Íslenska þjóðfélagið - 23.12.2021, Blaðsíða 35

Íslenska þjóðfélagið - 23.12.2021, Blaðsíða 35
Guðmundur Oddsson og Andrew Paul Hill 35 .. officers from 2009-2018 (29.1%). Concurrently, the number of tourists grew almost fivefold. Population growth, a tourism boom, and declining police staffing have negatively affected policing, particularly rural polic- ing. The interviews show that the main challenges rural police officers experience are understaffing, overwork, an extensive range of tasks with little backup, and a blurring of work and home. To meet these challenges, officers must develop a broad skill set and be innovative in activating the community’s social capital. Most importantly, officers must develop excellent communication skills centred on dialogue, de-escalation, and soft policing to maintain trust and consensus. Community social capital, rooted in high-trust, cooperation, and informal social control, helps rural police officers in this regard. Keywords: Police – Understaffing – Rural policing – Challenges – Practices Inngangur Rannsóknir á lögreglunni einblína á stórborgir og þéttbýli en dreifbýlislöggæsla er vanrækt sem rannsóknarsvið (Ceccato og Dolmen, 2011; Yarwood og Wooff, 2016). Rannsóknir sýna þó að ýmis- legt er frábrugðið við dreifbýlislöggæslu og því mikilvægt að rannsaka hana sérstaklega (t.d. Ranta- talo o.fl., 2020). Þrátt fyrir aukinn áhuga á sviðinu hafa fáar rannsóknir verið framkvæmdar á sér- stökum áskorunum og bjargráðum dreifbýlislögreglumanna (sjá þó Fenwick, 2015; Souhami, 2020). Í þessari grein er greint frá niðurstöðum rannsóknar á upplifunum íslenskra dreifbýlislögreglumanna af áskorunum sínum og bjargráðum – sem hjálpar til við að fylla upp í umrætt skarð á sviðinu – ásamt því að kortleggja þróun mannafla íslensku lögreglunnar frá árinu 2007 og skoða lögregluna í evrópskum samanburði. Rannsóknir sýna að dreifbýlislögreglumenn eru alla jafna fáliðaðir og þurfa að halda uppi lögum og reglu í víðfeðmum lögregluumdæmum. Dreifbýlislögreglumenn ferðast langar vegalengdir, oft um hrjóstrugt landslag og við erfið veðurskilyrði, sem þýðir lengri viðbragðstíma (Slade, 2012; Souhami, 2020). Þá hafa dreifbýlislögreglumenn minni stuðning frá öðrum lögreglumönnum og sér- deildum. Þeir eru því félags- og landfræðilega einangraðir frá öðrum úr starfsstéttinni, mikilvægri stoðþjónustu, öðrum viðbragðsaðilum og félagsþjónustu (Fenwick, 2015; Yarwood, 2015). Það felast einnig menningarlegar áskoranir í dreifbýlislöggæslu, s.s. einstök saga byggðarlaga, viðmið, gildi og væntingar (Yarwood og Mawby, 2011). Íbúar dreifbýlla svæða hafa oft sterka sam- félagsvitund og þekkjast vel, sem getur birst í tortryggni í garð utanaðkomandi. Oft búa þó dreifbýl- islögreglumenn þar sem þeir vinna. Það felur í sér kosti og galla. Slíkt getur t.a.m. leitt til hlutverka- áreksturs (e. role conflict), sem lögreglumenn upplifa oft í dreifðum byggðum (Buttle o.fl., 2010; Wooff, 2015). Það getur t.d. verið snúið að fara stranglega eftir lagabókstafnum og reglubókinni og taka virkan þátt í nærsamfélaginu þar sem dreifbýlislögreglumenn búa alla jafna í miklu návígi við þá sem þeir hafa afskipti af í starfi sínu (Huey og Ricciardelli, 2015; Ruddell og Jones, 2020). Það þarf m.ö.o. að laga dreifbýlislöggæslu að viðkomandi samfélagi og hinu víðara efnahags-, félags- og menningarlega samhengi (Lindström, 2015; Yarwood, 2015). Dæmigerður dreifbýlislögreglumaður þarf að sinna fjölbreyttari verkefnum en í þéttbýli sökum manneklu og vegna þess að félagsþjónusta er takmörkuð (Pelfrey, 2007; Terpstra, 2017). Dreifbýlis- lögreglumenn þurfa því að geta unnið sjálfstætt og vera fjölhæfir. Þeir þurfa jafnframt að einblína á forvarnir og þjónustuhlutverkið heldur en að eltast við lögbrjóta, reiða sig á samræður frekar en valdbeitingu og vinna náið með samfélaginu. Dreifbýlislöggæsla einkennist fyrir vikið öðru fremur af mjúkri löggæslu (e. soft policing), sem leggur áherslu á aðra þætti löggæslu en valdbeitingu og þvinganir (s.s. samræður og almenna lempni) (McCarthy, 2014; Wooff, 2017). Náin samvinna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Íslenska þjóðfélagið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.