AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2000, Page 83

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2000, Page 83
SVÆÐISSKIPULAG HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS árslok 1999 var í avs fjallað ítarlega um svæðisskipulaghöfuðborgarsvæðisins frá ýmsum hliðum. Þar gerði undirritaður fyrir hönd ráðgjafa grein fyrir stöðu vinnunnar við svæðisskipulagið, forsendum þess og markmiðum. Nú ári seinna á aftur að taka stöðuna. Til upp- rifjunar og vegna samhengis verður stiklað á stóru yfir það helsta sem áður hefur komið fram og síðan verður þráðurinn tekinn upp þar sem frá var horfið. arkitekta ehf. sem mynda íslenska hluta hópsins. HVAO ER SVÆÐISSKIPULAG? Samkvæmt nýjum skipulags- og byggingarlög- um, sem tóku gildi í ársbyrjun 1998, er svæðis- skipulag skilgreint á eftirfarandi hátt: Svæðiskipulag er skipulagsáætlun sem tekur yfir fleira en eitt sveitarfélag. Hlutverk þess er að samræma stefnu um landnotkun, samgöngu og þjónustukerfi, umhverfismál og þróun byggðar á tilteknu svæði, minnst til 12 ára. AÐDRAGANDI Árið 1998 gerðu átta sveitarfélög á höfuðborgar- svæðinu með sér samkomulag um að láta vinna svæðisskipulag fyrir höfuðborgarsvæðið. Sveitar- félögin sem eiga aðild að þessu sam- Sveitarfélögin átta komulagi eru: Reykjavík, Kópavogur, Hafnarfjörður, Garðabær, Mosfellsbær, Seltjarnarnes, Bessastaðahreppur og Kjósarhreppur. Þau hafa hvert um sig skipað tvo fulltrúa og Skipulagsstofnun einn fulltrúa í samvinnunefnd til að hafa umsjón með verkefninu. Ákveðið var að bjóða verkið út á Evrópska efnahagssvæðinu í formi for- vals og lokaðs útboðs þar sem fram færi í senn hæfnismat og verðsaman- burður. Að loknu því ferli, sem sérstök mat- snefnd á vegum verkkaupa sá um, var í árslok 1998 ákveðið að ganga til samninga við hóp sem kallar sig Nes planners og eftirtalin fyrirtæki mynda: Verkfræðistofan Anders Nyvig A/S og arkitekta og skipulagsstofan Skaarup og Jespersen A/S, sem eru dönsk fyrirtæki, ásamt Verkfræðistofu Sigurð- ar Thoroddsen hf. og Vinnustofu Ekki er skylt samkvæmt áðurnefndum lögum að láta vinna svæðisskipulag en það er engu að síður nauðsynlegt þar sem samræma þarf stefnu fleiri sveitarfélaga um byggðarþróun. 81 RICHARD BRIEM, ARKITEKT OG SKIPULAGSFRÆÐINGUR

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.