AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.2001, Blaðsíða 14
Akureyringar ætla að taka ríkulegan þátt í að
byggja upp það tækniþjóðfélag sem nú er í örum
vexti og eru tilbúnir til þess að leggja ýmislegt af
mörkum til að stækka þar sinn hlut. í þeim efnum
verða allir sem þessum málum tengjast að leggj-
ast á eitt um það að Akureyri og Eyjafjarðarsvæð-
ið verði það mótvægi sem höfuðborgarsvæðinu er
nauðsynlegt.
Bæjaryfirvöld leggja mikla áherslu á að hags-
munir fjölskyldunnar séu í fyrirrúmi, skipulag bæj-
arins miðar að því að skapa fallegt, öruggt og
vistvænt umhverfi. Mikil uppbygging er í skóla-
málum, íþróttamannvirkjum og auknum mögu-
leikum til alls konar útivistar og mikil áhersla er
lögð á öruggt umhverfi og heilbrigt mannlíf. Fram-
boð þjónustu er hér afar gott, öflugt sjúkrahús og
heilsugæsla, fjölbreytt framboð á námsbrautum,
tónlistarskóli, myndlistaskóli, öflugir framhalds-
skólar og háskólinn ört vaxandi frá stofnun 1987.
Núverandi framboð á þjónustu getur tekið við tölu-
verðri fólksfjölgun.
Akureyri er því að öllu framansögðu ákjósanleg-
ur staður fyrir þá sem vilja búa í nútímalegu bæjar-
félagi með mikið þjónustuframboð þar sem skilyrði
eru sköpuð nútímafólki til að ala upp börnin sín í
mannvænu umhverfi, þar sem vegalengdir eru
stuttar, mikil veðursæld og stutt út í ósnortna nátt-
úru.
í þessu blaði er m.a. fjallað um það sem hæst
ber í byggingar- og skipulagsmálum á Akureyri
auk þess sem greint er frá markverðum viðburðum
á þessum sviðum í bæjarfélaginu. Ég vonast til
þess að lesendur blaðsins fái meiri tilfinningu en
áður fyrir metnaði Akureyringa í þessum mála-
flokki og hvaða möguleikar standa fólki til boða hér
í bæ.
Ég kveð þig, lesandi góður í anda annálaðrar
hógværðar Akureyinga í þeirri trú að þú verðir
þess fullviss eftir lestur blaðsins að á Akureyri sé
hafið nýtt skeið sóknar til fegurra og betra mann-
lífs. ■
tK)ll
ar Causnír t
INOUSTRIE FORUM
OESIGN HANNOVER
í lýsíngu!
ÍSKRAFT
RAFIÐNAÐARVERSLUN
Smiðjuvegur 5, 200 Kópavogur
i Ákureyri
- sími: 535 1200 fax: 535 1201
Hjalteyrargata 4, 600 Ákureyri - sími: 455 1200 fax: 455 1201