Íslenska þjóðfélagið - 23.12.2021, Blaðsíða 45

Íslenska þjóðfélagið - 23.12.2021, Blaðsíða 45
Guðmundur Oddsson og Andrew Paul Hill 45 .. allt öðruvísi en málin að vissu leyti eins, þú leysir þau bara öðruvísi og verður svolítið að treysta á sjálfan þig (Óttar). Mikilvægi uppbyggilegra samskipta við að viðhalda trausti og samvinnu er enn meira í dreifbýli, þar sem lögreglumenn eru samofnir samfélaginu og eru jafnan einir á vakt. Traustið, samvinnan og samheldnin eru einmitt lykilþættir óformlegs félagslegs taumhalds sem öðru fremur heldur aftur af frávikshegðun (Black, 1984; Sampson o.fl., 1997). Viðmælendur voru meðvitaðir um þetta samspil og voru á einu máli um að dreifbýlislögreglumenn þyrftu fyrst og síðast að vera liprir í samskiptum og að samræður væru mikilvægasta „verkfæri“ þeirra. Mikilvægt er að einstaklingur geti notað samskipti án þess að það verði allt brjál- að. Það eina sem þú hefur er kjafturinn og ef þú kannt að nota hann rétt þá getur þú komið þér úr mörgum aðstæðum. Maður þarf oft og tíðum að nota almenning í sum verkefni til að aðstoða mann (Hannes). Í ljósi ofangreinds undirstrikuðu viðmælendur okkar mikilvægi þess að nálgast aðstæður varlega, að miðla málum og gefa sér nægan tíma til að tala við fólk. Þessi atriði lýsa grundvallaratriðum mjúkrar löggæslu, sem leggur áherslu á aðra þætti löggæslu en valdbeitingu og þvinganir. Leiðarljós mjúkrar löggæslu er að vinna náið með samfélaginu að lausn vandamála og beita sannfæringarkraftinum og almennri lempni við að halda uppi lögum og reglu (McCarthy, 2014; Wooff, 2017). Dreifbýlislögreglumenn þurfa að vera góðir í samskiptum til að geta 1) stillt til friðar við erfiðar aðstæður, 2) viðhaldið trausti almennings og 3) haldið uppi lögum og reglum með lágmarks vald- beitingu. Hvað fyrsta atriðið varðar þurfa dreifbýlislögreglumenn að geta lægt öldurnar þegar hætta er á ferðum og þurfa því að leggja rækt við samskiptahæfni sína: Sko, af því að ég hef alltaf svo mikið unnið einn, þá þjálfast með manni ákveðin kunnátta, sálfræðikunnátta eða eitthvað, til að halda mönnum góðum, ekki vera að æsa þá upp og hafa stjórn á aðstæðum. Því vegna þess að ef við erum tveir lögreglumenn, og maðurinn reiðist eða missir stjórn á sér, þá ráðum við alveg við það. En þar sem ég er einn, þá er hætta á ferðinni. Þannig maður þarf eiginlega að halda viðkomandi góðum, en samt sýna ákveðni, leyfa honum að finna að hann komist ekki neitt, ég ræð og stjórna (Ásmundur). Í annan stað eru uppbyggileg samskipti lögreglu og almennings sérstaklega mikilvæg í dreifbýli til að byggja upp og viðhalda trausti og samstöðu (Jackson og Bradford, 2010). Árangur dreif- býlislögreglunnar veltur nefnilega á því að samstaða ríki um störf hennar: „Þú getur gert almenning andsnúinn þér eða þú getur haft almenning sem styður þig vegna þess að hann skilur hvað þú ert að gera“ (Páll). Þetta krefst stöðugra samningaviðræðna og sannfæringar þar sem dreifbýlislögreglu- maðurinn leggur sig fram við að viðhalda ímynd sinni, annars vegar sem umhyggjusamur meðlimur samfélagsins og hins vegar sem gegnheill opinber starfsmaður. Í þessu felst að lesa þarfir og óskir samfélagsins, en sýna jafnframt fagmennsku og lúta siðareglum lögreglustarfsins. Í þriðja lagi voru viðmælendur okkar sérstaklega meðvitaðir um mikilvægi mjúkrar löggæslu í dreifbýli og að óhófleg valdbeiting og harðhentar þvinganir græfu undan trausti almennings og sköpuðu fleiri afbrot og meiri óreiðu en þau koma í veg fyrir: Ég nota mest mannleg samskipti og það að vera hluti af samfélaginu og blandast. Ég er frekar mildur lögreglumaður og hef alltaf verið. Ég vil að fólk breyti rétt með mjúkum aðferðum. Það þýðir ekkert að vera grjótharður lögreglumaður, það gengur ekki upp í þessu samfélagi. Það eru ekki allir glæpamenn. Samfélagið er eins og einstaklingur og ef þú tekur hann hálstaki þá fer hann að sprikla til að bjarga lífi sinu og ef þú slakar aðeins á, þá líður einstaklingnum betur og þá getur þú komið honum inn í klefa án þess að snerta hann (Sigursteinn).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Íslenska þjóðfélagið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.