AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.2001, Blaðsíða 21
Hörgárbyggö sem samanstendur af Skriðuhreppi,
Öxnadalshreppi og Glæsibæjarhreppi. í lok vinn-
unnar eru því aöildarsveitarfélögin 12 talsins. í
samvinnunefndinni eru tveir fulltrúar tilnefndir frá
hverju sveitarfélagi, og formaöur hennar er Hjör-
leifur B. Kvaran borgarlögmaöur skipaður af um-
hverfisráðherra. Ráögjafi er greinarhöfundur,
Benedikt Björnsson arkitekt, en VST á Akureyri
hefur séö um kortagerð.
Forsendur
Skipulagsgreinargerð sem lögö er til grundvallar
tillögunni hefur aö geyma ýmiss konar upplýsingar
sem lúta að núverandi stööu mála. Þetta á jafnt
viö um þá þætti sem snúa aö náttúrufari og
byggðamynstri Eyjafjarðarsvæðisins.
Narkmið 09 stefna
Meginatriði í stefnu samvinnunefndar þurfa að
vera skýr og vel skilgreind. Lagt var upp meö eftir-
farandi meginmarkmiö: Nauðsynlegt er aö efla
Eyjafjaröarsvæöiö og aö skapa þar skilyrði fyrir
búsetu sem fyllilega jafnast á viö þaö besta sem
þekkist á íslandi. Mótvægis veröi leitaö gagnvart
þeirri þróun sem nú stendur yfir, þ.e. að þorri þjóö-
arinnar flytji til höfuöborgarsvæðisins. í greinar-
gerð er einnig lögö áhersla á aö þéttbýlisstaöir
sem fyrir eru á Eyjafjaröarsvæöinu þurfi að styrkj-
ast. Sá hluti dreifbýlis á svæöinu þar sem landbú-
naöur er stundaöur er einnig mjög mikilvægur hluti
þessarar heildar.
Nánar um markmið
Eins og áöur segir er þaö þungamiðja þessa
verkefnis aö vinna aö sameiginlegri stefnumörkun
fyrir sveitarfélögin á Eyjafjarðarsvæðinu, þar sem
hin eiginlega tillaga birtist.
Helstu stefnumál, sem fram eru sett af hálfu
samvinnunefndar, eru eftirfar andi:
a) Atvinnuuppbygging veröi styrkt og fleiri valkostir
starfsgreina komi til heldur en nú eru fyrir hendi.
b) Þegar litiö er til landnotkunar er stærsti þáttur-
inn sem ber aö nefna stóriðjukostir sem kunna aö
veröa álitlegir. Einnig er gert ráö fyrir öörum álit-
legum iönaöarlóöum á svæðinu. í Aöalskipulagi
Arnarneshrepps, sem staðfest var árið 1998, er aö
finna 120 ha svæöi sem ætlað er til stóriðnaðar,
fyrir eina lóö eöa fleiri.
c) í svæöisskipulaginu er gerö tillaga um legu raf-
lína sem nauösynlegar kunna aö vera vegna stór-
iðju.
d) Þekkingariðnaði og sérhæföri starfsemi, sem í
ýmsum tilfellum krefst háskólamenntunar, veröi
gert sem auðveldast aö þróast á svæðinu. Há-
skólinn á Akureyri þarf aö eflast til aö fylgja þessu
eftir.
e) Fjóröungssjúkrahúsiö á Akureyri veröi eflt, enda
er þaö meðal mikilvægustu heilbrigðisstofnana á
íslandi. Tengsl Fjóröungssjúkrahússins og Háskól-
ans á Akureyri veröi eflt.
f) Lögö sé áhersla á aö framgangur í feröaþjón-
ustu veröi sem mestur. Til að ná þessu markmiði
veröi samræming í feröaþjónustu efld á svæðinu.
g) Hinar sterku greinar atvinnulífsins á Eyjafjaröar-
svæöinu, þ.e. sjávarútvegur, landbúnaöur og iön-
aður, haldi stööu sinni. Matvælaframleiösla verði
því áfram hlutfallslega mikil á svæðinu.
h) Opinberum stofnunum þarf að fjölga eöa virkum
útibúum ríkisstofnana. Hlutverk þessara stofnana
þarf aö vera skýrt afmarkað og rekstur þeirra þarf
aö vera tryggður.
i) Ýmiss konar samfélagsþjónusta þarf að aukast
og vera eins og best gerist annars staðar á land-
inu.
j) Menningarstarf af ýmsu tagi þarf að þróast og
þeir sem þaö móta þurfa að vera opnir og mót-
tækilegir fyrir nýbreytni.
k) Samgöngur verði bættar þannig aö atvinnu-
svæöiö veröi ein sterk heild. Stærsta framkvæmd-
in, sem er grundvöllur þessa, er jarðgangagerð frá
Ólafsfiröi til Siglufjarðar ásamt tilheyrandi vegteng-
ingum. Aðrar samgönguframkvæmdir eru tiltölu-
lega smávægilegar í samanburöi viö þessa.
l) Stefnumörkun varðandi Norðurlandsskóga veröi
hluti af þessari tillögu hvaö Eyjafjarðarsvæðið
varðar án þess þó að endanleg landnokun veröi
ákvöröuö að þessu leyti.
Auk þeirra þátta sem ætlað er að styrkja búsetu-
skilyröin og fram koma í upptalningu hér á undan
voru nokkur önnur atriöi sem ætlast var til að
fengju umfjöllun í skipulagstillögunni og gerðar
yröu tillögur um lausn á. Þar ber hæst val á nýjum
sorpförgunarstað fyrir svæðiö í stað þess sem nú
er á Glerárdal viö Akureyrarbæ. Lausn náöist þó
ekki um þetta mál.
Umhverfri 09 vernd
Náttúruverndarsjónarmiö eru aö fullu viöurkennd í
skipulagstillögu þessari og miö er tekið af sjálf-
bærri þróun og alþjóðlegum samþykktum um um-
hverfismál. Þaö er meöal mikilvægustu forsendna
fyrir heilbrigöu samfélagi aö öll framkvæmd veröi í
góöri sátt viö umhverfi og náttúru. Þegar talað
hefur veriö um mikilvægi náttúruverndar kemur
19