Íslenska þjóðfélagið - 23.12.2021, Blaðsíða 95

Íslenska þjóðfélagið - 23.12.2021, Blaðsíða 95
Már Wolfgang Mixa, Kristín Loftsdóttir og Anna Lísa Rúnarsdóttir 95 .. Viðtöl okkar endurspegla jafnframt viðkvæma stöðu erlendra kvenna og fólks af erlendum uppruna almennt. Einn viðmælandi, Lea, greindi frá því að þegar hún skrifaði væntanlegum leigusölum á ensku hefði hún sjaldan fengið svör. Sumar auglýsinganna sem hún sá höfðu tilgreint sérstaklega „No foreigners“ eða „Only Icelandic people“. Þegar Loubna, einstæð móðir með tvö börn, leitaði sér að húsnæði upplifði hún fordóma sem hún tengdi við nafn sitt og erlendan uppruna. Eftir að hafa séð nafnið hennar á Facebook, spurði leigusali strax að því hvort hún væri múslimi. Viðbrögðin við staðfestingu Loubna á því voru: „Ég er ekki að leigja fyrir múslima sem eru, hvað eru þetta, ter­ rorista, sem eru að sprengja ...“ Annar viðmælandi, kona frá Serbíu, hafði upplifað fordóma gagnvart fjölskyldustærð og skortur á færni í íslensku eða ensku var hindrun fyrir aðra. Samkvæmt könnun Íbúðalánasjóðs var hlutfall þeirra sem finna leiguíbúðir í gegnum auglýsingar á netinu einungis 22% (2018b, 5). Fyrir flesta viðmælendur skipti tengslanet máli þegar fólk leitaði að nýju húsnæði. Þetta átti sérstaklega við þegar leigt er af einstaklingum, en hjá þeim sem leigðu af leigufélögum skipti það ekki eins miklu máli. Niðurstöður viðhorfskönnunar Íbúðalánasjóðs frá 2018 sýna að algengast er að fólk leigi af einstaklingum á almennum markaði (35%) eða af ætt­ ingjum og vinum (22%). Þeir sem leigðu af leigufélögum voru ekki mjög margir í þessari rannsókn, eða fjórðungur þeirra sem var rætt við, en samkvæmt könnun Íbúðalánasjóðs eru 16% leigjenda á landinu í þeirri stöðu (2018b, 4). Sumir viðmælendanna leigðu af frændfólki eða vinum eða nutu liðsinnis þeirra við að útvega sér íbúð. Þetta átti ekki eingöngu við íslensku viðmælendurna heldur nutu hinir erlendu einnig góðs af því að hafa gott bakland fólks sem var frá sama upprunalandi eða var einnig af erlendum upp­ runa. Steinunn, íslensk kona í Kópavogi, leigði innréttaðan bílskúr hjá fjarskyldri frænku sinni. Eftir slæma reynslu af fyrstu leigjendum hefur þessi íbúð aldrei verið auglýst til leigu og er ein­ göngu leigð í gegnum tengslanet sem leigusala fannst þá væntanlega fela í sér meira öryggi fyrir sig. Janina, pólsk kona í Hafnarfirði, sagði: „Ég talaði bara við vini mína og sagði að ég þyrfti íbúð og þeir sögðu OK, í byggingunni okkar er, þú veist, tóm íbúð, kannski get ég talað við eigandann [...] Þannig að ég notaði aldrei, þú veist, vefsíðu, eða Leigulistann, nei aldrei.“ Starfsmaður hjálparsamtaka tók undir að tengslanet skipti miklu máli í íbúðaleit og nefndi að fólk leitaði mikil til annarra „innan síns menningarlega hóps.“ Á samfélagsmiðlum hafa myndast hópar fólks frá sama landi sem búsett er hérlendis og gegna þeir mikilvægu hlutverki tengslanets sem nýtist fólki í húsnæðisleit. Vinnuveitendur höfðu í einhverjum tilfellum aðstoðað starfsfólk sitt við að útvega húsnæði fyrir erlendu viðmælendur rannsóknarinnar, en það hafði oftast verið eingöngu í upphafi dvalar á Íslandi eða þegar viðkomandi höfðu starfað tímabundið á landsbyggðinni. Eftir að hafa verið hér í einhvern tíma leigði fólk þó sjálft húsnæði á eigin vegum og var því ekki lengur háð vinnuveitanda með það. Húsaleigusamningar – réttindi Heimasíða Neytendasamtakanna (e.d.) endurspeglar að þrátt fyrir að húsnæðislög veiti leigjendum ákveðið skjól virðist auðvelt fyrir leigusala að komast í kringum tilgang laganna. Þar kemur til dæmis eftirfarandi fram: „Þar sem húsaleigumarkaður hér á landi byggist að mestu leyti á einstaklingsvið­ skiptum … má svo halda því fram að fólk renni í raun algerlega blint í sjóinn varðandi það hvað telst eðlilegt leiguverð.“ Í framhaldi af því er spurt „hvaða gildi ákvæði húsaleigulaga um að leigufjárhæð skuli vera sanngjörn og eðlileg í garð beggja aðila hefur í raun, þegar aðilar hafa takmarkaðar eða engar forsendur til að meta hvað telst eðlilegt og sanngjarnt í þessum efnum.“ Því má við bæta að leiguvísitala sem fólk gat notað sem viðmið var ekki til staðar fyrr en árið 2011 (Þjóðskrá e.d.­a). Við skoðuðum staðlaða leigusamninga hjá tveimur atkvæðamiklum einkareknum leigufélögum til að athuga hvort einhver ákvæði væru þar varðandi öryggi leiguverðs til lengri tíma. Í báðum samningum breytist leiguverð í takt við neysluvísitölu. Annað félagið, ALMA (e.d.), tekur fram í útgáfu sinni af langtímaleigusamningi að leigjandi megi endurnýja árssamning allt að sex sinnum,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Íslenska þjóðfélagið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.