AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.2001, Blaðsíða 32
DR. HALLDÓRA ARNARDÓTTIR, BYGGINGARLISTFRÆÐINGUR
vernig getum við talað um þéttbýli
nútímans? Þjóðfélag sem býr yfir
einstökum margbreytileika og ólík-
um samskiptum, sem oft eru jafnvel
óháð tíma og rúmi. í gegnum sög-
una hefur Akureyri verið mikill fram-
sóknarbær. Verslun, iðnaður og sjósókn hafa átt
ríkan þátt í að byggja upp menningu og efla tákn-
rænt gildi bæjarins. Hann hefur einnig verið setur
ýmissa athafna- og menntamanna sem hefur verið
akkur fyrir bæinn. Ræktun hugmynda og opinber
skoðanaskipti eru jú byggingarefni framtíðarinnar.
Oddeyrin, miðbærinn og innbærinn bera vitni um
staðhætti þar sem uppvöxtur bæjarins á sér rætur
og segir hver sína sögu um eigin drauma og
stundir. Ólíkar stéttir manna og starfsemi hafa gert
það að verkum að Akureyri býr yfir litríku hvers-
dagslífi, notagildi, menningu og táknrænu gildi.
Byggð hverfi eiga sér skemmri eða lengri sögu
eftir atvikum sem í búa sýnilegar og ósýnilegar
minjar um líf kynslóðanna. Að vissu marki má lesa
úr henni um þróun byggðarinnar, tísku og stefnur
fyrri tíma. Iðnaðar-, verslunar- og íbúðarhverfi inni-
halda öll híbýli ólíkra aldurshópa og fela í sér tog-
streitu og samstillingu, sameiningu og sundrung
ólíkra samskipta og eiginleika íbúanna.
Miðtorg La GalleriaVittorio Emanuele.
Verslunarmiðstöö vetrarríkisins risin,
er Akureyringum þá bjargað?
Áhrifarík hlutföll La GalleriaVittorio Emanuele í Mílanó endurspeglast
í tilvísun sinni til borgarinnar.
Metið á almennum grundvelli, þá
eru samgöngur og gatnaskipulag
mikilvægur þáttur í því að sameina
bæjarbúa. Greiður aðgangur milli
hverfa og innan þeirra, bæði fyrir
gangandi og akandi vegfarendur,
tekur mið af tækni þjóðfélagsins og
viðhorfi þess til nútímans. Hjarta
bæjarins, þar sem lífæðin slær,
hefur það hlutverk að tengja alla
bæjarbúa. Það er kjarni sem bygg-
ist innbyrðis á ólíkum forsendum:
skiptum á kaupum og sölum, hug-
myndum og þekkingu, deilum og
sáttum á ný. Til þess að stuðla að
vistvænna umhverfi þá er það hinn
gangandi vegfarandi sem hefur lög
30