Íslenska þjóðfélagið - 23.12.2021, Qupperneq 90

Íslenska þjóðfélagið - 23.12.2021, Qupperneq 90
„Þú veist ekki hvaða húsnæði þú ferð í næst“ 90 .. stefnu stjórnvalda og þau jafnframt sett í alþjóðlegt samhengi. Við fjöllum svo nánar um gögn og greiningu eigindlegs hluta rannsóknarinnar og svo niðurstöður úr viðtölum við fólk á íslenskum leigumarkaði. Að lokum gerum við grein fyrir helstu þemum viðtalanna og hvaða lærdóm megi draga af þeim. Einkenni íslensks leigumarkaðar Efnahagskreppan sem hófst árið 2008 sýndi bersýnilega hvernig húsnæðismál tengjast samfélagi og efnahagslífi (Kennett o.fl. 2013). Undanfari kreppunnar var ofuráhersla á að einstaklingar gætu eignast eigið húsnæði, oft með lánum sem endurspegluðu engan veginn greiðslugetu fólks (Connon 2007). Í Bandaríkjunum voru t.d. rúmlega 40% í eigin húsnæði á fjórða áratug síðustu aldar en tæp­ lega 70% árið 2005 og í Bretlandi hækkaði hlutfallið úr u.þ.b. 30% í 70% á sama tímabili (Jordá o.fl. 2014a, 5–6; Jordá o.fl. 2014b, 6), en þetta hlutfall hefur síðan dregist saman (Cilluffo o.fl. 2017). Stærsti hluti bankalána tengist orðið húsnæðislánum (Jordá o.fl. 2014a, 8–9; Jordá o.fl. 2014b, 8) og því ætti það ekki að koma á óvart að á tímabilinu 1960–2000 tengdist um fjórðungur fjármálakreppa í efnuðum löndum lækkun húsnæðisverðs (The Economist 2020). Í Evrópulöndum er fyrirkomulag leigumarkaðar mismunandi, t.d. hvað varðar tengsl hagnaðardrifins leigumarkaðar og félagslegs húsnæðis (Haffner o.fl. 2009) og varðandi hlutfallslegan fjölda einstaklinga í leiguhúsnæði (t.d. Bridgman 2018, 26). Greina má þó ákveðna meginþræði þar sem húsnæði hefur að auknu marki orðið íþyngjandi fyrir hvort tveggja eigendur og leigjendur (Anacker 2019). Einn þáttur í hækkandi kostnaði er að stjórnvöld hafa dregið úr félagslegri aðstoð við að koma sér upp húsnæði en einnig hefur verið áhersla á að byggja frekar húsnæði fyrir ferðamenn og betur setta einstaklinga, enda skila slíkar fjárfestingar frekar hagnaði (Anacker 2019, 2–3). Stefnumörkun einstakra Norðurlanda í húsnæðismálum er margvísleg. Á meðan húsnæðisstefnur Svíþjóðar og Danmerkur lögðu áherslu á eflingu leigumarkaðarins í anda velferðarríkisins var áhersla á séreignastefnu mun meiri í Finnlandi og Noregi. Á Íslandi hefur séreignastefnan vegið þyngst á öllum Norðurlöndunum (Lujanen 2004, 16–21). Þessi áherslumunur kemur m.a. fram í hlutfalli heimila í eigin húsnæði. Árið 2000 var hlutfall heimila í eigin húsnæði á Norðurlöndunum hæst á Íslandi, rúmlega 80%, en lægst í Svíþjóð, eða rétt rúmlega helmingur heimila (Lujanen og Palm­ gren 2004, 25). Þó má benda á að á hinum Norðurlöndunum hefur vægi velferðarkerfisins breyst; t.d. hefur sænska ríkið, í anda nýfrjálshyggjuhugmynda, dregið úr stuðningi velferðarríkisins við húsnæði (Hagbert og Malmqvist 2019, 698, 705). Rannsóknir sýna að lönd með veik velferðarkerfi leggja oft mikla áherslu á séreignastefnu í húsnæðismálum (Jón Rúnar Sveinsson 2010, 52). Sé litið til annarra landa má benda á að Bandaríkjastjórn setti á fót stofnanir í kjölfar kreppunnar miklu til að liðka fyrir lánveitingum til húsnæðiskaupa og veitti auk þess húsnæðiskaupendum skattaafslátt. Þýskaland hefur aftur á móti haldið lánshlutföllum til húsnæðiskaupa lágum og viðhaldið strangri leiguvernd og Sviss hefur sett aukaskatta á eigendur húsnæðis, sem hefur leitt til þess að vel innan við helmingur heimila í þessum löndum er í eigu þeirra sem þar búa (Jordà o.fl. 2014a, 16–18). Jón Rúnar Sveinsson (2005, 2010, 2020) hefur greint mikilvæga mótunarþætti íslenskrar hús­ næðisstefnu og verður gerð stuttlega grein fyrir meginþáttum hennar hér. Stefnumörkun íslenskra stjórnvalda í húsnæðismálum hefur lengi einkennst af séreignastefnu, sem útskýrir að hluta til af hverju leigumarkaðurinn er minni hér en í nágrannalöndunum. Almennt séð, bendir Jón Rúnar á, hafa formgerðir fyrri húsnæðisstefnu mótað mjög þær aðgerðir sem eftir koma, sem kallað hefur verið vegatryggð (e. path dependence) (2010, 52). Á íslenskum húsnæðismarkaði má segja að slík tryggð hafi snúið að því að séreign sé betri en leiga. Þéttbýlismyndun átti sér stað nokkru síðar á Íslandi en í nágrannaríkjunum. Það er því ekki fyrr en í lok þriðja áratugarins sem umræða um húsnæðismál verður veigamikil í íslenskum stjórn­ málum (Jón Rúnar Sveinsson 2005, 23; 2010, 52). Samkvæmt manntali ársins 1920 var hlutfall fólks í leiguhúsnæði hæst í Reykjavík, eða 63% (Jón Rúnar Sveinsson 2005, 26), og flestir leigj­ endur úr hópi tekjulágra og ungt fólk að koma sér upp heimili. Eftir seinni heimsstyrjöld minnkaði
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Íslenska þjóðfélagið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.