Íslenska þjóðfélagið - 23.12.2021, Side 30

Íslenska þjóðfélagið - 23.12.2021, Side 30
Mæður á þriðju vaktinni í kórónaveirufaraldrinum 30 .. Samkvæmt upplifun mæðranna voru það ekki endilega sjálf húsverkin sem ollu þeim mestu álagi heldur hin hugræna byrði sem þær áttu það sammerkt að bera. Hér lýsir móðir tveggja leik- og grunnskólabarna upplifun sinni af þessari ábyrgð á tímum faraldursins: „Ég meika ekki þetta ástand lengur og þarf frí... ekki frí frá þvotti og heimilistörfum í nokkrar klst... heldur frí frá að bera ábyrgð á allri ákvörðunartöku.“ Orð þessarar móður varpa ljósi á hvernig það var ef til vill ekki hin líkam- lega vinna sem reyndist orkufrekust heldur hin hugræna. Skrif þessara mæðra sýna að það voru þær sem upplifðu að hitinn og þunginn af hinni hugrænu byrði lægi á þeim, en ekki á maka þeirra. Þannig ríma niðurstöður þessarar rannsóknar við niðurstöður erlendra rannsókna um að hin hugræna byrði sé frekar á herðum mæðra en feðra (Ciciolla og Luthar, 2019; Daminger, 2019). Þessar niðurstöður styðja því við kenningar Önnu G. Jónasdóttur (2011, 2014) um að valdaójafnvægi í gagnkynja para- samböndum eigi sér rætur í ástarkrafti kvenna og samfélagslegum hugmyndum um umönnunarhlut- verk þeirra. Því fylgdi mikið álag þegar hið önnum kafna daglega líf fór á hliðina á mjög stuttum tíma. Endurskipulagningunni fylgdi mikil vinna og eins og sjá má á skrifum mæðranna er það upp- lifun þeirra að þær beri frekar ábyrgð á tilfinningavinnu og hugrænni byrði fjölskyldulífsins. Óvissan var mikil en þær lögðu sig fram við að láta hvergi bilbug á sér finna, róa aðra fjölskyldumeðlimi og sjá til þess að skipulag heimilisins rynni smurt á þessum skrítnu tímum krísuástands. Lokaorð Á tímum sem þessum höfum við rækilega verið minnt á mikilvægi umönnunarstarfa af ýmsum toga, bæði launaðra og ólaunaðra. Ljóst er að verðmætasköpun í samfélaginu grundvallast á þessum störfum, sem nú hafa verið skilgreind sem framlínustörf. Það eru ekki einungis konur sem sinna ólaunuðum störfum inni á heimilum, en mælingar sýna að konur og stúlkur um allan heim taka á sig megnið af ólaunaðri umhyggjuvinnu (e. care work) inni á heimilum, eða um 75%. Þetta framlag kvenna hefur um langt skeið verið grundvöllur nútíma hagkerfa og hagvaxtar (da Silva, 2019) og hefur orðið enn fyrirferðarmeira í faraldrinum. Niðurstöður þessarar rannsóknar, líkt og erlendra rannsókna á stöðunni í faraldrinum, endurspegla hversu mikla ábyrgð konur bera á ólaunuðum um- önnunarstörfum inni á heimilunum; störfum sem grundvallast á umhyggju og tilfinningum, líkt og bæði tilfinningavinnan og hugræna byrðin. Stórar kvennastéttir sinna jafnframt vinnu af þessu tagi í launuðum störfum sínum og því má gera ráð fyrir að stórir hópar vinnandi kvenna hafi verið undir miklu andlegu álagi undanfarna mánuði. Séu þessar niðurstöður settar í samhengi við hugmyndir Önnu G. Jónasdóttur (2011; 2014; 2018) má leiða líkum að því að í faraldrinum hafi farið fram arð- rán á ástarkrafti kvenna, bæði innan veggja heimilisins sem og í störfum þeirra. Það verður mikil- vægt að fylgjast vel með langtímaáhrifum þessa raunveruleika á líðan kvenna. Þó að Ísland standi framarlega á alþjóðlegum mælikvörðum á jafnrétti og þátttöku kvenna í opinbera lífinu, og orðræðan í samfélaginu sé oft á þá leið að jafnrétti sé „náð“ benda niðurstöður þessarar rannsóknar til þess að kórónaveirufaraldurinn hafi dregið fram í dagsljósið að svo er ekki. Rauður þráður í lýsingum kvennanna var hin mikla ábyrgð sem þær báru innan heimilisins, samhliða mikilli þátttöku á atvinnumarkaðinum. Átti það ekki síst við um tilfinningavinnu og hugræna byrði. Þannig virðist staðan á Íslandi ekki vera öðruvísi en víða um heim (t.d. Andrew o.fl., 2020; Carlson o.fl., 2020; Qian og Fuller, 2020), þrátt fyrir vænlegri stöðu á jafnréttismælikvörðum. Fortier (2020) hefur bent á mikilvægi þess að þó að hið opinbera geti átt erfitt með að bregðast við svo skyndilegum breytingum sé mikilvægt að bæði stjórnvöld og atvinnurekendur átti sig á áhrifum faraldursins á konur og taki tillit til kynjaðrar verkaskiptingar í stefnumótun sinni í framhaldinu, sé á annað borð vilji til að vinna að jafnari stöðu kvenna og karla í hinu opinbera lífi. Þessi rannsókn er gerð í fyrstu bylgju Covid-19, þegar íslenskar fjölskyldur þurftu að lúta ströng- um samkomutakmörkunum sem höfðu mikil áhrif á daglegt líf. Þrátt fyrir harðar takmarkanir á haustdögum 2020 var starf leik- og grunnskóla mun eðlilegra en í fyrstu bylgjunni. Þessi rannsókn varpar því ljósi á líf fjölskyldna, frá sjónarhóli mæðra, í afar óvenjulegum aðstæðum þar sem óvissa
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Íslenska þjóðfélagið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.