AVS. Arkitektúr verktækni skipulag


AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.2001, Blaðsíða 60

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.2001, Blaðsíða 60
Skipulag fyrirmyndarborgarinnar Port Sunlight á Engiandi, sem sápuframleiðandinn Lever lét reisa uppúr 1890. Guðmundur Hannesson sótti einkum hugmyndir til þess skipulags í mótun sinnar skipu- lagsfraeði fyrir íslenskar sjávarbyggðir. þaö aö stofna samvinnufélög um kaup á ódýru landbúnaðarlandi í hæfilegri fjarlægö frá stór- borginni, þar sem síðar yrðu byggöir upp sjálf- stæöir 32 þúsunda manna bæir sem umluktir yröu grænum beltum og landbúnaðarlandi. Land og lóðir yröu leigö út til væntanlegra íbúa og fram- kvæmdaaöila gegn vægu gjaldi og átti afrakstur þess aö renna í sameiginlegan sjóö sem greiddi stofn- og rekstrarkostnað af uppbyggingunni. Markmiðiö var aö skapa umhverfi sem sameinaði kosti borgar- og sveitalífs; þar sem mögulegt var aö njóta náttúrunnar til fullnustu en jafnframt tæk- ifæri til aö ástunda menningarlíf bæja og borga. Uppbygging bæjanna átti aö grundvallast á úthug- Byggingarreitur íbúðarhúsa í skipulagi Letchworth frá 1903. Áherslu á þyrpingu stakstæðra íbúðarhúsa við botngötur verður ekki vart í skipulagi íslenskra bæja fyrr en eftir seinni heimsstyrjöldina. suöu skipulagi þar sem umfram allt yrði lögö áher- sla á aö skapa heilsusamleg híbýli fyrir íbúana. Howard trúöi því staöfastlega að forsenda þess aö þróa betra og réttlátara þjóöfélag, þar sem sam- vinna og þátttaka íbúanna væri höfö aö leiðarljósi, væri aö skapa algjörlega nýtt umhverfi fyrir alþýöu fólks.2 Hugmyndir Howards voru lagðar til grundvallar viö uppbyggingu tveggja garöborga á Englandi á fyrri hluta aldarinnar, Letchworth árið 1903 og Welwyn Garden City áriö 1920 auk þess sem hug- myndir hans höföu óbein áhrif á uppbyggingu garöborga og „garðúthverfa” víöa um heim á fyrri hluta aldarinnar og síðar á uppbyggingu nýborga (e. new towns) í Bretlandi á eftirstríðsárunum. Hugmyndum Howards var hvergi fylgt eftir til full- nustu og ekki skapaðist þaö rómantíska samfélag samvinnu og réttlætis sem hann vonaðist eftir aö sjá í garðborgunum. Þaö umhverfi sem skapað var í garðborgunum Letchworth og Welwyn Garden City og fleiri bæj- um sem voru undir áhrifum garöborgarhugmynd- arinnar, eins og Hampstead Garden Suburb í útjaöri Lundúna, Margarethenhöhe og Hellerau í Þýskalandi og Drancy í Frakklandi, var um margt til fyrirmyndar um þaö hvernig ætti aö ástunda nú- tíma skipulag; einkum um skipulag íbúöarhverfa. Þaö var ekki síst fyrir magnaöa hönnun verkfræö- ingsins Raymond Unwins og innanhúshönnuðar- ins Barry Rarkers3 í Letchworth, New Earswick og Hampstead Garden Suburb aö hróöur garðborg- anna barst svo víöa. Unwin, sem síðar skrifaöi grundvallarritið Town Planning Principles in Pract- ice áriö 1909, var undir sterkum áhrifum frá óform- legu skipulagi evrópskra miöaldabæja sem austur- ríski listfræðingurinn Camillo Sitte gerði ítarlega grein fyrir í riti sínu Die Stadtbau nach der kunst- lerischen Grundsatzen sem út kom áriö 1889. Unwin og Parker, sem höföu unniö samkeppni sem efnt var til um skipulag í Letchworth, höföu nokkuö frjálsar hendur um skipulag borgarinnar4 enda haföi Howard ekki skapaö þrönga ramma um innra skipulag garðborganna. í skipulagi íbúöarhverfa í Letchworth og síöar í Hampstead Garden Suburb komu fram helstu einkenni hinna dæmigeröu garöborga og garðúthverfa fyrri hluta 20. aldarinnar, óreglubundið gatnakerfi (“organic”), staösetning húsa óháö götulínum (gjarnan í nokkurri fjarlægð frá umferöargötunni), botngötur og þyrpingar stakstæðra sambýlishúsa í hefö- bundnum stíl sem sneru gjarnan aö sameiginlegu garösvæöi. 58
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.