AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.2001, Blaðsíða 11
G E S T U R
ÓLAFSSON
AKUREYRI
höfuðstaður Norðurlands
ágætri grein
sem Valdimar
Kristinsson skrifaði i
3. hefti Fjármálatíð-
inda árið 1963 og bar
heitið „Þróunarsvæði
á íslandi” fjallar hann m.a. um
skilyrði til myndunar svokallaðra
þróunarsvæða utan Reykjavíkur. Hugmynd Valdimars Kristinssonar að
í greininni segir hann að flest þróunarsvæðum og þjónustutengslum.
bendi til „að Akureyri sé eini
staðurinn á landinu, þar sem hægt væri að mynda
fullkomlega sjálfstæða borg á þessari öld, aðra en
Reykjavík.”
Þótt segja megi að mat Valdimars á möguleikum
Akureyrar hafi verið nokkuð raunhæft þá féllu
hugmyndir hans um samræmda uppbyggingu á
fáum þéttbýlisstöðum utan Reykjavíkur til þess að
hamla gegn flutningum á Suð-Vesturhornið í grýtt-
an jarðveg. Það er ekki fyrr en á allra síðustu ár-
um, m.a. með Háskólanum á Akureyri og þeirri
starfsemi sem honum tengist, fullkominni íþrótta-
aðstöðu og nútímalegri verslun að menn eru farnir
að sjá gildi þess að hnitmiða uppbyggingu í
höfuðstað Norðurlands.
Ekki er hægt að segja að fólksfjölgun á Akureyri
hafi verið mjög hröð. Fyrir hundrað árum bjuggu
þar aðeins 1370 manns en árið 1970 voru íbúar
bæjarins orðnir
10,755. Um þetta
leyti vann ég ásamt
fleiri sérfræðingum að
aðalskipulagi Akureyrar
1972-”93, en þá hafði ekki verið
gert aðalskipulag fyrir bæinn frá
árinu 1927. í mannfjöldaspá
sem við gerðum þá fyrir
bæjarfélagið áætluðum við að
íbúafjöldi árið 1995 myndi
liggja á bilinu 15,200 til 17,000 manns. í lægri
spánni gerðum við ráð fyrir að að- og brottflutn-
ingar fólks vægju hvor annan upp, en í hærri spán-
ni var tekið mið af flutningareynslu áranna '68-'72
út allt skipulagstímabilið. íbúafjöldi Akureyrar
núna, fimm árum seinna, er um 15,400 manns eða
rétt fyrir ofan neðri vikmörk spárinnar.
En ekki er allt unnið með mannfjöldanum einum
saman. Möguleikar Akureyrar til þess að bjóða
fólki á öllum aldri menntunar- starfs- og lífsskilyrði
eru núna, í upphafi nýrrar aldar, allt aðrir og betri
en þeir voru fyrir 30 árum. Ef rétt er á haldið getur
Akureyri, með nútímatækni og samskiptum, boðið
upp á fjölbreyttara, fyllra og að mörgu leyti
skemmtilegra mannlíf á þessari öld en margir
stærri þéttbýlisstaðir í hinum vestræna heimi. ■
9