AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.2001, Blaðsíða 54
Grótta
örfirisey
Eiðsvík
Lambhúsatjóm
Höfuðborgarsvæðið
Aukning byggðar 1971 - 2000
Hafnarfjöröur
Aukning byggðar í hekturum Árið 1971 Aukning 1971 -2000 Árið 2000 Meöaíkát áári
Byggð í Reykjavík 1223 1322 2545 46,6
Grannsveitarfélög Reykjavíkur 751 1145 1896 39,5
Höfuðborgarsvæðið 1974 2467 4441 85
\ Þéttbýli 1971
\ Þéttbýli 2000 Byggt land að frádregnum stærstu opnum svæðum
Hugsanlega vantar einhver hús Ath. Á kortið vantar húsagrunn í suðurhluta Hafnarfjarðar
Heimildir: LUKR
Kort Ágústar Böðvarssonar útgefið 1971
Kortagerð Sigurgeir Skúlason, landfræðingur.
verði fólki gert kleift að sameina atvinnu- og íbúð-
arrými í eina heild (vinnustofuíbúðir), veita þarf
svigrúm til aukinnar lofthæðar í íbúðum (tengja
fasteigna-, bílastæða- og lóðagjöld við fermetra
húsnæðis, fremur en rúmmetra), auk þess sem
leggja ber sérstaka áherslu á vistvæn sjónarmið í
hönnun og gerð bygginga. Þá þarf að kanna nánar
þá möguleika sem gleryfirbyggingar gefa í tengsl-
um við nýtingu heita vatnsins okkar. Þéttari byggð
gerir kröfur um vandaðri hönnun húsa og alls um-
hverfis. Þróa þarf nýjar gerðir fjölbýlishúsa með
sameign og íbúðum í háum gæðaflokki sem val-
kost við sérbýli. Einnig sérbýlishús sem taka upp
minna land án þess að grunnkostum sérbýlis sé
fórnað (raðhús, sambyggð borgarhús). Kjörið væri
að efna til samkeppni um skipulag vistvænnar
byggðar og nýjar húsagerðir á næsta nýbyggða-
svæði borgarinnar í Hamrahlíðarlöndum.
Umfcrðarmál
Umferðarmál voru það viðfangsefni sem mest
var fjallað um á fundum hópsins. Orsökin fyrir
hinni miklu bílaeign og umferð á höfuðborgar-
svæðinu töldu fundarmenn að væri af skipu-
lagslegum toga, of dreifð byggð og mikil sundur-
greining í landnotkun, sem leiddi til mikilla veg-
alengda milli áfangastaða, sbr. kaflan“ hér að
framan. Þessi þróun endurspeglast í eftirfarandi
hlutfallstölum um þróun borgarinnar milli 1960 og
1997: mannfjöldi jókst um 47%, gatnakerfið lengd-
ist um 128% og fjöldi fólksbíla jókst um 634%!!
Ekki má þó gleyma því að bílar eru þægileg
52