AVS. Arkitektúr verktækni skipulag


AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.2001, Blaðsíða 62

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.2001, Blaðsíða 62
götur koma fyrir í opinberri skipulagstillögu hér á landi; í skipulagstillögu Guömundar Hannessonar fyrir Sauöárkrók. Skipulag Reykjavíkur frá 1927 geröi þó ráö fyrir stakstæöum íbúöarhúsum í ein- staka íbúöarhverfum, í sunnanverðum Þingholtum og Skólavöröuholti og svæöinu sunnan Landa- kots. Uppbygging þessara hverfa hefst raunar, aö hluta til, fyrir 1927. í þessum hverfum kemur fram þaö einkenni garöborgarinnar aö staösetja ekki hús í götulínu og að garðsvæöi aðskilji hús frá um- ferðargötunni. Vegna veöurfarsaöstæöna og sól- argangs skapaöist sú sérstaða í Reykjavík, aö staösetja hús fjær götunni aö norðanverðu (meö forgaröi) en í götulínu að sunnanveröu (meö bak- garði).8 Þessi hugmyndafræöi á hinsvegar upp- runa sinn í fyrirmyndarborgum 19. aldarinnar, s.s. Port Sunlight, fremur en í hverfaskipulagi garö- borganna frá byrjun 20. aldarinnar. Guömundur Hannesson og Guöjón Samúelsson voru eflaust undir einhverjum áhrifum frá skipu- lagshyggju Unwins og eins undir áhrifum frá fagur- fræöi Sitte og skipulagsfræðum Stubbens, eins og tilvísanir í ritum þeirra benda til. Hinsvegar er erfitt aö bera kennsl á þessi áhrif í staðfestum skipu- lagstillögum þeirra og sennilega enn erfiðara þegar horft er á hiö byggöa umhverfi frá þessum tíma. Nærtækara er að bera skipulagstillögur þeir- ra Guðmundar og Guöjóns saman viö skipulag fyrirmyndarborga 19. aldarinnar heldur en garö- borgirnar frá byrjun 20. aldarinnar. Ennfremur er vert aö skoöa skipulagshugmyndir Guöjóns Samúelssonar í samhengi við „glæsiborgarstefn- una” (City Beautiful Movement). Hvaö varðar upp- runalegar hugmyndir Howards og úrlausnir hans á skipulagsvandamálum í hinu iönvædda borgar- samfélagi Bretlands, þá áttu þær harla lítið erindi til íslands í byrjun 20. aldarinnar. Ebenezer Howard var fyrst og fremst hug- myndafræðingur. Erfitt er aö meta bein áhrif hans á uppbyggingu og þróun borga þó flestir fræöi- menn séu sannfærðir um gífurleg áhrif hans á þróun skipulagsgerðar á 20. öldinni. Þaö er svo meö sögu skipulagshugmynda eins og aöra hug- myndasögu.aö þaö getur veriö vandkvæöum bundið aö greina á milli hvort kom á undan hug- myndin eöa hin raunverulega þróun. Hugmyndum Howards er ætlaö af flestum fræðimönnum aö hafa hrundiö af stað ákveðinni atburöarás sem leiddi til þess borgarskipulags sem hefur verið - einkennandi á 20. öldinni; úthverfaskipulagsins. Á þeim tíma sem Howard setur fram sínar hugmyn- dir var hinsvegar hafin atburðarás, af öörum or- sökum, sem átti eftir aö veröa afdrifaríkust í borg- arskipulagi 20. aldarinnar; samgöngubætur sem leiddu til úthverfamyndunar. Þetta leiöir hugann aö því hvernig borgarskipulag 20. aldarinnar heföi orðið heföi Howards ekki notið viö. Sennilega heföi þaö orðið mjög svipaö. Þaö er freistandi aö fullyröa aö hugmyndir Howards hafi haft mun meiri áhrif á þá sem rita sögu skipulagsgerðar á síðari hluta 20. aldarinnar en þá sem höföu vald til skipu- lagningar bæja á fyrri hluta aldarinnar. Parker og Unwin heföu eftir sem áöur haft sín áhrif á skipu- lag úthverfanna og hin almenna sögulega fram- vinda hefði haft sinn framgang. Þaö sem helst stendur eftir af hugmyndum Howards er áhersla hans á aö bæjarlandið væri sameign íbúanna eöa samfélagsins en þaö hefur veriö ein helsta for- senda þess aö skipulagsgerð yfirvalda beri raun- verulegan árangur. ■ 1 Lewis Mumford: „The Garden City Idea and Modern Planning”, sem birtist í útgáfu F.J. Osborns á riti Howards Garden Cities ofTo-morrow árið 1965. 2 Sjá ítarlega umfjöllun um hugmyndir Howards og afdrif þeirra í Robert Fishman: Urban Utopias in the Twentieth Century, 1989, bls. 23-88. 3 Peter Hall: Cities of Tomorrow, 1990, bls. 97. 4 Eran Bem-Joseph & David Gordon: „Hexagonal Planning in Theory and Practice”, Journal of Urban Design.Vol 5. No.3, 237-265, 2000, bls. 238. 5 Sjá Pétur H. Ármannsson (1995): „The develop- ment of Reykjavík in the I920's and I930's and the impact of functionalism” bls. 52 og Bjarna Reynars- son : „Höfuðborgin okkar: Sérkenni og þróun Reykja- víkur frá sjónarhóli landfræðings „Landabréfið, I. tbl. 16. & 17. árg. 1999 & 2000, bls. 31 -34, 32-33. 6 Það gerir hann í grein sinni, „Nýtískuborgir”, Skírnir 1917, bls. 129-135, þar sem hann nefnir rit Howards, uppbyggingu Letchworth og „sveitaborga- hreyfinguna” sem hann kýs að nefna svo. 7 Guðmundur Hannesson: „Nýtískuborgir”, Skírnir 1917, bls. 130. 8 Sjá Pétur H. Ármannsson (1995): „The develop- ment of Reykjavík in the I920's and I930's and the impact of functionalism”. RAFTÁKN eht Verkf ræðistofa Glerárgötu 34 • IS-600 Akureyri Sími 464 6400 • Fax 464 6411 Netfang: raftakn@ raftakn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.