AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2000, Page 92

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2000, Page 92
EINAR ÞORSTEINN ÁSGEIRSSON,HÖNNUÐUR Mohhur n ý I e 9 verh eftir © I a f Eliasson „í dag sækir alþjóðlega listastefnan sterkt inn í arkitektúrinn", fullyrðir Rochell Steiner, sýningarstjóri við The Fine Arts Museum í St. Louis nýlega þar í borg. - Og þá var hún ekki að tala um listamenn þeirra list- greina sem við þekkjum best á íslandi og flokkast strangt í málaralist, höggmyndalist o.s.frv., heldur um þann hundrað manna flokk alþjóðlegra listamanna sem eru utan þessarar flokkunar og eru eftirsóttir í dag. Alþjóðlegu stjörnur myndlistarheimsins. Þetta er fólk sem fer enn nýjar leiðir, laust við gömlu skilgreiningarnar að mestu - er enda að endurspegla svið þeirrar menningar sem við búum við í dag, en ekki löngu horfinna tíma. Starfsvettvangur þessa listafólks eru stóru söfnin vítt og breitt um heiminn og fyrirkomu- lagið er að söfnin bjóða. Þau borga fyrir gerð nýrra verka þessa hóps sem sjaldnast eru ódýr. Og seljist þau ekki þá eignast listamaðurinn þau að sýningu lokinni. - Þá er það undir hælinn lagt hvort verkin eru „efnislaus“ eða vega yfir fimm tonn. Þó „efnislaus“ verk sé enn reyndar erfiðara að selja en hin. í þessum alþjóðlega hópi listamanna - og í góðum metum þar - er Ólafur Elíasson, íslendingur með evrópskar rætur. Ólafur er lítið þekktur á íslandi enda ekki uppvaxinn hér og með svo snarpan feril að baki á unga aldri að hann má sjaldnast vera að því að eyða tímanum í blaðaspjall. Um þessar mundir er hann umsetinn af listasöfnum fremur en blaðamönnum. Hann sýnir í sextíu og tveim slíkum og í galleríum á þessu ári (2000) eða fimmta hvern dag er ný sýning á dagskrá. Þessi snögga frægð í listheiminum er krefjandi, en þrátt fyrir það hafa verkin hans farið hratt stækkandi á síðustu tveim árum. Og meðfylgjandi myndir eru til vitn- is um það. Vonandi getum við þó hér á landi líka fengið að njóta verka hans betur í einni stórri sýningu innan tíðar og eignast fleiri þeirra en hingaðtil. Og án efa kemur að nýju starfstímabili hjá Ólafi þar sem meðfærilegri/minni verk taka við. Verk sem stofn- anir og félög ráða við að kaupa -eftir þennan gengdar- lausa vöxt í list hans í tvennum skilningi. Því hér er á ferðinni mjög næmur og hugmyndaríkur listamaður með 90

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.