandi eining NANNFRÆÐI arkitektúrs og skipulags um einstaklinginn, fjölskylduna og félagslegt líf hópsins sem maðurinn tilheyrir. Híbýlin, hver svo sem þau eru, hvort heldur í Reykjavík eða húsaþyrpingin á Nes- kaupstað, eru því kjörið viðfangsefni til skoðunar á því hvað íslendingar hafa verið, hverjir þeir eru og hvað þeir geta orðið. Félagsvísindafólk hefur aftur á móti ekki gert nóg að því að skoða rýmishugsun mannsins sem menningu eða hvaða hugmyndir birtast í rýminu um félagstengsl fólks. Sætir það nokkurri furðu þar sem staðhæfingar á borð við þá sem Trausti viðhefur í bók sinni, að félags- leg vandamál fylgi ákveðinni gerð rýmishugsunar, gefur tilefni til að huga betur að orsökum arkitektúrs og skipu- lagshugsunar á menningu fólks og félagslega hegðun. Aðeins hafa mannfræðingar daðrað við þessar kross- götur sem fræðigreinarnar mannfræði, arkitektúr og skipulagsfræði mætast á, og er það einna helst danski mannfræðingurinn Kirsten Hastrup sem velt hefur fyrir sér táknrænu hlutverki rýmishugsunar á því tímabili sem Trausti kallar í bók sinni „samfléttun mannlífs og nátt- úru“. Hastrup setur íslenska torfbæinn og afgirðingu hans í tengsl við kynhugmyndir fyrr á öldum, þar sem veröld konunnar var innan garðs, en veröld karlsins utan. Rýmið gegndi því, að mati Hastrups, sem ákveðið hugsunarmódel um staðsetningu kynjana og hlutverk þeirra innan þess. Eitthvað hefur þetta módel sem Hastrup teiknar upp breyst og við blasir mun flóknari mynd en svo að hægt sé að halda því fram að íslendingar sameinist um eina tiltekna hugmynd um hvað rýmið er sem þeir kalla heim- ili svo dæmi sé tekið. Og í raun má segja að sé litið á sögulega þróun borgarinnar og þá greiningu sem Trausti býður uppá í verkinu, þá sé verið að fást við mjög fjölskrúðugar hugmyndir íslendinga frá fyrstu tíð fram til dagsins í dag um heimilið, vinnuna, náttúruna og sjóndeildarhringinn. í gegnum tíðina hafa menn verið misstórtækir í að umbreyta landslaginu og náttúrunni á höfuðborgarsvæðinu, þó svo að á tuttugustu öldinni hafi hugurinn og hendurnar verið hvað fúsastar í að byggja og breiða úr sér. Borgarlíkaminn er því sameiginlegt átak fjölmargra, en ekki fárra einstaklinga, og það eitt gefur tilefni til mannfræðilegra rannsókna. Það má hins vegar skilja bók Trausta sem svo að þróun borgarinnar sé fyrst og fremst á ábyrgð skipulagsyfirvalda og arki- tekta. Ég held aftur á móti að við frekari skoðun sé sú mynd helst til einföld og að hlutverk almennings í mótun hugmynda að stórum og smáum verkefnum í borginni sé langtum stærri en honum hefur verið eignað. Almenningur í borginni hefur greiðan aðgang að stjórn- sýslunni sem hefur með heildarhugsunina að gera, s.s. í gegnum frændsemi eða kunningsskap, arkitektar vinna oft náið með sínum viðskiptavinum við skil- 75 SIGURJÓN BALDUR HAFSTEINSSON, MANNFRÆÐINGUR

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.