Bændablaðið - 26.01.2023, Qupperneq 24

Bændablaðið - 26.01.2023, Qupperneq 24
24 Bændablaðið | Fimmtudagur 26. janúar 2023 Leiksýningin Marat/Sade, sem frumsýnd var föstudagskvöldið 20. janúar í Borgarleikhúsinu, markaði tímamót, enda stigu á svið margir af elstu og ástsælustu leikurum þjóðarinnar í einni og sömu sýningunni. Þau yngstu um sjötugt og þau elstu komin fast að níræðu! Sýningin, sem heitir öðru nafni Ofsóknin og morðið á Jean Paul Marat, sýnt af vistmönnum geðveikrahælisins í Charenton undir stjórn De Sade markgreifa ... er eitt af öndvegisverkum 20. aldarinnar – marglaga og margslungið í efni og formi. Bæling og losti, kúgun og uppreisn, hinir jaðarsettu gegn valdinu! Margrét Guðmundsdóttir (89 ára) leikur Charlotte Corday, sem er hvað þekktust fyrir að hafa ráðið Jean Paul Marat af dögum í frönsku byltingunni. Margrét lék sama hlutverk í uppfærslu Þjóðleikhússins árið 1967, eða fyrir tæpum 56 árum síðan. Hún hefur sannarlega engu gleymt! Næstu sýningar eru fimmtudaginn 26. janúar kl. 20, föstudaginn 27 jan. kl. 20 og svo 5. febrúar kl. 20 – en miða er hægt að nálgast á vefsíðu Borgarleikhússins. Þarna er um einstakt tækifæri að ræða, upplifun og sjónarspil sem gleður okkur ekki á hverjum degi. /SP „Kraftur og fjölskyldan mín hafa komið mér í gegnum þetta“ Kolluna upp fyrir mig,stelpukraft og Kraftur er stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur. Kaupum kolluna á lifidernuna.is fjölskylduna! Liðsmenn Leikdeildar Eflingar heldur úti leiklistarstarfi í Reykjadal í Þingeyjarsveit en nú í nóvember hófu þau æfingar á verkinu Gauragangi eftir Ólaf Hauk Símonarson. Sagan gamalkunna fjallar um hetjuna hann Orm Óðinsson, nemanda á síðasta ári í gagnfræðaskóla, lífsviðhorf hans, upplifanir og öflugt félagslíf. Kitlar taugar margra Var bókin um Orm útgefin í fyrsta skipti árið 1988 og naut mikillar hylli enda kitlaði söguhetjan taugar margra. Á það við jafnt ungra sem aldinna og geta eflaust einhverjir enn þann dag í dag sett sig í spor þessa gæðings sem er að feta fyrstu spor sín í átt til fullorðinsáranna. Ólafur Haukur gaf í kjölfarið út sjálfstætt framhald sögunnar, Meiri gauragangur, sem einnig átti vel upp á pallborðið hjá lesendum. Er leikverkið sem slíkt einnig afar vinsælt og verður gaman að sjá tilþrifin sem Leikdeild Eflingar býður upp á nú í febrúar. Þarna stíga á svið bæði gamalreyndir meðlimir áhugaleikhússins auk nokkurra nemenda framhaldsskólans, en að verkinu koma upp undir 20-30 manns sem bæði vinna fyrir framan og bak við tjöldin, og leikstjóri er hún Jenný Lára Arnardóttir. Stefnt er á frumsýningu fyrstu eða aðra helgina í febrúar og því mikil spenna í lofti, bæði hjá þeim sem bregða sér í hlutverkin svo og þeim er munu á horfa. Setið í hring Skemmtilegt er að segja frá því að í stað hefðbundins leiksviðs verður uppsetningin á nýstárlegan hátt, sitja gestir í hring, við borð – kvenfélagið býður upp á vöfflukaffi – en leikendur láta ljós sitt skína inni í hringnum. Sýnt verður á Breiðumýri að venju, og áætlaðar eru um tíu sýningar. Miða er hægt að kaupa í gegnum tölvupóst og síma og verður auglýst þegar nær dregur og um að gera að festa sér einn slíkan sem allra fyrst. /SP MENNING Landssamband eldri borgara kynnir til leiks öldungalandslið leikara! Leikdeild Eflingar Breiðumýri: Gauragangur í Þingeyjarsveitinni Eins og kom fram í 17. tölublaði Bændablaðsins þann 22. september síðastliðinn, setti Leikfélag Hveragerðis upp verkið um hann Benedikt búálf í tilefni 75 ára afmælis félagsins og var frumsýnt við mikinn fögnuð þann 24. september síðastliðinn. Þennan káta svein þekkja margir, en höfundur sögunnar er Ólafur Gunnar Guðlaugsson, tónlistin í höndum Þorvalds Bjarna Þorvaldssonar, söngtextana sömdu þau Andrea Gylfadóttir og Karl Ágúst Úlfsson og leikstjóri er Gunnar Gunnsteinsson. Fjallar sagan um samskipti þeirra Benedikts búálfs og mannabarnsins Dídíar sem tengjast vinaböndum ásamt því að lenda í alls kyns ævintýrum. Verkið hefst á því að Dídí mannabarn rekur augun í Benedikt, þar sem hann stendur með handklæði um sig miðjan, á baðherberginu hennar, nýkominn úr baði. En búálfar eru aðeins sýnilegir mannabörnum þegar þeir eru blautir! Örlög búálfa eru með þeim ósköpum að þegar þeir lenda í þeim hremmingum að verða mannabörnum sýnilegir, þá ráða mannabörnin hvað verður um þá. Benedikt og Dídi verða góðir vinir og lenda í miklum ævintýrum og mikilli hættu í Álfheimum, en allt fer þó vel að lokum. Svo skemmtilega vill til að sýningin er enn í gangi og því um að gera að næla sér í miða. Fer miðasalan fram á tix.is og auglýstar sýningar verða helgina 28.-29. janúar og svo 4.-5.febrúar næstkomandi en sýnt er í Leikhúsinu í Hveragerði að Austurmörk 23. /SP Nú fer hver að verða síðastur! Um þessar mundir er því fagnað að 50 ár eru liðin frá því að Leiklistarskóli SÁL hóf göngu sína, en SÁL skólinn var settur á stofn í kjölfar þess að áður höfðu samtök áhugafólks um leiklistarnám, SÁL, verið stofnuð til þess að þrýsta á ríkisvaldið að stofna leiklistarskóla. Leiklistarskóli SÁL var rekinn af nemendum sem stunduðu nám við skólann. Merkilegt framtak sem vert er að halda á lofti. Þessara merku tímamóta hefur verið minnst með margvíslegum hætti, m.a. hefur gögnum um sögu samtakanna og skólans verið safnað og þau afhent Leikminjasafni Íslands til varðveislu. Sýning með hluta þessara gagna var opnuð í Landsbókasafni 13. október og stendur fram í mars 2023. Í tengslum við sýninguna er nú í undirbúningi málþing um tilurð og sögu SÁL skólans með þátttöku margra þeirra sem komu við sögu, bæði nemenda og kennara sem tengdust skólanum. Málþingið verður haldið 2. febrúar kl. 16 í Landsbókasafni/Þjóðarbókhlöðu. Öllum er boðið að koma hlusta og njóta. Málþing um Leiklistarskóla SÁL – kyndilberar á Kyndilmessu Mynd / gunnlod jona Hér að ofan má sjá svipmyndir frá æfingum leikaranna og greinilegt er að mikið fjör er í mannskapnum. Við sjáum bregða fyrir þeim Hrólfi Jóni Péturssyni, Arndísi Ingu Árnadóttur, Guðrúnu Kolbrúnu Gabríelsdóttur, Valdemar Hermannssyni, Eyhildi Ragnarsdóttur, Arneyju Dagmar Sigurbjörnsdóttur, Eyþóri Kára Ingólfssyni, Sigurbirni Árna Arngrímssyni, Önnu Kristjönu Guðbergsdóttur, Benedikt Guðbergssyni, Dagrúnu Ingu Pétursdóttur og Kristrúnu Kristjánsdóttur í hlutverkum sínum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.