Íslenska þjóðfélagið - 23.12.2021, Blaðsíða 21

Íslenska þjóðfélagið - 23.12.2021, Blaðsíða 21
Andrea Hjálmsdóttir og Valgerður S. Bjarnadóttir 21 .. Furthermore, the mothers described how the mental load, which involves the division of tasks at home, lay on their shoulders, as well as difficult decision making, causing them stress and frustration. Keywords: Gendered divison of labor – Emotional work – Mental load – Covid-19 Inngangur Ljóst er að kórónaveirufaraldurinn sem herjað hefur á heimsbyggðina frá því í ársbyrjun 2020 hefur haft ófyrirsjáanleg og margþætt samfélagsleg áhrif. Barnafjölskyldur eru þar ekki undanskildar, en á tímum harðari samkomutakmarkana en flestir hafa upplifað í samtímanum hefur líf barna og for- eldra þeirra raskast mikið. Sú staða hefur óneitanlega vakið upp spurningar um tækifæri foreldra til að sinna heimilishaldi, umönnun og námi barna samhliða vinnu utan heimilis, ekki síst frá sjónar- hóli kynjajafnréttis. Rannsóknir á kynjuðum veruleika fjölskyldufólks benda til þess að ábyrgð á heimilishaldi í „venjulegu“ ástandi sé mun meira á herðum kvenna (Alon o.fl., 2020; Carlson o.fl., 2020; Friedman, 2015; Knight og Brinton, 2017; Miller, 2018; Schwanen, 2007), þrátt fyrir aukna atvinnuþátttöku kvenna í hinum vestræna heimi. Það er því ljóst að á mörgum sviðum stóðu mæður og feður ekki jafnfætis þegar faraldurinn hófst (Fortier, 2020), ekki síst hvað varðar umönnun barna og heimilisstörf. Það þarf því ekki að koma á óvart að faraldurinn hafi haft önnur og víðtækari áhrif á líf mæðra en feðra. Samkvæmt niðurstöðum erlendra rannsókna á áhrifum faraldursins hafa mæður verið líklegri en feður til þess að hverfa af vinnumarkaði eða lækka starfshlutfall sitt til að sinna námi og umönnun barna í faraldrinum (Alon o.fl., 2020; Andrew o.fl., 2020; Carlson o.fl., 2020; Fortier, 2020). Þá sýna rannsóknir, t.d. frá Ástralíu, Bandaríkjunum, Englandi, Kanada og Ítalíu, að foreldrar hafa verið undir miklu álagi á meðan faraldurinn hefur geisað og að mæður hafi varið enn meiri tíma í ólaunaða vinnu en áður (Andrew o.fl., 2020; Carlson o.fl., 2020; Collins o.fl., 2020; Craig og Churc- hill, 2020; Hennekam og Shymko, 2020; Manzo og Minello, 2020; Power, 2020; Qian og Fuller, 2020). Frumniðurstöður íslenskrar rannsóknar benda til þess að hið sama sé uppi á teningnum hér á landi, þ.e. að mæður hafi varið mun meiri tíma í heimilisstörf og umönnun en feður í faraldrinum og hafi frekar upplifað aukið álag (Háskóli Íslands, 2021). Jafnvel hefur verið talað um hættu á bak- slagi hvað kynjajafnrétti varðar og varað við skaðlegum afleiðingum fyrir velferð kvenna (Qian og Fuller, 2020). Faraldurinn hefur ekki síst dregið fram mikilvægi launaðra og ólaunaðra umönnunarstarfa, sem löngum hafa verið á herðum kvenna, innan og utan heimilis. Bjørnholt (2020) færir raunar rök fyrir því að ástandið hafi dregið fram í dagsljósið þann veruleika, sem femínískt fræðafólk hefur bent á lengi, að umönnun sé undirstaða hvers samfélags og öll önnur virkni þess byggi á henni, líka innan hagkerfisins (sjá einnig da Silva, 2019; Power, 2020). Mikilvægur þáttur þeirrar umönnunar sem á sér stað á krísutímum sem þessum felst í ósýnilegri vinnu sem unnin er inni á heimilum, til dæmis tilfinningavinnu (e. emotional work), þar sem meðal annars er reynt að stuðla að öryggi og vellíðan heimilisfólks. Annað dæmi er það sem kallað hefur verið hugræn byrði (e. mental load), en hún felur meðal annars í sér ábyrgð á verkstjórn á þeim verkefnum sem þarf að inna af hendi svo að heim- ilislífið gangi upp frá degi til dags. Segja má að þessi vinna falli undir það sem hefur verið kallað „þriðja vaktin“, og er þá vísað til vel þekktra skrifa Hochschild og Machung (1989) um aðra vaktina (e. second shift). Þessi störf sem konur inna af hendi til viðbótar við launuð störf á vinnumarkaði eru krefjandi og tímafrek og þar af leiðandi er erfitt að líta fram hjá þeim áhrifum sem þau geta haft á stöðu kvenna á öðrum sviðum. Í þessari grein er sjónum sérstaklega beint að upplifun mæðra í gagnkynja parasamböndum og hvernig þær sinntu tilfinningavinnu og hugrænni byrði í daglegu lífi í kjölfar hertra samkomutak-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Íslenska þjóðfélagið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.