AVS. Arkitektúr verktækni skipulag


AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.2001, Side 60

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.2001, Side 60
Skipulag fyrirmyndarborgarinnar Port Sunlight á Engiandi, sem sápuframleiðandinn Lever lét reisa uppúr 1890. Guðmundur Hannesson sótti einkum hugmyndir til þess skipulags í mótun sinnar skipu- lagsfraeði fyrir íslenskar sjávarbyggðir. þaö aö stofna samvinnufélög um kaup á ódýru landbúnaðarlandi í hæfilegri fjarlægö frá stór- borginni, þar sem síðar yrðu byggöir upp sjálf- stæöir 32 þúsunda manna bæir sem umluktir yröu grænum beltum og landbúnaðarlandi. Land og lóðir yröu leigö út til væntanlegra íbúa og fram- kvæmdaaöila gegn vægu gjaldi og átti afrakstur þess aö renna í sameiginlegan sjóö sem greiddi stofn- og rekstrarkostnað af uppbyggingunni. Markmiðiö var aö skapa umhverfi sem sameinaði kosti borgar- og sveitalífs; þar sem mögulegt var aö njóta náttúrunnar til fullnustu en jafnframt tæk- ifæri til aö ástunda menningarlíf bæja og borga. Uppbygging bæjanna átti aö grundvallast á úthug- Byggingarreitur íbúðarhúsa í skipulagi Letchworth frá 1903. Áherslu á þyrpingu stakstæðra íbúðarhúsa við botngötur verður ekki vart í skipulagi íslenskra bæja fyrr en eftir seinni heimsstyrjöldina. suöu skipulagi þar sem umfram allt yrði lögö áher- sla á aö skapa heilsusamleg híbýli fyrir íbúana. Howard trúöi því staöfastlega að forsenda þess aö þróa betra og réttlátara þjóöfélag, þar sem sam- vinna og þátttaka íbúanna væri höfö aö leiðarljósi, væri aö skapa algjörlega nýtt umhverfi fyrir alþýöu fólks.2 Hugmyndir Howards voru lagðar til grundvallar viö uppbyggingu tveggja garöborga á Englandi á fyrri hluta aldarinnar, Letchworth árið 1903 og Welwyn Garden City áriö 1920 auk þess sem hug- myndir hans höföu óbein áhrif á uppbyggingu garöborga og „garðúthverfa” víöa um heim á fyrri hluta aldarinnar og síðar á uppbyggingu nýborga (e. new towns) í Bretlandi á eftirstríðsárunum. Hugmyndum Howards var hvergi fylgt eftir til full- nustu og ekki skapaðist þaö rómantíska samfélag samvinnu og réttlætis sem hann vonaðist eftir aö sjá í garðborgunum. Þaö umhverfi sem skapað var í garðborgunum Letchworth og Welwyn Garden City og fleiri bæj- um sem voru undir áhrifum garöborgarhugmynd- arinnar, eins og Hampstead Garden Suburb í útjaöri Lundúna, Margarethenhöhe og Hellerau í Þýskalandi og Drancy í Frakklandi, var um margt til fyrirmyndar um þaö hvernig ætti aö ástunda nú- tíma skipulag; einkum um skipulag íbúöarhverfa. Þaö var ekki síst fyrir magnaöa hönnun verkfræö- ingsins Raymond Unwins og innanhúshönnuðar- ins Barry Rarkers3 í Letchworth, New Earswick og Hampstead Garden Suburb aö hróöur garðborg- anna barst svo víöa. Unwin, sem síðar skrifaöi grundvallarritið Town Planning Principles in Pract- ice áriö 1909, var undir sterkum áhrifum frá óform- legu skipulagi evrópskra miöaldabæja sem austur- ríski listfræðingurinn Camillo Sitte gerði ítarlega grein fyrir í riti sínu Die Stadtbau nach der kunst- lerischen Grundsatzen sem út kom áriö 1889. Unwin og Parker, sem höföu unniö samkeppni sem efnt var til um skipulag í Letchworth, höföu nokkuö frjálsar hendur um skipulag borgarinnar4 enda haföi Howard ekki skapaö þrönga ramma um innra skipulag garðborganna. í skipulagi íbúöarhverfa í Letchworth og síöar í Hampstead Garden Suburb komu fram helstu einkenni hinna dæmigeröu garöborga og garðúthverfa fyrri hluta 20. aldarinnar, óreglubundið gatnakerfi (“organic”), staösetning húsa óháö götulínum (gjarnan í nokkurri fjarlægð frá umferöargötunni), botngötur og þyrpingar stakstæðra sambýlishúsa í hefö- bundnum stíl sem sneru gjarnan aö sameiginlegu garösvæöi. 58

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.