Íslenska þjóðfélagið - 23.12.2021, Blaðsíða 35
Guðmundur Oddsson og Andrew Paul Hill
35 ..
officers from 2009-2018 (29.1%). Concurrently, the number of tourists
grew almost fivefold. Population growth, a tourism boom, and declining
police staffing have negatively affected policing, particularly rural polic-
ing. The interviews show that the main challenges rural police officers
experience are understaffing, overwork, an extensive range of tasks with
little backup, and a blurring of work and home. To meet these challenges,
officers must develop a broad skill set and be innovative in activating
the community’s social capital. Most importantly, officers must develop
excellent communication skills centred on dialogue, de-escalation, and
soft policing to maintain trust and consensus. Community social capital,
rooted in high-trust, cooperation, and informal social control, helps rural
police officers in this regard.
Keywords: Police – Understaffing – Rural policing – Challenges –
Practices
Inngangur
Rannsóknir á lögreglunni einblína á stórborgir og þéttbýli en dreifbýlislöggæsla er vanrækt sem
rannsóknarsvið (Ceccato og Dolmen, 2011; Yarwood og Wooff, 2016). Rannsóknir sýna þó að ýmis-
legt er frábrugðið við dreifbýlislöggæslu og því mikilvægt að rannsaka hana sérstaklega (t.d. Ranta-
talo o.fl., 2020). Þrátt fyrir aukinn áhuga á sviðinu hafa fáar rannsóknir verið framkvæmdar á sér-
stökum áskorunum og bjargráðum dreifbýlislögreglumanna (sjá þó Fenwick, 2015; Souhami, 2020).
Í þessari grein er greint frá niðurstöðum rannsóknar á upplifunum íslenskra dreifbýlislögreglumanna
af áskorunum sínum og bjargráðum – sem hjálpar til við að fylla upp í umrætt skarð á sviðinu –
ásamt því að kortleggja þróun mannafla íslensku lögreglunnar frá árinu 2007 og skoða lögregluna í
evrópskum samanburði.
Rannsóknir sýna að dreifbýlislögreglumenn eru alla jafna fáliðaðir og þurfa að halda uppi lögum
og reglu í víðfeðmum lögregluumdæmum. Dreifbýlislögreglumenn ferðast langar vegalengdir, oft
um hrjóstrugt landslag og við erfið veðurskilyrði, sem þýðir lengri viðbragðstíma (Slade, 2012;
Souhami, 2020). Þá hafa dreifbýlislögreglumenn minni stuðning frá öðrum lögreglumönnum og sér-
deildum. Þeir eru því félags- og landfræðilega einangraðir frá öðrum úr starfsstéttinni, mikilvægri
stoðþjónustu, öðrum viðbragðsaðilum og félagsþjónustu (Fenwick, 2015; Yarwood, 2015).
Það felast einnig menningarlegar áskoranir í dreifbýlislöggæslu, s.s. einstök saga byggðarlaga,
viðmið, gildi og væntingar (Yarwood og Mawby, 2011). Íbúar dreifbýlla svæða hafa oft sterka sam-
félagsvitund og þekkjast vel, sem getur birst í tortryggni í garð utanaðkomandi. Oft búa þó dreifbýl-
islögreglumenn þar sem þeir vinna. Það felur í sér kosti og galla. Slíkt getur t.a.m. leitt til hlutverka-
áreksturs (e. role conflict), sem lögreglumenn upplifa oft í dreifðum byggðum (Buttle o.fl., 2010;
Wooff, 2015). Það getur t.d. verið snúið að fara stranglega eftir lagabókstafnum og reglubókinni og
taka virkan þátt í nærsamfélaginu þar sem dreifbýlislögreglumenn búa alla jafna í miklu návígi við
þá sem þeir hafa afskipti af í starfi sínu (Huey og Ricciardelli, 2015; Ruddell og Jones, 2020). Það
þarf m.ö.o. að laga dreifbýlislöggæslu að viðkomandi samfélagi og hinu víðara efnahags-, félags- og
menningarlega samhengi (Lindström, 2015; Yarwood, 2015).
Dæmigerður dreifbýlislögreglumaður þarf að sinna fjölbreyttari verkefnum en í þéttbýli sökum
manneklu og vegna þess að félagsþjónusta er takmörkuð (Pelfrey, 2007; Terpstra, 2017). Dreifbýlis-
lögreglumenn þurfa því að geta unnið sjálfstætt og vera fjölhæfir. Þeir þurfa jafnframt að einblína
á forvarnir og þjónustuhlutverkið heldur en að eltast við lögbrjóta, reiða sig á samræður frekar en
valdbeitingu og vinna náið með samfélaginu. Dreifbýlislöggæsla einkennist fyrir vikið öðru fremur
af mjúkri löggæslu (e. soft policing), sem leggur áherslu á aðra þætti löggæslu en valdbeitingu
og þvinganir (s.s. samræður og almenna lempni) (McCarthy, 2014; Wooff, 2017). Náin samvinna