Íslenska þjóðfélagið - 23.12.2021, Blaðsíða 100

Íslenska þjóðfélagið - 23.12.2021, Blaðsíða 100
„Þú veist ekki hvaða húsnæði þú ferð í næst“ 100 .. Niðurstöður Hrafnhildar Sifjar Hrafnsdóttur (2018, 65–71) varðandi stefnumótun húsnæðismála eru að leggja ætti áherslu á þá þjóðfélagshópa sem eru í hvað viðkvæmastri stöðu á húsnæðismark­ aði, bæði fjárhagslega og félagslega (bls. 65–71). Innflytjendur tilheyra margir hverjir hópi þeirra sem hafa viðkvæma stöðu og staða þeirra sem innflytjendur getur spilað saman við lágar tekjur og veikt tengslanet (Paret og Gleeson 2016, 281). Taka má undir áherslu Hrafnhildar að stjórnvöld þurfi að stuðla að stöðugum fasteignamarkaði. Í því ljósi er mikilvægt að minna á að fasteignaverð hefur hækkað langt umfram laun síðastliðinn áratug (Már Wolfang Mixa og Kristín Loftsdóttir, 2021). Lítið hefur verið gert á Íslandi til að sporna við þessari þróun. Í ljósi þess hversu stóran hóp innflytj­ endur mynda á leigumarkaði ætti stöðugleiki á fasteignamarkaði einnig að vera í forgrunni við að minnka óöryggi og auka vellíðan ört stækkandi hóps Íslendinga sem fæðst hafa erlendis og erlends fólks sem hér býr og vinnur. Auk þeirra áskorana sem fólk glímir almennt við á leigumarkaði þurfa margir af erlendum upp­ runa að kljást við fordóma og kerfisbundna útilokun. Margir sem koma til að vinna í lengri eða skemmri tíma búa í ófullnægjandi og hættulegu húsnæði, þar sem reglugerðir eru ítrekað hunsaðar (Berghildur Erla Bernharðsdóttir 2021). Harmleikurinn á Bræðraborgarstíg, þar sem þrír ungir ein­ staklingar af erlendum uppruna létust, er skýrt dæmi um tvísýnleika þessa hóps, en húsinu hafði verið breytt til þess að koma sem flestum leigjendum fyrir þvert á allar reglugerðir (Sunna Ósk Logadóttir 2020). Hér má minna á umræðu Standing (2014) um viðkvæma stöðu þeirra sem hann kallar „harkarastétt“. Niðurstöður Þrátt fyrir að aðstæður fólks séu vissulega fjölbreyttar má líta á húsnæði sem grunnþörf. Í því sam­ hengi eru kenningar um tvísýnleika gagnlegar til að greina leigumarkaðinn og hvaða þættir í stefnu­ mörkun á slíkum markaði auka tvísýnleika einstaklinga í víðu samhengi. Einnig dregur hugtakið tvísýnleiki athygli að mikilvægi þess að skoða upplifun einstaklinga í víðara samhengi þar sem formgerðir samfélagsins og sögulegar aðstæður gera stöðu sumra einstaklinga viðkvæmari en ann­ arra (Deshingkar 2019). Leigjendur í umhverfi þar sem séreignastefna er ríkjandi eru líklegri til að upplifa eigið húsnæði sem eftirsóknarvert (Preece o.fl. 2020). Fyrir flesta litast sú sýn af óörygginu sem fylgir því að vera á leigumarkaði, sem hafði fyrir viðmælendur okkar mest að gera með lítið framboð leiguhúsnæðis. Margir neyðast því til að sætta sig við hátt verð og sumir sætta sig einnig við slæmt ástand hús­ næðisins og hika við að krefja leigusala um úrbætur. Þó lagaramminn tryggi leigjendum grund­ vallarréttindi sýna viðtöl okkar að ekki eru allir meðvitaðir um réttindi sín og upplifa að valdið sé hjá leigusalanum, meðal annars vegna þess að þeir eru oft með ótrygga leigusamninga (leigjendur hjá stórum fasteignafélögum virðast búa við minna óöryggi hvað hækkun leigu varðar) . Undirliggjandi þáttur í þeim erfiðleikum sem tengjast leigumarkaði er of lítið framboð húsnæðis fyrir fólk með ólíka greiðslugetu. Viðtöl okkar varpa í stuttu máli ljósi á helstu ástæður þess að viðmælendur eru á leigu­ markaði og þær áskoranir sem þeir standa frammi fyrir. Að lokum má undirstrika tvo þætti hvað varðar lærdóm af umræðunni: Húsnæði er grunnþörf í öllum samfélögum og sem slíkt er mikilvægt að skoða fyrirkomulag húsnæðis út frá sjónarhorni tvísýnleika, þ.e. hvort og þá hvernig fyrirkomulag húsnæðismála eykur eða minnkar öryggi ein­ staklinga. Í öðru lagi er það ekki sjálfgefið að allir vilji eiga húsnæði heldur er ósk eftir séreign sam­ félagslega mótuð (Preece o.fl. 2020). Þó skiptir lykilmáli að þeir sem leigja upplifi ekki að það að vera leigjandi feli sjálfkrafa í sér aukinn tvísýnleika. Aftanmálsgrein 1 Kostnaði húseigenda var lýst með þessari jöfnu: Húsnæðiskostnaður=Húsnæðisverð*(vextir af sambærilegri eign+við- hald+afskriftir+fasteignagjöld og tryggingar)+lækkun húsnæðisverðs. Hér er litið til vaxtakostnaðar fyrir manneskju sem þyrfti að greiða vaxtakostnað af húsnæðisláni og er miðað við 2,0% verðtryggða breytilega vexti. Auk þess er bætt við árlegum kostnaði af eign sem höfundar áætluðu að væri í sömu röð og í jöfnunni, 1,5%, 0,5%, 0,5% og 0,1%, eða samtals 4,6%.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Íslenska þjóðfélagið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.