Íslenska þjóðfélagið - 23.12.2021, Blaðsíða 12
„Þessi veröld sem við búum í var skrifuð af körlum, um karla og fyrir karla“
12 ..
Tafla 4. Þátttakendur eru mjög eða frekar sammála því að hafa sem jafnast hlutfall karla
og kvenna í stjórnun fyrirtækja er mikilvægt af því að....
Konur
% (n)
Karlar
% (n)
þannig nýtist auður samfélagsins best 100,0% (6) 40,5% (15)
það snýst um jafnan rétt karla og kvenna 66,7% (4) 40,5% (15)
það hefur áhrif á rekstur fyrirtækja 83,3% (5) 29,7% (11)
konur eru jafnhæfar körlum til að gegna stjórnunarstöðum 100,0% (6) 94,6% (35)
það hvetur konur til að sækjast eftir starfsframa 100,0% (6) 64,9% (6)
það stuðlar að betri fjárhagslegri afkomu fyrirtækisins 50,0% (3) 16,2% (6)
Tafla 5 sýnir niðurstöður fjögurra fullyrðinga spurningalistakönnunarinnar um það að hvaða marki
svarendur eru mjög eða frekar sammála því að lög um lágmark 40% kyns í stjórnum fyrirtækja sé
vafasöm aðferð til þess að ná fram kynjajafnvægi í stjórnum fyrirtækja. Tæp 92% karla og helm-
ingur kvenna var mjög eða frekar sammála því að kynjakvótinn sé vafasöm aðferð vegna þess að
hæfni sé mikilvægari en kyn og rétt um 84% karla töldu óheppilegt að ríkið setji reglur um hverjir
eigi að vera fulltrúar eigenda í stjórnum fyrirtækja. Aðeins ein kona var mjög eða frekar sammála
þeirri fullyrðingu. Engin kona var sammála því að lögin um kynjakvóta séu vafasöm aðferð vegna
þess að ekki sé nægur fjöldi kvenna til að manna stjórnunarstöður eða að þau séu neikvæð fyrir arð-
semi fyrirtækja. Langflestir karlar eru á sömu skoðun því aðeins fjórir karlar voru sammála því að
ekki sé nægur fjöldi kvenna til að manna stjórnunarstöður og aðeins einn var sammála því að lögin
séu neikvæð fyrir arðsemi fyrirtækja.
Tafla 5. Þátttakendur eru mjög eða frekar sammála því að lög um lágmark 40% kyns
í stjórnum fyrirtækja er vafasöm aðferð til þess að ná fram kynjajafnvægi í stjórnum
fyrirtækja vegna þess að....
Konur
% (n)
Karlar
% (n)
Ekki er nægur fjöldi kvenna til að manna stjórnunarstöður - 10,1% (4)
Hæfni er mikilvægari en kyn 50,0% (3) 91,9% (34)
Það er neikvætt fyrir arðsemina - 2,7% (1)
Óheppilegt er að ríkið setji reglur um hverjir eigi að vera fulltrúar eigenda 16,7% (1) 83,8% (31)
Viðmælendur voru almennt á því að lög um kynjakvóta væru af hinu góða og jafnvel nauðsynleg
aðgerð til þess að breyta þeim viðhorfum sem til staðar væru í samfélaginu og rétta hlut kvenna í
stjórnum fyrirtækja. Eins og ein kona sagði: „þessi veröld sem við búum í var skrifuð af körlum, um
karla, fyrir karla.“ Önnur kona sagði:
hvort sem það sé kvóti eða einhver svona sterk tilmæli, þá held ég að menn
þurftu þetta haldreipi til þess að breyta þessum stjórnum þú ert alls ekki að fá
verri stjórnir, það verður alveg jafn fjölbreyttur hópur til að velja úr.
Sumir viðmælenda bentu þó á að í sumum tilvikum væru fyrirtæki mjög sérhæfð sem þýddi að ein-
sleitar stjórnir væru ekki endilega verri en blandaðar. Einn karl nefndi það að stjórnarmenn þyrftu
oft að taka erfiðar ákvarðanir og vera leiðinlegir og það ætti oft og tíðum verr við konur. Annar karl
hafði áhyggjur af því að meðal kvenna myndi myndast drottingastétt stjórnarkvenna, það er að segja
að ákveðinn hópur kvenna yrði valinn til að sitja í mörgum stjórnum og þær yrðu þá valdar af því að
þær væru konur en ekki af því að þær væru hæfari en aðrir til að sitja í þessum stjórnum. Einn karl-
kyns viðmælandi taldi lagasetninguna um kynjakvótann óþarfa og sagði: