Íslenska þjóðfélagið - 23.12.2021, Blaðsíða 5

Íslenska þjóðfélagið - 23.12.2021, Blaðsíða 5
Hjördís Sigursteinsdóttir og Kristín Helgadóttir 5 .. stjórnum fyrirtækja séu þau sömu á báðum svæðum. Tilgangurinn með rannsókninni var að kanna viðhorf stjórnarfólks til kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja á Akureyri og upplifun þeirra af honum til þess að auka þekkingu á því hver áhrif kynjakvóta á stjórnir fyrirtækja eru á stórum þéttbýlisstað utan Stór-Reykjavíkur¬svæðisins. Algeng rök fyrir því að konur komist síður í stjórnir fyrirtækja en karlar hafa verið að fáar konur hafi þá hæfni, þekkingu og tengslanet sem til þurfi til þess að komast í stjórnir fyrirtækja og því má ætla að það sé enn erfiðara fyrir konur í smærri samfélögum. Með það að leiðarljósi voru settar fram eftirfarandi rannsóknarspurningar: (1) Hvert er hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja á Akureyri á árunum 2011–2017? (2) Hefur konum fjölgað meira eða minna í stjórnum fyrirtækja á Akureyri á árunum 2011–2017 miðað við almennt á Íslandi? (3) Hver eru viðhorf stjórnarmanna fyrirtækja á Akureyri til kynjakvóta og hver eru upplifun þeirra af honum? Konur og stjórnir fyrirtækja Gler hefur þann eiginleika að það getur verið gegnsætt, en veitir engu að síður viðnám þeim sem reyna að fara í gegnum það. Myndlíkingin við glerþakið (e. glass ceiling) hefur mikið verið notuð í jafnréttismálum til að fjalla um þær hindranir sem geta heft framgang kvenna og minnihlutahópa á vinnumarkaði, óháð frammistöðu þeirra og hæfni. Þessar ósýnilegu hindranir sem gera konum erfitt um vik að komast í stöður æðstu stjórnenda í fyrirtækjum eru gjarnan samtvinnaðar staðblæ, gildum og hefðum samfélagsins og því getur verið erfitt að greina þær (Andersen og Hysock, 2009). Önnur kenning, lagnakenningin (e. pipeline theory), er af svipuðum meiði og glerþakið, en hún snýst um að einhvers staðar á leið kvenna í æðstu stjórnunarstöður sé leki sem ekki er hægt að útskýra með góðum hætti en veldur því að þær ná síður en karlar í æðstu stjórnendastöður. Hins vegar gerir lagna- kenningin ráð fyrir að glerþakið eða lekinn muni smám saman hverfa með aukinni menntun kvenna og sókn á atvinnumarkaðinn þannig að sífellt fleiri konur skili sér þá í æðstu stjórnunarstöður. Þetta ferli taki þó tíma og því sé mikilvægt að sýna þolinmæði og leyfa breytingunum að þróast í stað þess að grípa til aðgerða til að flýta fyrir þróuninni (Allen og Castleman, 2001; Rodriguez, 2011). Í Nor- egi var tekið á þessum ósýnilegu hindrunum með því að koma á kynjakvóta í bæði stjórnmálum og í stjórnum fyrirtækja. Bertrand, Black og Jensen (2014) telja að kynjakvóti þar sem konur ættu að eiga a.m.k. 40% hlutdeild í stjórnum fyrirtækja sé öflugt stjórntæki til að brjóta glerþakið eða koma í veg fyrir brotthvarf kvenna. Fleiri lönd, til dæmis lönd innan Evrópusambandsins (Austurríki, Belgía, Frakkland, Holland, Ítalía, Spánn og Þýskaland), hafa sett lög um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja (de Cabo, Terjesen, Escot og Gimeno, 2019). Í október 2019 hafði hlutur kvenna í stjórnum stærstu skráðra fyrirtækja í Evrópusambandinu meira en tvöfaldast frá árinu 2010; farið úr 12% í 29%. Þrátt fyrir það eru meira en sjö af hverjum 10 stjórnarmönnum enn karlar og Frakkland er eina landið innan Evrópusambandsins þar sem jöfnum kynjahlutföllum hefur verið náð í stjórnum fyrirtækja (European Institute for Gender Equality, 2020). Þorgerður Einarsdóttir, Guðbjörg Linda Rafnsdóttir og Margrét Valdimarsdóttir (2019) benda á að það sé hægt að fara tvær leiðir til að breyta kynjasamsetningu fyrirtækja. Annars vegar sé það með sérsniðinni nálgun eins og einstaklingsbundnu inngripi, en þá er gert ráð fyrir að konur séu svo fáar í stjórnum fyrirtækja vegna þess að þær séu minna hæfa eða minna knúnar en karlar til að vera stjórnendur og þá þurfi að vera með inngrip til að laga það. Hin leiðin byggir á því að það sé eitthvað innbyggt í kerfið sem hindri konur í að ná inn í stjórnir fyrirtækja og að lög um kynjakvóta sé leið til þess að laga það. Laufey Axelsdóttir og Þorgerður Einarsdóttir (2017) telja að erfiðleikar í samfélaginu eftir efnahagshrunið 2008 hafi kallað á gagngerar breytingar og gefið konum meiri tækifæri innan efnahagslífsins því þær séu „íhaldssamari“ en karlar, stofni síður til skulda og lendi síður í vanskilum. Drude Dahlerup (1988) bendir á að til þess að minnihlutahópur, eins og til dæmis konur, nái áhrifum á tilteknu sviði þurfi hann að ná a.m.k. 30% hlutdeild í heildarhópnum og kallar hún það hlutfall krítískan massa (e. critical mass). Kenningin um krítískan massa byggist því á þeirri hug- mynd að hlutfallsleg tala skipti máli þegar kemur að lýðræðisafli í einsleitum hópum (Broome,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Íslenska þjóðfélagið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.