Bændablaðið - 26.01.2023, Síða 14

Bændablaðið - 26.01.2023, Síða 14
14 Bændablaðið | Fimmtudagur 26. janúar 2023 Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins: Bændur áhugasamir um jarðrækt og betri nýtingu áburðar Frá síðasta vori hefur á jarð- ræktar sviði Ráðgjafarmiðstöðvar land búnaðarins (RML) verið unnið að verkefni sem miðar að bættri áburðarnýtingu í landbúnaði á Íslandi. Unnið er að verkefninu með stuðningi matvæla- ráðuneytisins í kjölfar tillagna spretthópsins frá því í júní á síðasta ári, vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframleiðslu á Íslandi. RML fékk þannig hlutdeild í jarðræktarstuðningi stjórnvalda í febrúar á síðasta ári vegna hækkunar áburðarverðs, um 50 milljónir úr 700 milljóna króna potti til að leita leiða um bætta nýtingu áburðar og möguleika á því að draga úr notkun á tilbúnum áburði. „Við gerðum samning við matvælaráðuneytið um bætta áburðarnýtingu í landbúnaði síðasta vor. Sá samningur byggir fyrst og fremst á meiri þunga á jarðræktarráðgjöf í okkar starfi og með markmiðum um meiri gögn, til dæmis með hey- og jarðvegssýnum, til að byggja á allar áætlanir um bætta nýtingu áburðarefna,“ segir Borgar Páll Bragason, fagstjóri á rekstrar- og umhverfissviði Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins. Vegvísir um bætta nýtingu lífrænna efna Borgar segir að í kjölfar undirritunar samningsins við ráðuneytið hafi þrír jarðræktarráðunautar verið ráðnir til starfa hjá RML, þau Elena Westerhoff, Baldur Örn Samúelsson og Sigurður Max Jónsson, sem bætast við reynslumikinn hóp sem er fyrir. Teymið hafi farið í tvær umfangsmiklar hringferðir um landið með fræðslufundi um bætta nýtingu áburðar. Fyrst í apríl og svo aftur núna í nóvember. „Samningurinn er til tveggja ára en skilar sér í raun til mun lengri tíma,“ segir hann. „Við höfum einnig unnið talsvert í vegvísi um bætta nýtingu lífrænna efna sem er að fara í samráðsgátt stjórnvalda, undirbúið bændahóparáðgjöf í samstarfi við Anu Ellä, grasræktarráðgjafa hjá ProAgria í Finnlandi, og fyrstu tveir hóparnir byrja núna í febrúar. Þá hefur þátttakendum í Sprotanum fjölgað sem er ráðgjafarpakki hjá okkur í jarðrækt.“ Aukinn áhugi bænda á jarðrækt „Það er greinilegur aukinn áhugi bænda á jarðrækt og að leita leiða við að nýta allan áburð sem best og þá ekki síst búfjáráburðinn,“ segir Borgar. „Það sýnir sig meðal annars í aukinni þátttöku í Sprotanum sem meðal annars innifelur sýnatöku og áburðaráætlun, en þeim fjölgaði um tíu á síðasta ári og þar eru núna um 70 þátttakendur. Bændur eru duglegri við að efnagreina hjá sér bæði hey og jarðveg sem nýtist vel til að leiðbeina sem best um kölkun og áburðargjöf. Í sumum tilfellum sjáum við tækifæri í því að draga úr áburðargjöf en oft þarf að huga að endurræktun, kölkun, viðhaldi framræslu og tækjabúnaði við dreifingu. Mikið til snýst þetta um að finna leiðir með bændum sem geta gengið upp fjárhagslega, án þess þó að verið sé að spara til skaða. Þátttaka bænda á fundunum í haust var almennt mjög góð. Við hvöttum áburðarsalana til að koma á fundina sem og þeir gerðu sem var mjög gott fyrir umræður eftir fyrirlestrana. Við höfum fengið mjög jákvæð viðbrögð frá bæði bændum og áburðarsölum eftir þessa fundi og við stefnum á að endurtaka leikinn að ári.“ Farvegurinn fyrir lífræna úrganginn Að sögn Borgars verða stóru málin varðandi farveginn fyrir nýtingu á lífrænum efnum, til framleiðslu á lífrænum áburði, tekin til umfjöllunar í áðurnefndum vegvísi sem von er á fljótlega inn í samráðsgátt stjórnvalda. „Þetta skýrist á næstu dögum, en RML hefur fyrst og fremst komið með faglegt innlegg í þessa vinnu sem hefur reynst mjög mikilvægt. Við höfum lagt áherslu á að lífræn efni sem eru auðnýtanleg sem áburðarefni í landbúnaði verði fyrst og fremst nýtt þar og hvatar verði þá frekar í þá átt að þau efni sem innihalda minni áburðarefni verði nýtt til landgræðslu.“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson, þáverandi umhverfis- og auðlinda- ráðherra, lagði árið 2021 fram stefnu sína í úrgangsmálum, Í átt að hringrásarhagkerfi“, fyrir árin 2021 til 2032. Nú starfar stýrihópur Guðlaugs Þórs Þórðar- sonar umhverfis-, orku- og loftslag - ráðherra að því að vinna að framgangi stefnunnar. Borgar segir að þýðingarmikill hluti hennar sé að ná betri árangri við nýtingu á lífrænum efnum. Með lagabreytingu sem tók gildi um síðustu áramót er bannað að urða tiltekinn lífrænan úrgang, í þeim tilgangi að koma í veg fyrir myndun metans þegar úrgangurinn rotnar við urðunina, sem veldur skaðlegum loftslagsáhrifum. Með því að minnka sóun lífrænna efna aukist möguleikarnir á nýtingu þeirra umtalsvert, sérstaklega til skemmri tíma í landgræðslu og til lengri tíma litið einnig í landbúnaði. /smh Borgar Páll Bragason, fagstjóri á rekstrar- og umhverfissviði Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins. Við gerðum samning við matvælaráðuneytið um bætta áburðarnýtingu í landbúnaði síðasta vor. Sá samningur byggir fyrst og fremst á meiri þunga á jarðræktarráðgjöf í okkar starfi og með markmiðum um meiri gögn, til dæmis með hey- og jarðvegssýnum, til að byggja á allar áætlanir um bætta nýtingu áburðarefna.“ Fiskræktarsjóður starfar á grundvelli laga nr. 72/2008, með síðari breytingum. Meginhlutverk sjóðsins er að veita lán eða styrki til verkefna sem þjóna þeim markmiðum að efla fiskrækt, bæta veiðiaðstöðu, styðja við rannsóknir í ám og vötnum og auka verðmæti veiði úr þeim. Umsóknarfrestur um lán og styrki úr Fiskræktarsjóði, sem koma til greiðslu árið 2023, er til og með 1.mars 2023. Þeir sem fengið hafa styrk úr sjóðnum og sækja aftur um vegna sama verkefnis, skulu skila inn framvinduskýrslu með nýrri umsókn. Athugið breytt umsóknarferli Sótt er um styrkveitingu úr Fiskræktarsjóði rafrænt á heimasíðu Fiskistofu í gegnum umsóknagátt. Umsóknina má finna á www.fiskistofa.is undir þjónusta og velja þar „Fiskræktarsjóður“. Einungis verður tekið við umsóknum í gegnum umsóknagáttina. Hvorki verður tekið við umsóknum í tölvupósti né á pappírsformi. Á heimasíðu Fiskistofu má nálgast verklagsreglur sjóðsins. Einnig er hægt að hafa samband við Höllu Björk Garðarsdóttur, starfsmann Fiskistofu, í síma 569 7900. STYRKIR 2023STYRKIR 2021 Fiskræktars ur starfar á grundvell aga nr. 72/2008, með síðari breytingum. Meginhlutverk sjóðsins er að veita lán eða styrki til verkefna sem þjóna þeim markmiðum að efla fiskrækt, bæta veiðiaðstöðu, styðja við rannsóknir í ám og vötnum og auka verðmæti veiði úr þ im. Umsókn rfrestur um lán og sty ki úr Fiskræktarsjóði, sem koma til greiðslu árið 2021, er til og með 1.mars 2021. Þeir sem fengið hafa styrk úr sjóðnum og sækja aftur um vegna sama verkefnis, skulu skila inn framvinduskýrslu eð nýrri umsókn. Umsóknareyðublöð vegna styrkveitinga úr Fiskræktarsjóði má nálgast á http://www.fiskistofa.is undir lax- og silungsveiði, skila skal umsókn í fimmriti. Þar má einnig nálgast verklagsreglur sjóðsins. Einnig er hægt að hafa samband við Höllu Björk Garðarsdóttur, starfsmann Fiskistofu, í síma 569 7900. Umsóknum um styrki eða lán úr sjóðnum skal skila til formanns Fiskræktarsjóðs á eftirfarandi heimilisfang: Fiskistofa v/Fiskræktarsjóðs Borgum v/Norðurslóð 600 Akureyri Í DEIGLUNNI

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.