AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.2001, Blaðsíða 72
heimsins rúmir 4 milljarðar, þar af 21% í
borgum. Nú eru íbúar heimsins 6,2, milljarðar þar
af 58% í borgum og eftir aldarfjórðung er áætlað
að íbúar heimsins verði 8,3, milljarðar þar af munu
um 62% búa í borgum.
Þróunin á íslandi. Þetta er þróun sem við íslend-
ingar þekkjum vel því um aldamótin 1900 bjuggu
aðeins um 20% landsmanna í þéttbýli (þorpum og
bæjum með yfir 200 íbúa) en nú er samsvarandi
tala 92%. Árið 1960 náði höfuðborgarsvæðið því
marki að þar byggi helmingur landsmanna en nú
er hlutfallstalan 62%. Höfuðborgarsvæðið og
næstu byggðarlög eru einu svæði landsins þar
sem fólki hefur fjölgað nokkuð að ráði síðustu árin.
Um þrír fjórðu hlutar landsmanna búa nú á land-
svæði sem er innan klukkustundar aksturs frá
höfuðborginni. Samkvæmt áætlunum svæðis-
skipulags sem nú er verið að vinna fyrir sveitar-
félögin á höfuðborgarsvæðinu er gert ráð fyrir því
að fólki á svæðinu geti fjölgað um allt að 56 þús-
und á næstu 20 árum eða um 2.800 manns á ári.
Um helmingur af þessari fjölgun kemur til vegna
aðflutnings fólks frá landsbyggðinni. Eitt helsta
álitamálið varðandi þróun höfuðborgarsvæðisins
og reyndar allra vestrænna borgarsvæða er hve
byggðin þenst hratt út, er dreifð byggð og tekur
upp mikið landrými, sem kallar á langar
ferðavegalengdir og mikla orkunotkun til sam-
gangna.
Talnaborgin (metacity-datatown). Fræðimenn í
Hollandi hafa verið að rannsaka þróun byggðar í
heiminum út frá hugmyndum um hve margt fólk
gæti lifað á jörðinni án þess að eyðileggja auðlindir
jarðar. Þeir byrjuðu á því að skilgreina byggileg
svæði, þ.e. drógu frá þurrlendi jarðar: heimskauta-
svæði, fjalllendi, helstu jarðskjálfta- og eldvirkni-
svæði, eyðimerkur og skógarsvæði (barr- og regn-
skóga). Samkvæmt þessum viðmiðum eru um
30% þurrlendis jarðar byggilegt eða æskilegt
byggðasvæði. Það verður að viðurkennast að
samkvæmt þeirra skilgreiningu er ísland ekki hæft
til búsetu og sama á við um stóran hluta
Norðurlanda!
Vegna ásóknar jarðarbúa í að búa í borgum
reyndu þeir að skilgreina út frá tölum og gefnum
forsendum það sem þeir kölluðu talnaborg (data-
524 m
▲
70