AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2000, Side 87

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2000, Side 87
Áætlað er að byggja þurfi 33.100 íbúðir á skipu- lagstímanum, 26.000 í fyrsta áfanga til ársins 2018 og 7.100 í þeim seinni. Fjöldi íbúða í heild mun þannig aukast úr um 62.000 í um 95.000 íbúðir árið 2024. 1.1 Atvinnustarfsemi 09 atvinnu- svaeði / A\ Meginkjami / /d\ Svæðiskjami / / /c\ Hverfiskjarni / / / /d\ Þjónustukjarni Kjarnasvæði. Gert er ráð fyrir að störfum á höfuðborgarsvæð- inu muni fjölga um 39.000 úr um 96.000 störfum árið 1997 í um 135.000 árið 2024. Við þetta bæt- ast um 12.000 störf sem koma til vegna þynningar á núverandi atvinnusvæðum. Það eru því samtals 51.000 störf sem byggja þarf húsrými fyrir á tíma- bilinu. Þessi störf dreifast á þegar byggð svæði með þéttingu byggðar og á nýbyggingarsvæði. Atvinnustarfsemi er komið fyrir með íbúðum í blandaðri byggð, í kjörnum og á sérhæfðum at- vinnusvæðum fyrir iðnað og grófari starfsemi. 1.3 Flatarþörf Samkvæmt tillögunni þarf að koma fyrir á skipu- lagstímanum um 26.000 nýjum íbúðum og vinnu- aðstöðu fyrir 43.000 ný störf í nýjum hverfum auk þeirra sem komið er fyrir með þéttingu núverandi byggðar. Þetta er gert á eftirfarandi hátt: ■ Blönduð byggð með íbúðum og vinnustöðum af mismunandi þéttleika. ■ Kjarnar fyrir sérhæfð störf og verslanir. ■ Sérstök atvinnusvæði fyrir geymslur og iðnað. Heildar flatarþörf fyrir nýja byggð til loka skipulagstímans er áætluð vera um 2,200 hektarar, þar af um 1.750 ha. fram til ársins 2018. 1.4 Kjarnar á höfuðborgar- svxðinu í svæðisskipulagstillögunni eru skilgreind kjarnasvæði þar sem margs konar atvinnustarfsemi safnast saman. Gert er ráð fyrir fjórum flokkum kjarna sem skilgreind eru í samræmi við upplönd sem þau þjóna: ■ Miðborg Reykjavíkur ásamt Kringlunni, Suðurlandsbraut og Skeifunni myndar meginkjarnann sem þjónar öllu landinu auk þess að þjóna bæjarhlutum, hverfum og nánasta umhverfi. ■ Smárinn ásamt Mjódd er svæðiskjarni sem þjónar öllu höfuðborgarsvæðinu en einnig bæjarhlutum, hverfum og nánasta umhverfi. ■ Hverfiskjarnar eru í Hafnarfirði, Garðabæ, Kópa- vogi og Mosfellsbæ. Þeir þjóna hverfum og bæjar hlutum en einnig nánasta umhverfi. ■ Þjónustukjarnar þjóna tilteknum svæðum hvað varðar þjónustu og vörur til daglegrar notkunar 1. Landslagsskipulag og heildar- yfirbragð byggðar Unnið hefur verið að sjálfstæðri hugmyndarfræði skipulagsgerðarinnar með tilliti til landslagsskipu- lags og heildaryfirbragðs byggðar undir forystu sérráðgjafans Steen Höyers, prófessors við Arki- tektaskólann í Kaupmannahöfn. Fylgirit 1, Byggð- in og landslagið, fjallar ítarlega um þennan mála- flokk. Helstu niðurstöður eru eftirfarandi: Sérkenni byggðar á höfuðborgarsvæðinu felast í legu hennar á nesjum við hafið í faðmi hárra fjalla. Meginstyrkur höfuðborgarsvæðisins er fólginn í þeirri umgjörð sem landslagið skapar. Varðveita ætti til framtíðar legu byggðarinnar á milli fjalls og Ný umferðarmannvirki. 85

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.