Bændablaðið - 26.01.2023, Blaðsíða 18

Bændablaðið - 26.01.2023, Blaðsíða 18
18 Bændablaðið | Fimmtudagur 26. janúar 2023 HAGTÖLUR LANDBÚNAÐARINS Bændur og hinn almenni neytandi hafa lengið staðið bökum saman við að tryggja sanngjarnt verðlag á Íslandi með aðhaldi við endursöluaðila. Ósanngjarnt þætti ef hógvært framleiðsluverð bænda myndi enda sem sífellt minni hluti af endursöluverðinu vegna álagningar milliliða. Þó erfitt sé að fullyrða um álagningu heildsala og endursöluaðila er hægt á góðan hátt hægt að fylgjast með fylgni framleiðsluverðs og neysluverðs matvæla og er hughreystandi að sjá hversu mikil fylgnin er þar á milli, bæði í tilfelli verðhækkana og -lækkana. Allt frá árinu 2015 hafa vísitölur framleiðsluverðs og neysluverðs matvæla haldist mjög þétt að. Ef rýnt er betur í þróun síðastliðins árs sést að sambandið þarna á milli er enn þá sterkt. Samband neysluverðs og framleiðsluverðs í matvælum Einnig er þess virði að rýna í breytingar á afurðaverði til bænda í samhengi við þróun neysluverðs og framleiðsluverðs. Ef skoðaðar eru breytingar á milli ára á vísitölu neysluverðs matvæla og framleiðsluverðs matvæla og þær bornar saman við breytingar á afurðaverði til bænda á dilkakjöti, nautgripakjöti og mjólkur, sést að þótt sveiflurnar séu oft og tíðum miklar þá jafna þær sig út og meðalfrávikið er lítið. Á undanförnum sex árum hefur afurðaverð til bænda í þessum þremur vöruflokkum hækkað að meðaltali um 0,4% umfram vísitölu framleiðsluverðs matvæla og 0,1% umfram vísitölu neysluverðs matvæla. Það hafa því vissulega komið tímar þar sem endursöluverð hefur hækkað umfram afurðaverð og svo hefur það leiðrétt sig. Sambandið er nokkuð jafnt þegar horft er til lengri tíma og bendir það til þess að samband framleiðsluaðila og endursöluaðila hafi haldist tiltölulega óbreytt á tímabilinu sem um ræðir, þ.e. verð er ekki að hækka né lækka umfram afurðaverð nema til skamms tíma, sem getur þó hlaupið á árum, sem hefur síðan fengið leiðréttingu. Verðlagsþróun neysluverðs og framleiðsluverðs 2015-2022 Verðlagsþróun 2022 Frávik frá verðlagsþróun framleiðslu matvæla Frávik frá verðlagsþróun framleiðslu matvæla Markaðir 156,1 kr Evra 143,76 kr USD 176,65 kr Pund 323,1286 kr 95 okt bensín 332,2662 kr Díesel 19,43 USD Mjólk (USD/100 pund) 6,8 USD Korn (USD/sekkur) 29,7 EUR Kartöflur (EUR/100 kg) 1339 AUD Ull (AUD/100 kg) 1,98 USD Ostur (USD/pund) 5000 EUR Smjör (EUR/tonn)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.