Íslenska þjóðfélagið - 23.12.2021, Blaðsíða 56

Íslenska þjóðfélagið - 23.12.2021, Blaðsíða 56
Væntingar Íslendinga og hugmyndir innflytjenda um aðlögun innflytjenda að íslensku samfélagi 56 .. Í könnuninni á meðal innflytjenda var aftur á móti notast við rafrænan spurningalista og snjó- boltaúrtak við val á þátttakendum. Alls tóku 2211 þátt í könnuninni en hægt var að svara í gegnum tölvu, spjaldtölvu og snjallsíma. Þegar snjóboltaúrtak er notað er fyrst valinn hópur einstaklinga sem fellur að úrtakslýsingunni. Því næst er bætt við fleiri einstaklingum, gjarnan með þeim hætti að þeir sem fyrst var talað við benda á aðra til að taka þátt. Þannig stækkar úrtakshópurinn jafnt og þétt eins og snjóbolti sem rúllað er áfram (Þórólfur Þórlindsson og Þorlákur Karlsson, 2013). Til að koma snjóboltanum af stað í þessari rannsókn var ákveðið að leita til símenntunarmiðstöðva og tungumálaskóla sem sérhæfa sig í íslenskukennslu fyrir innflytjendur og óskað eftir því að athygli væri vakin á könnuninni. Þá fór gagnaöflun einnig fram á lokuðum samfélagsmiðlasíðum ætluðum innflytjendum á Íslandi (Ómar Hjalti Sölvason og Markus Meckl, 2019). Ekki er hægt að alhæfa um þýði á grunni snjóboltaúrtaks og tekur túlkun niðurstaðna mið af af því. Í þessari rannsókn er alls byggt á svörum 5536 þátttakenda og var fjöldi Íslendinga 3395 en innflytjenda 2141. Við úrvinnslu tölfræðigagna var notast við tölfræðireikniforritið SPSS, útgáfu 25. Reiknuð var lýsandi tölfræði og meðaltöl borin saman með dreifigreiningu. Notað var Games-Howell eftirápróf í dreifigreiningu til þess að athuga á milli hvaða hópa kom fram munur. Það hentar þegar hópar eru misstórir og ekki er gert ráð fyrir sambærilegri dreifingu innan hópa (Field, 2015). Kí-kvaðratpróf var notað þegar borin voru saman hlutföll. Gerð var línuleg aðhvarfsgreining með vísibreytum, þar sem við átti, til að meta tengsl bakgrunnsþátta við aðlögunarvæntingar í garð innflytjenda og aðlög- unarhugmyndir innflytjenda að íslensku samfélagi. Spurningalistinn fyrir Íslendinga innihélt 18 númeraðar spurningar en spurningalistinn fyrir inn- flytjendur innihélt 39 númeraðar spurningar og var aðgengilegur á sjö tungumálum. Í þessari rann- sókn voru sérstaklega skoðaðar bakgrunnsbreytur er varða kyn, aldur, tekjur, menntun, atvinnustöðu og búsetu. Þá voru einnig skoðaðar tvær mismunandi spurningar úr hvorri könnun fyrir sig. Hjá Íslendingum var spurt hvort viðkomandi hefði búið í útlöndum en hjá innflytjendum var spurt hversu lengi viðkomandi hygðist búa á Íslandi. Hér á eftir eru lýsingar á þeim spurningum og mælikvörðum sem notaðir voru í rannsókninni. Kyn: Í báðum könnununum var borin fram tvíkosta kynjaspurning þar sem þátttakendum var gefinn kostur á að tilgreina hvort kyn þeirra væri karl eða kona (1=Karl; 2=Kona). Aldur: Hjá innflytjendum var spurt um aldur í flokkaspurningu (1=67 ára og eldri; 2=41–66 ára; 3=26–40 ára og 4=18–25 ára). Svör Íslendinga voru aftur á móti á jafnbilakvarða þar sem hver þátt- takandi gaf upp aldur sinn í árum. Svör Íslendinga voru því flokkuð niður og þeim gefin sömu gildi og hjá innflytjendum. Tekjur: Í báðum könnununum voru tekjur mældar á raðkvarða með spurningunni „Hverjar eru tekjur þínar á mánuði fyrir skatt (svona hér um bil)?“. Svarmöguleikarnir voru sex: 1=Undir 200.000 ISK; 2=200.000–399.000 ISK; 3=400.000–599.000 ISK; 4=600.000–899.000 ISK; 5=900.000– 1.199.000 ISK og 6=1.200.000 ISK eða hærri. Menntun: Í báðum könnununum var menntun mæld á raðkvarða með eftirfarandi spurningu: „Hver er hæsta prófgráða sem þú hefur lokið?“ Svarmöguleikarnir voru: 1=Grunnskólapróf; 2=Iðnnám; 3=Stúdentspróf og 4=Háskólanám. Þá var gefinn upp fimmti svarmöguleikinn „Veit ekki“ hjá Ís- lendingum en „Annað“ hjá innflytjendum. Atvinna: Atvinnustaða var mæld með eftirfarandi spurningu í báðum könnununum: „Ert þú í vinnu um þessar mundir?„ Svarmöguleikarnir voru: 1=Ég er í fullu starfi; 2=Ég er í hlutastarfi; 3=Ég er ekki í vinnu; 4=Ég er í fæðingarorlofi. Búseta: Þar sem um mismunandi úrtaksaðferðir var að ræða lá búseta þátttakenda á 12 svæðum fyrir í spurningakönnuninni til Íslendinga. Í þessari rannsókn var búsetubreytan ekki skoðuð sérstaklega hjá innflytjendum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Íslenska þjóðfélagið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.