Bændablaðið - 26.01.2023, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 26.01.2023, Blaðsíða 12
12 Bændablaðið | Fimmtudagur 26. janúar 2023 FRÉTTIR Brákarey: Markaðssetning utan hefðbundins sláturtíma Nýlega var Sláturhúsi Vesturlands í Borgarnesi veittur styrkur úr markaðssjóði sauðfjárafurða til markaðssetningar á fersku kinda- kjöti utan hefðbundins sláturtíma. Ferska kjötið er markaðssett undir vörumerkinu Brákarey. Samstarfsaðilar í verkefninu eru, auk bænda og veitingamanna, Landbúnaðarháskóli Íslands og Material Nord ehf. Að sögn Eiríks Blöndal, stjórnarformanns sláturhússins, hefur þetta verkefni verið í undirbúningi í nokkurn tíma – en með þessum styrk sé ætlunin að auka enn frekar markaðssetninguna fyrir ferska kjötið. Veitingahús í föstum viðskiptum „Það má segja að þetta tilrauna­ verkefni hafi farið fyrir alvöru af stað síðasta vetur og við settum tvisvar ferskt lambakjöt á markað. Það reyndist bara frekar vel og hvatti okkur til að halda þessu áfram – og reyna að auka jafnvel framboðið til veitingahúsanna. Við höfum verið með valin veitingahús í föstum viðskiptum við okkur og reiknum með að halda því áfram, en veitingahúsin sækjast eftir því að fá lambakjöt í sérstökum gæðaflokki. En þá þurfum við að markaðssetja vöruna betur og því sóttum við um þennan styrk,“ segir Eiríkur og reiknar með að það verði slátrað einu sinni í mánuði í vetur fyrir þennan markað. Vel hangið kjöt „Við vitum að veitingamennirnir vilja fá kjötið fullmeyrnað og því látum við það hanga vel hjá okkur eftir slátrun. Þetta kjöt stendur svo kröfuhörðum viðskiptavinum veitingahúsanna til boða og við fáum ágætlega greitt fyrir þessar afurðir okkar. En styrkurinn er sem fyrr segir hugsaður til að þróa frekari markaðssetningu á afurðunum. Þar erum við að hugsa um upprunatengingar líka svo sagan skili sér alla leið frá bænum þaðan sem kjötafurðin er komin,“ segir Eiríkur. Hann segir að markmiðið sé ekki að stækka þetta verkefni mjög mikið, en samt sé vilji til að fá fleiri bændur og veitingamenn inn í það. Ekki bein samkeppni við „hefðbundið lambakjöt“ Að sögn Eiríks er þetta verkefni einhvers konar viðbragð við umræðunni um skort á þessari vöru og þörfinni á aukinni verð­ mætasköpun í landbúnaði. „Eins hafa rannsóknir hjá Matís sýnt fram á sérstöðu slíkrar ferskvöru. Íslenskt lambakjöt hefur mjög verðmæta sérstöðu og í þessu verkefni er verið að nálgast afmarkaðan markhóp sem vill enn meiri sérstöðu. Það er mikilvægt að finna og þjónusta verðmætan hluta markaðarins,“ segir hann. Þegar hann er spurður hvernig Brákarey muni fara að því að geta reglulega boðið upp á þessa vöru, hvort ekki þurfi að breyta framleiðslukerfinu með fleiri burðartímum, segir hann svo ekki vera. „Í raun erum við bara að lengja í tímabilinu. Við búum svo vel hér að við höfum lítið sláturhús sem við rekum í Borgarnesi, mannað með úrvals fólki sem býr hér í nágrenninu – og getum því slátrað hvenær sem er ársins. Við þurfum hins vegar að semja við þá bændur sem taka þátt í þessu verkefni með okkur, að geyma gimbrar úr sláturtíðinni fram á veturinn og fóðra þær vel við góðar aðstæður. Svo reynum við líka að flýta slátrun á sumrin fyrir hefðbundna sláturtíð – og lengja í þeim enda líka,“ segir Eiríkur Blöndal. /smh Ferska lambakjötið sem var kynnt á Skál. Mynd / Kristinn Magnússon Frá kynningu á ferska lambakjötinu á síðasta ári á veitingastaðnum Skál á Hlemmi. Eiríkur Blöndal, stjórnarformaður Sláturhúss Vesturlands, er hér á milli þeirra Guðrúnar Sigurjónsdóttur, bónda á Glitstöðum í Norðurárdal, og Gísla Matthíasar Auðunssonar, veitingamanns á Skál. Mynd / Kristinn Magnússon Sláturhús Vesturlands í Brákarey í Borgarnesi. Mynd / smh Landbúnaðarháskóli Íslands: Skordýr sem fóður og fæða Við Landbúnaðarháskóla Íslands er unnið verkefni sem snýr að því að koma upp skordýraræktun hérlendis og skapa með því ný tækifæri í framleiðslu á fóðurhráefnum, áburðarefnum og jafnvel framtíðarfæðu. Verkefnisstjóri er Rúna Þrastar- dóttir, doktorsnemi við skólann. Síðastliðið ár hefur Rúna framkvæmt grunnathuganir á möguleika skordýraræktunar hérlendis með áherslu á mjölorma og hermannaflugur. Prófaðar hafa verið mismunandi fóðurtegundir. Á vef LbhÍ segir að niðurstöður athugana séu jákvæðar og á þessu ári verði gerðar nákvæmari mælingar á hverju þroskastigi skordýranna fyrir sig. Þá er einnig ráðgert að bæta ræktunaraðstöðuna hjá Landbúnaðarháskólanum í samvinnu við iðnaðarverkfræði­, vélaverkfræði­ og tölvunarfræðideild Háskóla Íslands. Matvælaframleiðsla alþjóðleg áskorun Rúna segir að hluti verkefnisins hafi verið að skoða samfélagslega vitund og viðhorf Íslendinga gagnvart skordýrum sem matvæli og fóður fyrir dýr verið kannað og verða niðurstöður birtar í grein á vormánuðum. „Matvælaframleiðsla framtíðar er alþjóðleg áskorun þar sem íbúafjöldi heimsins fer ört vaxandi og yfir 10% af íbúum heimsins þjást af vannæringu. Matvæla­ og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, FAO, áætlar að til að mæta vaxandi þörf mannkyns þurfi matvælaframleiðsla að tvöfaldast fyrir árið 2050. Ein leið til þess að sporna gegn hungri og matarsóun er að framleiða skordýr með því að fóðra þau með lífrænum afgöngum sem falla til og koma þannig upp hringrásarframleiðslu. Rannsóknir hafa sýnt fram á að margar tegundir skordýra, meðal annars hermannaflugur og mjölormar, eru góð í að brjóta niður lífræn efni og mynda prótein og þar með endurnýta annars glatað næringarefni til framleiðslu á próteinum. Mjölormar og hermanna­ flugulirfur eru jafnframt gott fóðurefni fyrir dýr þar sem næringargildi þeirra líkist mest þeim próteingjöfum sem notaðir eru í dag, soja­ og fiskimjöli. Einnig hefur framleiðsla skordýramjöls minni umhverfisáhrif en aðrir hefðbundnir próteingjafar.“ Spennandi viðfangsefni Að sögn Rúnu er því afar spennandi viðfangsefni að koma upp framleiðslu á skordýrum og nokkur fyrirtæki hafa þegar litið dagsins ljós í Evrópu sem eru ekki einungis að huga að fóðurhráefnum fyrir dýr heldur einnig sem matvæli. Auk þess sem Evrópusambandið lítur á skordýr sem umhverfisvæna framleiðslu á próteinum og hefur stutt við fjölda verkefna á því sviði. Landbúnaðarháskóli Íslands hefur fengið úthlutaðan framhaldsstyrk upp á 1.500 þúsund krónur frá Uppbyggingarsjóði Vesturlands fyrir verkefnið og verkefnið hefur einnig hlotið styrk frá Orkurannsóknasjóði Landsvirkjunar. /VH Rúna Þrastardóttir. Hermannafluga í eldi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.