AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2000, Page 85
Svæðisskipulagstillagan
Almennt
Svæðisskipulag.
Með gerð svæðisskipulags er ætlun sveit-
arfélaganna að móta sameiginlega stefnu
fyrir höfuðborgarsvæðið hvað varðar land-
notkun og þróun byggðar, landslagsskipulag
og yfirbragð byggðar, samgöngumál, um-
hverfismál og samfélagslega þróun.
Sjálfbær þróun er ríkjandi hugsun í svæðis-
skipulaginu. í henni felst að þétta beri núver-
andi byggð með íbúðum og/eða atvinnuhús-
næði, tekin verði í notkun ný landsvæði sem
næst núverandi byggð, ekki verði gengið um
of á græn svæði eða auðlindir svæðisins og
að hlutdeild almenningssamgangna verði
aukin.
Frá upphafi vinnunnar hefur mikið verið
rætt um þéttingu byggðar.
Þótt sú umræða hafi eðli málsins sam-
kvæmt að mestu snúið að Reykjavík hefur
borið á allverulegum almennum áhuga á
málefninu á vettvangi svæðisskipulagsins.
Unnin hefur verið sérstök skýrsla um málið
sem hefur fengið formlega meðhöndlun í
vinnuferlinu.
Hillir undir ásættanlega niðurstöðu um þétt-
ingu byggðar. í tillögunni er gert ráð fyrir að
byggðar verði 7.200 íbúðir og atvinnuhús-
næði fyrir 7.600 störf með þéttingu byggðar
innan núverandi byggðar á höfuðborgar-
svæðinu og er stærsti hluti þess í Reykjavík
eða um 80%. Hluti þessarar byggðar verður
á landfyllingum við Eiðisgranda og Sæbraut.
Nátengt þessu efni er spurningin um það
hvernig við viljum nýta það óbyggða land
sem til ráðstöfunar er, hversu þétt við viljum
byggja í nýjum hverfum.
Reynt hefur verið að fjalla um málið út frá
sjónarmiðum hagkvæmni og umhverfis. í
skipulagstillögunni er miðað við að meðal-
þéttleiki byggðar á nýjum byggðasvæðum
verði 23 íbúðir/ha lóðar.
í tillögunni er lögð á það áhersla að ný
byggð verði að mestum hluta blönduð byggð
íbúða og atvinnuhúsnæðis.
Nútíma skipulagsfræði leitast við að hverfa aftur
til meiri blöndunar íbúða og atvinnustarfsemi en
viðgengist hefur undanfarna áratugi.
Er þetta gert annars vegar til að reyna að hleyp-
a meira lífi í borgarumhverfi almennt þar sem of
mikill aðskilnaður mannlegra athafna hefur nánast
gengið að því dauðu.
Hins vegar er þetta gert til þess að reyna að
draga úr ferðatíðni milli íbúðar- og atvinnusvæða.
Þar er löngu Ijóst að allt of mikill tími og orka fer
til spillis við það að komast frá einum stað til ann
83