AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.2001, Blaðsíða 20
Uppdráttur sem sýnir landnotkun samkvæmt
Svæðisskipulagi Eyjafjarðar 1998-2010.
verið unnar, sumar þeirra hafa verið staðfestar en
aðrar hafa einungis verið hafðar sem vinnugögn
eða eins konar viðmiðun til eftirbreytni. Þessar
skipulagstillögur eru unnar á nokkuð mismunandi
hátt sem skýrist af því sem áður hefur verið sagt.
Staða svæðisskripulags
Hlutverk svæðisskipulags þarf að endurspegla
sameiginlegan vilja sveitarstjórna sem aðild eiga
að því. Tillögugerðin þarf að vera í senn hvetjandi
og takmarkandi með jákvæðum hætti. Jafnan er
ætlast til að þetta skipulagsstig feli í sér verðug
áform um bætt mannlíf og sterkari stöðu við-
komandi svæðis. Úrvinnsla þessara markmiða er
síðan á valdi sveitarstjórna og áhrifa ríkisvaldsins
getur einnig gætt í vissum mæli. í þeim tilfellum
sem um er að ræða tiltekna landshluta utan höfuð-
borgarsvæðisins kann það að vera rétt að leggja til
að eitt byggðarlag verði eflt á annars kostnað.
Vegna þessa hlýtur svæðisskipulagstillaga að
mótast mjög af aðstæðum á hverjum tíma og stað.
Nauðsynlegt má telja að ýmsar stofnanir ríkisins
kynni sér þessi grundvallaratriði, þ.e. að land
okkar er saman sett af mismunandi aðstæðum þar
sem eigi hæfir að beita jafnaðarmerkjum án um-
hugsunar. Ef þetta er ekki gert getur það dregið úr
áræðni heimamanna að leggja fram djarfar en þó
raunhæfar hugmyndir. Einstakar og bindandi
ákvarðanir um landnotkun eru því fullstór þáttur í
ferlinu eins og það er nú og menn veigra sér við að
leggja annað fram en það sem fyrirséð er í náinni
framtíð.
stjórn heimild til að hlutast til um að gert væri hér-
aðs- og landshlutaskipulag. Með breyttri skipu-
lagsreglugerð frá 1985 komu fram nokkur helstu
markmið svæðisskipulags, en þá skorti lagafors-
endur sem fyrst komu fram með nýjum skipulags-
og byggingarlögum nr. 73/1997. Skipulagsreglu-
gerð nr. 400/1998 fylgdi síðan í kjölfarið, en þar er
að finna þau markmið og skilgreiningar sem nú
gilda. Nú hafa nokkrar tillögur að svæðisskipulagi
ur, Skriðuhreppur, Öxnadalshreppur, Glæsibæjar-
hreppur, Akureyrarbær, Eyjafjarðarsveit, Sval-
barðsstrandarhreppur.Grýtubakkahreppur, Háls-
hreppur og Grímseyjarhreppur. Frá þeim tíma sem
verkið hófst hafa sex þessara sveitarfélaga
sameinast. Hin nýju sveitarfélög eru tvö; Dalvíkur-
byggð sem samanstendur af fyrrum Dalvíkurbæ,
Svarfaðardal ásamt Árskógshreppi og hins vegar
18