AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2000, Side 78

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2000, Side 78
greiningar á þörfum þeirra og óskum, og svo má ekki gleyma því að almenningur gerir oft það sem honum finnst eða sýnist í þessum efnum sem öðrum. Það er með öðrum orðum til annað sjónarhorn á vöxt og þróun þessa samspils borgar og náttúru sem Trausti skoðar í bókinni, sem er fjölbreytileiki og afstæðni hlutanna með tilliti til viðhorfa, valds og viðtöku almennings á rýmishugsuninni sem borgin birtir. Mannfræðingar hafa á síðustu árum bent á hversu afstæðar hugmyndir mannsins eru um náttúruna, en náttúruhugtakið og samspil þess við mannheima er forvitnilegt viðfangsefni í bók Trausta. í bókinni tekur hann undir þá kenningarlegu hugsun að „náttúra" sé afstætt hugtak, en heldur fram að hugtakið búi fyrst og fremst yfir jákvæðum eðliskostum og feli í sér eftirsókn- arverð gildi. Sú afstaða er í takt við þau visthverfu sjón- armið í náttúruverndarumræðu sem vilja stíga mjög var- lega niður þegar kemur að notkun mannsins á nátt- úrunni. Til þess að sú umræða sé á vitrænum nótum þarf hins vegar að skilgreina og ræða hverskonar nát- túru sé verið að tala um, mörk hennar og mannheims, svo og rétt hennar gagnvart mannhverfum sjónar- miðum. Bók Trausta er gott innlegg inn í þá umræðu sem vonandi flestir finna sig knúna til að taka þátt í, hvort heldur það eru arkitektar, skipulagsfræðingar eða fræðimenn úr greinum félagsvísinda. ■ THE ANTHROPOLOGY OF ARCHI- TECTURE AND PLANNING In this article, Sigurjón Baldur Hafsteinsson reviews a book by Trausti Valsson, entitled Borg og náttúra: ekki andstæður heldur samverkandi eining (2000) (City and Nature: Not Opposites, but an Interactive Unit). This work looks at the place where anthropology, architec- ture and planning intersect. Valsson looks at how Reykjavík has grown and developed, from the settle- ment to the present day, and explores who the Icelanders were, are, and may become, using their choice of housing on which to base his theories. The book is divided into three main sections. In the first, the author’s theoretical approach is introduced, as well as the methods he uses. In the second, a his- torical analysis of how the city has developed is given, and is divided into three stages: man’s involvement with nature, man’s alienation from nature, and a new relationship between tnan and nature. In the fínal sec- tion of the book, Valsson discusses the main influ- ences on the city’s development, and possibilities for further development. ■ A vef okkar www.ev.is má fá ítarlegar upplýsingar um framleiðslu fyrirækisins ásamt teikningum og lýsingum á einingunum. Framtíðin felst í forsteyptum einingum Einingaverksmiðjan erframsækið fyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu forsteyptra eininga. Tækjabúnaður og þekking gerir okkur kleift að afgreiða stór og smá byggingaverkefni fljótt og örugglega. Gæði framleiðslunnar er undir stöðugu eftirliti, bæði innra gæðaeftirliti og opinberu eftirliti Rannsóknarstofnunar Byggingariðnaðarins. Við veitum ráðgjöf og aðstoð við útfærslu teikninga og gerð burðarþolsútreikninga. Kostnaðaráætlanir og tilboð eru unnin fljótt og örugglega. Auk þess veitum við þjónustu við stærri framkvæmdir, s.s. flutninga, reistningu, öflun efnis og leigu búnaðar. EININGAVERKSMIÐJAN EHF. Breiðhöfða 10-112 Reykjavík - Sími 587 7770 • Fax 587 7775

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.