AVS. Arkitektúr verktækni skipulag


AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.2001, Blaðsíða 18

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.2001, Blaðsíða 18
vegna stæröar og miðstöðvarhlutverks, t.d. mennta- og sjúkraþjónusta. Samningar um félagslega þjónustu milli ríkisvaldsins og Akureyr- arbæjar gefa ákveðin tækifæri í uppbyggingu þjónustu. Nýr lífsstíll Fjórða meginorsök fólksflutninganna er breytt gildismat fólks, einkum ungs fólks. Það stafar af aukinni menntun, ferðalögum og fjölmiðlum. Þeg- ar íslendingar tóku skrefið frá bændaþjóðfélaginu yfir í iðnaðarþjóðfélagið urðu kynslóðaskipti og fráhvarf frá lífsstíl og viðhorfum bændaþjóðfélags- ins. Tímabilið einkenndist af tæknihyggju, sem oft réð ferðinni fremur en mannleg viðhorf. Á sjöunda áratugnum kom fráhvarfið og jafnframt því sem við stigum skrefið frá iðnaðarþjóðfélaginu yfir í upplýs- inga- og hátæknisamfélagið, ruddu sértil rúms ný viðhorf. Ungt fólk í dag velur oftast starfssvið, sem krefjast fræðilegrar þekkingar og bjóða upp á land- fræðilegan hreyfanleika. Mikill hluti þess velur því langskólanám. Það er mikilvægt fyrir það að sjá árangur af starfi sínu og það vill hafa góða heil- darsýn yfir starf sitt. Þá má nefna auknar kröfur fólks til umhverfis síns, einkum útiumhverfis, sem hefur meira vægi en áður. Þættir, sem skipta máli, eru t.d. umhverfi laust við hávaða og mengun, veðrátta, útsýni og aðgangur að ósnortinni nátt- úru. Nágrenni við vini,vinnustað og skóla eru mik- ilvægir þættir. Að lokum má nefna félagsstarf og tómstundir. Hér er ungt fólk að hverfa frá skipu- lagðri og formbundinni félagsstarfsemi, svo sem ungmennahreyfingum og stjórnmálasamtökum, en leggur meiri áherslu á sveigjanleika, valkosti og einstaklingsbundið framboð. Konur vilja fjölbreytt- ara framboð menningar en karlar. Akureyri stendur einnig hér betur að vígi en aðrir bæir utan höfuðborgarsvæðisins. Akureyri á sér langa hefð sem menntabær. Möðruvallaskóli flutti þangað árið 1903 og varð síðan Menntaskólinn á Akureyri, sá næstfyrsti á íslandi, og um áratugabil annar tveggja mennta- skóla á landinu. Nú er þar auk þess verkmennta- skóli og myndlistarskóli, og staða bæjarins hefur styrktst mjög með tilkomu Háskólans á Akureyri. Hann hefur vaxið og haft veruleg áhrif á Norður- og Austurland með áherslu sinni á atvinnuvegi svo sem sjávarútveg og rekstrarfræði, ásamt heilbrigð- is- og kennaradeildum með áherslu á starfsað- stæður á landsbyggðinni. Háskólinn á Akureyri hefur haldið uppi fjarkennslu og vinnur að undir- búningi kennslustöðvar á Egilsstöðum og ísafirði í samvinnu við viðkomandi sveitarfélög. Háskólinn hefur haldið uppi öflugri rannsóknarstarfsemi, m.a. í samvinnu við Byggðastofnun og stofnun Vil- hjálms Stefánssonar, sem staðsett er á Akureyri. Fjölbreytt úrval menningarviðburða og afþrey- ingar er í boði á Akureyri. Þar er mikil lista- og menningarstarfsemi. Þar er öflugt tónlistarlíf, m.a. kórar og sinfóníuhljómsveit. Leiklistarstarf er mik- ið, þar er atvinnuleikhús og þar eru menningar- stofnanir eins og öflugt bókasafn, listasafn og minjasafn. Fjölbreytt afþreying er í boði, fjöldi veit- ingastaða, tvö bíó, margir skemmtistaðir og fjöl- breytt íþróttaaðstaða, skautahöll, einn besti golf- völlur landsins, og Akureyri er miðstöð vetrar- íþrótta. Akureyri er rómuð fyrir fagurt bæjarstæði, og mikill trjágróður prýðir bæinn. Veðursæld er þar mikil á sumrin. Miðbæjarkjarninn er vel afmarkað- ur, en staða hans hefur þó veikst með tilkomu verslana í úthverfunum og lokun Hafnarstrætisins fyrir bílaumferð. Eftir nokkra lægð á níunda áratugnum hefur fasteignamarkaðurinn á Akureyri glæðst á ný. Mikil eftirspurn er eftir íbúðar- og atvinnuhúsnæði á Akureyri, allt selst og mikið er byggt. Fasteigna- verð á Akureyri hefur hækkað töluvert og er u.þ.b. 75-85% af fasteignaverði á höfuðborgarsvæðinu, sem er mun hærra en gerist annars staðar utan suðvesturhorns landsins. Leigumarkaðurinn á Akureyri helgast mikið af veru nemenda fram- haldsskólanna og háskólans í bænum - mikil eftir- spurn á vetrum. Framtíðarhorfur Af öllu þessu má sjá að Akureyri hefur allt til að bera til að laða að sér fólk og fyrirtæki. Hlutverk bæjarins hefur breyst frá því að vera iðnaðar- og verslunarmiðstöð, yfir í að vera menntunar-, há- tækni-, verslunar- og þjónustumiðstöð. Atvinnulíf er þar fjölbreytt, þarfir fyrirtækja vel uppfylltar og búsetuþættir betri en annars staðar á landsbyggð- inni. Samgöngur eru góðar. Þjóðvegur 1 liggur gegnum bæinn, þar er góð höfn og stór flugvöllur. Tekjur fyrir sömu störf eru enn sem komið er lægri á Akureyri en á höfuðborgarsvæðinu, en ég spái því að mikill uppgangur verði í framtíðinni á Akur- eyri og að hlutverk bæjarins eigi eftir að eflast sem öflugasti þéttbýlisstaður utan höfuðborgarsvæðis- ins. ■ 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.